Skip to main content
16. september 2021

Teiknimyndir til fræðslu

FridrikÞað er margt og mikið gert í leik- og grunnskólum landsins.  Krakkarnir fara út að leika, hafa söngstund, hópavinnu, lubbastund og málbeinið og svo af og til, þá er sjónvarpsstund.  Á leikskólanum hjá syni mínum hafa þau á 4 ára deildinni fengið að horfa á þætti sem að heita Tölukubbar sem að eru sýndir bæði á RÚV ( með íslensku tali ) og á Netflix ( með ensku tali ).  Þetta eru þættir sem að kenna krökkum að telja, leggja saman, draga frá, sléttar tölur og odda tölur.  Persónurnar eru einfaldlega kubbar af mismunandi fjölda og persónuleikum og hoppar þær oft ofan á hvor aðra eða frá hvor annarri og mynda þá nýja tölu. Þættirnir unnu til BAFTA verðlauna í barnaflokki árið 2019 og voru tilnefndir árið 2017 til verðlauna í lærdómsflokki.

Tölukubbarnir eru dæmi um sjónvarpsefni sem að gerir lítið annað en að kenna börnum á skiljanlega hátt.  Þeir vekja líka upp gríðarlegan áhuga á tölum einum og sér.  Strákurinn minn getur talið einn og óstuddur upp í 100 og leggur saman 1-2 stafa tölur þokkalega auðveldlega, einungis eftir að hafa horft á þessa þætti.  Hann er líka duglegur að spyrja foreldrana sína hvað 23+59+37 er svo dæmi séu nefnd.

Það að nota teiknimyndir til þess að kenna efni, hvort sem að það eru tölur eða tungumál er í rauninni ekki slæmur hlutur eins og einhverjir myndu halda, á meðan að viðfangsefni teiknimyndanna kemur náminu við.  Krakkar halda athyglinni vel þegar að þau eru að horfa á eitthvað sem að þeim þykir athyglisvert.

Þegar að einstaklingur horfir á eitthvað, hvort sem að það er teiknimynd í sjónvarpinu eða mynd á blaði, þá vinnur hægri heilahvelið efnið, en sá hluti sér um að vinna úr listrænum og skapandi efnum á meðan að vinstra heilahvelið sér um rökhugsun, orð og útreikninga.  Með því að sýna börnunum efni frekar en að vera með eintóna fyrirlestra, þá sjá þau hlutina betur fyrir sér og það eykur frekar skilning þeirra.

Ég ræddi við kennara og deildarstjóra á leikskóla syni míns aðeins um Tölukubbana sem og aðra notkun upplýsingatæknis í leikskólanum og þar lærði ég það að það reyndist alger tilviljun að þau uppgötvuðu Tölukubbana ( barn á deildinni átti afmæli og mátti velja eitthvað til þess að horfa á ).  Í framhaldi af því þá hafa þau horft á einn þátt í viku og haft svo æfingar og umræður í kjölfarið á þáttunum. Allir krakkarnir á eldri deildunum ( 3-5/6 ára ) fá að vera með í því.  Við kennsluna nota þau ýmis öpp þegar að tækifæri gefst, t.d. Georg og félagar, Leikum og lærum með hljóðin og Bitboard auk þess sem að þau hafa fundið myndbönd, bækur og þess háttar á Youtube og öðrum miðlum.  Þetta hefur samt ekki verið gert á markvissan hátt og frekar handahófskennt ( fyrir utan þennan eina Tölukubba þátt á viku ).

Þau hafa líka verið að kenna margt annað með þessum hætti, ekki bara tölum.  Það er t.d. farið í grunnlíffræði þar sem að krakkarnir læra um heyrnina, sjónina og margt fleira.

Það er greinilegt að teiknimyndir og skjátími er ekkert endilega verkfæri djöfulsins ef að rétt er farið að.  Krakkarnir geta lært helling af þessu í höndum réttu kennaranna og vonandi bætist bara meira efni við flóruna.  Fyrir utan Tölukubbana, þá eru líka til Alphablocks ( Stafakubbarnir ), en þeir hafa ekki ennþá verið talsettir yfir á íslensku og hef ég einungis fundið þá á Netflix.

Höfundur: Friðrik Már Helgason, nemandi við Háskólann í Reykjavík og faðir leikskólabarns

Heimildir

1.           https://core.ac.uk/download/pdf/234672893.pdf

2.           http://ait.arnastofnun.is/grein.php?id=802

3.           Spurningalisti sendur á starfsfólk á leikskólanum Dal

Skoðað: 555 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála