Skip to main content
2. desember 2021

Ský fær Gull aðild að DiversIT sáttmálanum

Unnur Sara

Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) fyrst í heiminum til að fá gull aðild að DiversIT sáttmálanum hjá CEPIS.

Tilgangur sáttmálans er að minnka kynjamun í tæknistörfum og þá sérstaklega í upplýsingatæknigeiranum. Sáttmálinn felst í því að fá sem flest fyrirtæki og stofnanir til að skuldbinda sig til að vera með áætlun og leiðir sem hvetja til aukinnar þátttöku og stuðnings fyrir konur í tæknigeiranum með ýmsum aðgerðum. DiversIT sáttmálinn felur í sér 3 stig; gull, silfur og brons og þannig geta fyrirtæki bætt sig smá saman og byrjað vegferðina sem brons en stefnt á að vera hluti af gullhópnum. 

DiversIT Charter eða FjölbreyttUT sáttmálinn eins og hann gæti kallast á íslensku hefur verið í vinnslu frá árinu 2016 og skemmtilegt að segja frá því að nafnið á verkefninu, DiversIT, kom frá Íslandi en þar er grunnhugmyndin að um sé að ræða „Diversity“ í „Information Technology“ heiminum.

Arnheiður Guðmundsdóttir er í forsvari fyrir DiversIT sáttmálann á Íslandi:
„Við gætum ekki verið stoltari af því að vera land nr. 2 sem fær fulla aðild en Tyrkland fékk brons aðild árið 2019. Þetta er gífurleg viðurkenning á starfsemi félagsins og okkar áherslum að hafa fjölbreytileika að leiðarljósi í öllu okkar starfi. Félagið mun vinna áfram að því að auka hag fyrirtækja í tölvu- og tæknigeiranum með það markmið að ýta undir fjölbreytileika með því meðal annars að fjölga konum og ungu fólki í tæknistörfum. Félagið gerir ráð fyrir að seinna í vetur geti það tekið við umsóknum frá íslenskum fyrirtækjum sem vilja vera með í sáttmálanum.“

Um Ský: Skýrslutæknifélag Íslands er fagfélag þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á tölvu- og tæknigeiranum. Félagið var stofnað ári 1968 og eru rúmlega þúsund félagar í Ský.

Um CEPIS: Council of European Professional Informatics Societies eru samtök allra tölvufélaga í Evrópu og eru fulltrúar yfir 450.000 UT-sérfræðinga í Evrópu. Nánar um DiversIT Charter á vef Cepis.

Skoðað: 371 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála