Skip to main content
7. mars 2022

Umsjónartól rekstrar í rekstri

SkýUmsjónartól rekstrar í rekstri, hádegisfundur Ský, var haldinn 3. mars 2022 þar sem margt áhugavert kom fram sem ég ætla að rekja lauslega hér.

Fyrstur á svið var Eymundur Björnsson frá Hafnarfjarðarbær með fyrirlesturinn Stafræn umbylting og Grunnkerfi. Hann gaf gott yfirlit yfir hvað stórt kerfi sem þjónar 1800 starfsmönnum á 70 vinnustöðvum, með 2500 vélar og 350 þráðlausir punkta, er margbrotið og nefndi dæmi um ótal lausnir sem þar eru notaðar.  Hann fjallaði síðan sérstaklega um tvö stafræn verkefni, spjaldtölvur í grunnskóla og rafrænar undirritanir. Hann benti á að spjaldstölvuvæðing grunnskóla kallaði á mikla uppbygging í netmálum og verulega aukningu á leyfiskostnaði. Það var gaman að heyra af því að rafrænar undirskriftir fóru í 0 upp í 1000 á stuttum tíma en við innleiðinguna skipti máli atriði eins og öryggismál og leyfismál.

Næst kom Ari Kristinn Jónsson frá AwareGo með fyrirlestur sem hann nefndi um Fræðsla tölvuöryggi - í dag og í framtíðinni. Þar kynnti hann nýja hugmyndafræði við fræðslu starfsfólks um netöryggi og sýndi raundæmi um hvernig Phishing fer fram og hversu auðvelt er að blekkja notendur. Hann nefndi margar aðrar leiðir til blekkingar s.s. Spear Phishing, Pretexting, Scareware, CEO scam, Website masking/hacking, Spyware, USB drops, Fake WiFi, Tailgating, WiFi Sniffing, Unattended computers og Mixed work. Nálgun AwareGO er fræðsla starfsfólks með lausn sem er kölluð Öryggisþjálfun í smáskömmtum sem byggir á örstuttum myndböndum. Hann sýndi okkur eitt myndband og vakti það mikla lukku, held að allir sem á horfðu muni eftir tannbusta næst þegar þeir hugsa um lykilorðið sitt.

Þá var komið að Tryggva R. Jónssyni frá Trigger með fyrirlesturinn Hinar ýmsu gerðir umsjónartóla og þar sem hann er staðsettur á Akureyri var notuð upptaka frá honum.  Hann fjallaði um öll þau verkfæri sem eru til staðar til að einfalda líf þeirra sem sjá um upplýsingakerfi. Hann fór yfir þær forsendur sem þarf að skoða þegar verið er að velja hvað skal kaupa s.s. tímaskráningu og þjónustustig og benti einnig á að kannski er hægt að nota það sem til er.

Síðust en ekki síst var Sigrún Þorgilsdóttir frá Opnum Kerfum með fyrirlesturinn Nýtt leyfisform á mannamáli þar sem hún fjallaði um nýtt  áskriftamódel Microsoft sem heitir New Commerce Experience (NCE). Hér virtist vera á ferðinni nokkrar breytingar og í grunninn eru það þrjár nýjar áskriftarleiðir 1) Mánaðarbinding – 20% hækkun (hægt að fækka leyfum 1x í mánuði), 2) Ársbinding – greitt mánaðarlega (hægt að fækka leyfum 1x á ári) og 3) Ársbinding – greitt árlega (hægt að fækka leyfum 1x á ári).  Einnig kom fram að í lok og við upphaf tímabils er aðeins 72 klst. rammi til fækkunar leyfa á NCE samningum. Hvet þá sem vilja vita meira að skoða hennar glærur inn á sky.is.

Svo er það bara að minna á næsta hádegisfund Ský, Rekstur og raunir 5G, IoT sem er 9. mars kl. 12:00.

Ásrún Matthíasdóttir tók saman.

Skoðað: 433 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála