Skip to main content
9. apríl 2022

Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar

myndFaghópur Ský um hagnýtingu gagna hélt hádegisverðarfund þann 30.mars 2022 á Grand Hótel Reykjavik.  Umræðuefnið bar vinnuheitið „Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar“ Mjög góð mæting var á fundinum.   Fundarstjóri var Birna Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastjórn.

Fjórir áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir, þar sem Ásta Kristín Ólafsdóttir frá Landmælingum Íslands reið á vaðið með titilinn „Landupplýsingar fyrir ákvarðanatöku“.  Í umfjöllun sinni kom hún inná hin fölmörgu verkefni sem Landmælingar sinna og mikilvægi þeirra í víðara samhengi.  Mikilvægi í að útfæra og einfalda sem mest hvernig gögn eru unnin og framreidd á sem aðgengilegastan og einfaldan máta. 

Stefán Baxter frá Snjallgögn kom þar á eftir með fyrirlesturinn „Hvernig hámörkum við virði og notagildi opinna gagna?“.  Með fyrirlestri sínum kom hann vel inná mikilvægi þess hvernig gögn eru klárgerð fyrir framsetningu.  Gögn sem í boði eru geta verið svo ónýt ef þau eru ekki sett fram rétt og samhæfð með réttum lýsigögnum og stöðluðum miðlunarleiðum.  Virði gagna getur verið minna virði ef þau hafa ekki verið unnin og framreidd rétt.

Á eftir kom svo Óli Páll Geirsson frá Luvinity og hélt fyrirlesturinn “How do we operationalize data science to fight financial crime?“  Í umfjöllun sinni greindi hann frá umfangsmikillri vinnu sem lögð er í að rekja út mynstur í færslum sem gefa vísbendingar til peningaþvættis.  Vinnslur með gríðarlega hrágögn í formi bankafærslna sem sjálfvirkar keyrslur vinna úr upplýsingum, finna vísbendingar og færa fram til frekari rannsóknar.  Sífellt þarf að þróa og skilgreina leitarþjarka svo greina megi mögulega misnotkun.

Að lokum koma svo Júlíus Pétur Guðjohnsen frá Símanum og fjallaði um „Úr innanhús hýsingu í skýið, BI og gagnadrifnar ákvarðanir“  sem hann skýrði í meginatriðum vinnuna sem unnin er hjá símanum við að endurnýja vöruhús fyrirtækisins og flytja það einfaldað og uppfært yfir í azure hýsinguna hjá Microsoft.  Fjallaði hann um mikilvægi ferla, greiningu og hönnun á nýju umhverfi við flutning og uppfærslu.

Að vinna með gögn og gæta að virði þeirra í hörgul, getur skipt sköpum vinnan sem sett er í að greina vel í upphafi hvernig þau eru tilkomin, verði vistuð, með hvaða stuðning og hvernig þau eigi að vera framsett.  Mikilvægi þess að einfalda, samhæfa og gæta þess að styðja við þekktar staðlaðar leiðir við meðferð gagnavinnsla, gerir gögnin mun verðmætari en ella.  Sparnaður sem fæst með því að vinna heimavinnuna vel í grunninn, getur virðið margfalldast því samhæfðari sem framsetning er og flækjustig minnkað.  Möguleikarnir til að vinna úr vel útfærðum gögnum með sjálvirkum vinnslum verður mikill samfara gæðum sem sett eru í gagnavinnslur og hýsingu.

Rými var fyrir spurningum úr sal og fengu fyrirlesarar spurningar tengt umfjöllunarefni sínu sem gaf færi á praktískum svörum sem gerðu áhersluna á grunnvinnslur og staðlaðan frágang gagna, gerir framsetningu og úrvinnslu upplýsinga að meiri gæðum en ella.  Í upphafi skal endinn skoða.

Gestur Andrés Grjetarsson tók saman.

Skoðað: 405 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála