Skip to main content
2. júní 2022

EuroScitizen

01 Logo Euroscitizen Final OKEuroScitizen er COST verkefni (COST action) sem hefur þann tilgang að byggja upp vísindaleg samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. Fjármagnið sem verkefnið fær frá Evrópusambandinu er ekki ætlað beint í rannsóknir heldur í fundi, ráðstefnur, vinnusmiðjur, þjálfun og vettvangsheimsóknir til að stuðla að samskiptum þar sem hægt er að skiptast á reynslu og niðurstöðum rannsókna, hanna nýjar rannsóknir og leita að leiðum til að kynna rannsóknir fyrir almenningi á skilvirkan hátt.

COST LOGO EU

Megin þemað í verkefninu er að skoða vísindalæsi og er þróun, eða þróunarlíffræði, tekið sem dæmi um vísindagrein þar sem vísindalæsi skiptir miklu máli. Allir kannast við endalaust magn af upplýsingum á netinu og samskipamiðlum, en færni okkar í vísindalæsi hjálpar okkur við að meta allar þessar upplýsingar. Vísindalæsi er hæfni til að meta, beita og skilja vísindalega þekkingu og hvernig hún er sett fram og hún er mikilvæg fyrir alla, ekki bara þá þá stunda fræðilegt nám. Hún er forsenda þess að skapa þekkingarsamfélag og gerir okkur kleift að taka upplýstar ákvarðanir. Þróun eða þróunarlíffræði er mikilvægt svið vísinda og hefur mikla samfélaglega þýðingu s.s. hvernig við bregðumst við loftlagsbreytingum, lyfjaónæmi, fæðuöryggi og nýjungum í læknisfræði. Hins vegar er þekkingu á þróun oft misskilin eða jafnvel hafnað sem gerir hana tilvalda sem líkan til að skoða, rannsaka og þróa vísindalæsi til úrbóta í Evrópu.

lond

Þátttakendur í EuroScitizen eru nær 200 frá 35 landi og má sjá löndin á mynd 1. Verkefninu er skipti fimm vinnuhópa þar sem fyrsti vinnuhópurinn sér um mat á viðhorfum til þróunar og þekkingar á þróunarferlum og hugtökum í Evrópu, annar vinnuhópurinn fjallar um formlega menntakerfið, sá þriðji snýr að óformlega menntakerfinu, sá fjórði fjallar um samskiptamiðla og sá fimmti einbeitir sér að vísindamönnum. Þátttakendur koma úr ýmsum áttum, s.s. þróunarlíffræðingar, menntunarfræðingar, kennarar, sagnfræðingar og fjölmiðlafræðingar og hafa það sameiginlega markmið að búa til og greina aðferðir sem hægt er að nota til að bæta vísindalæsi almennings.

Ég, sem fulltrúi Íslands, hef lagt mestu vinnuna í fjórða vinnupakkann þar sem er lögð áhersla á að finna bestu leið til að tengja vísinda- og menntasamfélögin við fjölmiðla, blaðamenn og útgefendur, til að koma á framfæri öflugum, sannfærandi og áhrifaríkum upplýsingum sem auka skilning og vísindalæsi almennt. Myndin hér fyrir neðan sýnir betur hvaða þætt er verið að vinna með.

euroscitizen stakeholders 768x792

Hópurinn hannaði spurningalist til að safna gögnum um núverandi stöðu vísinda-blaðamennsku og vísindafjölmiðlun í þátttökulöndunum til að greina stöðuna og leita að frumkvæði og nýjungum á þessu sviði. Eins og allir vita þá er erfitt að fá góða svörun við spurningalistum, en þó fengust 343 svör og er verið að vinna úr þeim. Vonast hópurinn til að geta komið fram með tillögur að góðum leiðum til að koma vísindalegri þekkingu á framfæri. Hópurinn hefur í þeim tilgangi unnið að kynningarefni fyrir almenning og skipulagt vinnustofu fyrir vísindamenn og blaðamenn til að auðvelda samskipti og þekkingarmiðlun þeirra á milli. Hópurinn hélt sex vinnustofur frá júní 2021 til febrúar 2022: Vísindablaðamennska (Peter Hyldgård); Að sameina sjónræna og skrifaða þætti í vísindasamskiptum (Filipa Vala og Gil Costa); Vísindi og fjölmiðlar: Samsvörun gerð á himnum (Sara Sá, Renata Pinto); Að skrifa um vísindi fyrir fjölmiðla (Rita Ponce); Að lágmark-kostnaður við vísinda vídeó: frá framleiðslu til samskipta (Miguel Ferreira). 

Ég hef einnig teki þátt í vinnuhóp fimm þar sem verið er að skoða hvernig hægt er að tryggja skilvirka þátttöku vísindamanna í útbreiðslu og þróun á efni til almennings. Markmiðið er að öðlast betri skilning á núverandi starfsháttum þegar vísindamenna vinna að útgreiðslu niðurstaðna og að auka vitund um ávinninginn fjölbreyttari leiða til miðlunar fyrir bæði vísindamenn og almenning . Í þessum tilgangi hefur verið unnið að endurskoðun á því hvernig vísindamenn koma sínu efni á framfæri með það markmið að bæta vísindalæsi. Verið er að þróa verkfæri og  efni til að auka þátttöku vísindamanna í útbreiðslu efnis til almennings.

Covid-19 faraldurinn hefur auðvitað sett strik í reikninginn og komið í veg fyrir staðbundna fundi og vinnustofur sem voru á dagskrá en netið hefur verið nýtt til hin ítrasta og sýnt fram á að margt er hægt að gera án þess að hittast í raunheimum. Þó er ljóst að margt skemmtilegra er hægt að gera þegar hópur hittist, s.s. að spjalla óformlega og kynnast betur.

Hér hef ég aðeins sagt lauslega frá COST verkefninu EuroScitizen og hvet alla sem áhuga hafa á að efla vísindalæsi að fara á vefsíðu verkefnisins og kynna sér það betur því að margt er í gangi í vinnuhópunum fimm, sem ég hef ekki dregið fram hér og á næstunni mun meira af efni koma frá hópunum, sjá http://www.euroscitizen.eu/.  

Set líka hér inn lista yfir afurðir verkefnisins sem birtar hafa verið:

  • Kuschmierz, P., Meneganzin, A., Pinxten, R., Pievani, T., Cvetković, D., Mavrikaki, E., Graf, D. & Beniermann, A. (2020). Towards common ground in measuring acceptance of evolution and knowledge about evolution across Europe: a systematic review of the state of research. Evolution: Education and Outreach, 13(1), 1-24. https://evolution-outreach.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12052-020-00132-w
  • Beniermann, A., Kuschmierz, P., Pinxten, R. Aivelo, T., Bohlin, G., Brennecke, J. S., Cebesoy, U. B., Cvetković, D., Đorđević, M., Dvořáková, R. M., Futo, M., Geamana, N., Korfiatis, Κ., Lendvai, A., Mogias, A., Paolucci, S., Petersson, M., Pietrzak, B, Porozovs, J., Realdon, G., Savković, U., Sofonea, M. T., Šorgo, A., Stermin, A. N., Torkar, G., Uitto, A., Vázquez-Ben, L., & Graf, D. (2021, February 22). Evolution Education Questionnaire on Acceptance and Knowledge (EEQ) – Standardised and ready-to-use protocols to measure acceptance of evolution and knowledge about evol in an international context. Zenodo. http://doi.org/10.5281/zenodo.4554742ution
  • Kuschmierz, P., Beniermann, A., Bergmann, A., Pinxten, R., Aivelo, T., Berniak-Woźny, J., Bohlin, G., Bugallo-Rodriguez, A., Cardia, P., Cavadas, B. F. B. P., Cebesoy, U. B., Cvetković, D. D., Demarsy, E., Đorđević, M. S., Drobniak, S. M., Dubchak, L., Dvořáková, R. M., Fančovičová, J., Fortin, C., … & Graf., D. (2021). European first-year university students accept evolution but lack substantial knowledge about it: a standardized European cross-country assessment. Manuscript submitted for publication.
  • Sá-Pinto, Xana; Realdon, G.; Torkar G.; Sousa B.; Georgiou M.; Jeffries A.; Korfiatis K.; Paolucci, S., Pessoa, P., Rocha, J.,  Stasinakis, P.K., Cavadas, B., Crottini, A., Gnidovec, T., Nogueira, T., Papadopoulou, P., Piccoli, C., Barstad, J., Dufour, H.D., Pejchinovska, M., Pobric, A., Cvetković, D., Mavrikaki, E. (2021) "Development and validation of a Framework for the Assessment of school Curricula on the presence of Evolutionary concepts (FACE). Evolution: Education and Outreach 14 3 : https://doi.org/10.1186/s12052-021-00142-2.
  • Adnađević, Tanja; Milosevic, Tamara; Radovčić, Davorka (2020) – Exploratory study of evolution-themed, non-formal education in Europe https://zenodo.org/badge/DOI/10.5281/zenodo.3712725 

Ásrún Matthíasdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík tók saman.

Heimildir:

EuroScitizen building in Scientific Literacy in Evolution in Europe

Frístundalæsi (reykjavik.is)

Skoðað: 635 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála