Skip to main content
15. september 2022

Hagnýting gagna

fyrirlesarar 2215H 0bb4e05eHádegisfundur Ský var haldinn á Grand Hotel Reykjavík þann 14. september 2022. Efni fundarins að þessu sinni var hagnýting gagna og fundarstjóri var Hlynur Hallgrímsson frá Reykjavíkurborg.

Fimm fyrirlesarar héldu tölu og var fyrst á svið Einar Gunnar Thoroddssen frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fyrirlesturinn hans kallaðist Öryggisflokkun gagna ríkisins sem tekur til allra gagna sem ríkisaðilar safna, vista, vinna með, búa til og gera aðgengileg. Einar fjallaði m.a. um hvers vegna nauðsynlegt sé að deila sögum með öruggum hætti og að stunda einskráningu ganga (Once Only Principle). Nauðsynlegt sé að færa gagnageymslu í skýjaþjónustu þar aðilar geta sótt sér gögn eftir þörfum í eina grunnskrá. Á Íslandi voru sett ákveðin viðmið við flokkunina. Öll gögn hafa virði og skiptast í fjóra flokka: Opin, varin, sérvarin og afmörkuð. Fyrstu þrjá flokkana má vista hvar sem er innan EES en þann fjórða aðeins á Íslandi.

Næst á svið var Arndís Vilhjálmsdóttir frá Hagstofu Íslands með fyrirlesturinn Hagstofan sem gagnamiðlari – hvað getur Hagstofan gert til að styðja við samkeppnishæfni Íslands. Arndís lagði áherslu á að hægt væri að líta á gögn sem auðlind, endur- og samnýtanleg. Hvað Ísland varðar væri hæg að líta á þau sem fisk framtíðarinnar því þarna væru tækifæri fyrir ýmsa gagnadrifna nýsköpun. Fyrst og fremst þar Ísland að búa til sameiginlegt gagnarými vilji það bæta samkeppnishæfni inna Evrópu og samræma gögn samkvæmt evrópskum stöðlum. Evrópa hefur sett sér skýra gagnastefnu og spurning en hvort við viljum taka þátt í henni. Þ.e. hversu raunhæf er hún, hver á að vinna hana og hvernig? Til þess að svo verði þarf að fara fram samtal milli stofnana sem koma að gagnavinnslu. Það þarf að setja upp regluramma (m.a. öryggisflokkun gagna), byggja upp vél- og hugbúnað, byggja upp gagnafærni, setja upp sameiginleg gagnarými og vita hvernig umgangast skuli gögn. Hagstofa Íslands gæti orðið slík „fiskvinnsla“ – þ.e. miðlægur íslenskur gagnamiðlari.

Þriðji fyrirlesarinn var Sonja Arnórsdóttir hjá PLAY með Mikilvægi gagna við ákvörðunartöku í hröðu umhverfi flugfélags. Hún lýsti því hve mikil áskorun það hafði verið a stofna flugfélag á óvissutímum COVID-19 þegar flug lá að mestu leyti niðri um allan heim. Mörg flugfélög voru að treysta á gamla aðferðafræði og gagnagrunna sem gerðu ekki ráð fyrir þeirri stöðu sem komin var upp.  Breyta þurfti því aðferðafræðinni töluvert til að komast á þann stað sem PLAY er í dag. Söluleg gögn eru mjög mikilvæg fyrir flugfélög og PLAY bjó ekki yfir neinu slíku. En fyrri reynsla starfsmanna frá WOW nýttist vel og fyrirtækið var í góðri stöðu að byrja með nýjan gagnagunn, hannaðan af Maven. Sonja fór svo í gegnum gagnaferli fyrirtækisins og hin ýmsu tæki sem notuð eru.

Kyle Smith frá Smitten var næstur með fyrirlesturinn Dating as a Service (DaaS) eða Stefnumót sem þjónusta. Fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Hann fjallaði um hvernig gagnasöfnun og -rýni nýtist fyrir sterfnumótaappið og fór yfir þau ýmsu forrit sem Smitten notar. Hver einstaklingur sem býr til aðgang veitir appinu gögn sem gagnast við að bæta frammistöðu þess og þann algoriþma sem það byggir á. Miklu skiptir að skilja mismundi hópa fólks, hvernig þeir hegða sér á appinu og hvers vegna. Ekki síður sé mikilvægt að greina hvers vegnar fólk kýs að hætta og þau gögn getur verið erfitt að afla.

Síðasti fyrirlesari dagsins var Gunnar Gunnarsson frá Creditinfo með fyrirlestur sem kallaði Hagnýting fyrirtækjagagna. Fjallaði hann um mikilvægi þess að fyrirtækjagögn séu áreiðanleg og sýndi með dæmum hvernig þau eru nýtt í hagnýtu skyni. Creditinfo heldur fyrst og fremst utan um vanskilaskrá og þar spilar lánshæfimat fyrirtækja stóra rullu. Gunnar lýsti svo snjallákvörðun CreditInfo sem er sjálfvirkt ákvörðunarkerfi fyrir fyrirtæki til að meta önnur, t.d. með því að meta hvort veita eigi greiðslufrest.

Fundi var svo slitið kl. 13.45.

Ásta Gísladóttir tók saman.

Skoðað: 324 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála