Skip to main content
20. október 2022

Persónuupplýsingar í tilkynningum

Agust örnÍ dag eru tilkynningar í snjalltækjum mikilvægur partur af daglegu lífi margra, hvort sem það eru tilkynning um tíma hjá tannlækni, ný hugbúnaðaruppfærsla eða skilaboð frá samfélagsmiðlum. Þetta er mikilvægar upplýsingar og eru partur af lífi margra þar sem að það hjálpar okkur að fylgjast með öllu. En er hugsanlegt að þú sjáir full mikið í þessum tilkynningum, geta þær verið skaðlegar og skiptir það einhverju máli hver sér þær?

Flestir líta á tilkynningar sem mjög gagnlegar og spá ekki mikið út í hvað kemur fram í hverri tilkynningu enda eru þær svo margar eða í kringum 642 á hverjum einasta degi. Megnið af þessum tilkynningum eru jafnvel eitthvað sem við fylgjumst ekkert með og lesum kannski ekki þó það séu alltaf einhverjar upplýsingar í þeim. Þrátt fyrir að skilaboð frá samfélagsmiðlum og félagslegar tilkynningar láti þér finnast þú vera meira tengdur öðrum þá er það sem kemur fram í þessum tilkynningum sem ég vill skoða og hvernig þær geta skapað neikvæða upplifun.

Til að skoða hvernig tilkynningar geta verið skaðlegar þurfum við að skoða hvaða upplýsingar koma fram í þeim og hverjir hafa aðgang að þeim upplýsingum. Þér gæti fundist í lagi að náinn vinur sjái hvert þú ert að fara út að borða en kannski fundist óþægilegt ef einhver ókunnugur hafi sömu upplýsingar um þig.

Árið 2021 var gerð könnun í Bandaríkjunum sem skoðaði einmitt þetta og út úr henni kom það fram að 61% þátttakenda höfðu upplifað neikvæða upplifun með tilkynningar í sínum snjalltækjum. Mér finnst þetta vera full há prósenta, margir sem hafa lent í einhverju neikvæðu út af einhverju sem ég fylgdist ekkert mikið með fyrir stuttu. Þá er spurningin er eitthvað sem við getum gert til að minnka líkurnar á að þetta komi fyrir?

Auðvitað er hægt að passa sig að hreinsa tilkynningar áður en þú réttri frá þér snjalltækið en þá er möguleiki á því að það birtist ný tilkynning á meðan einhver annar er með tækið þitt. Ég tel þó að besta leiðin sé að skoða stillingar á þínu tæki, það er hægt í flest öllum tækjum að stilla tilkynningar fyrir hvert einasta forrit fyrir sig. Þú getur þá valið þau forrit sem eru líklegust til að birta persónulegar upplýsingar um þig og þá minnkað líkurnar á því að hver sem er geti séð þessar upplýsingar.

Í framtíðinni er vonandi hægt að nota tækni sem getur komið í veg fyrir að persónuupplýsingar komi fram í tilkynningum. Það gæti t.d. verið byggt á gervigreind notar myndavélina til að finna út hvort að þú sért ein(n) eða fela tilkynningar í læstu hólfi sem þú þarft lykilorð til þess að komast í. Þetta er eitthvað sem að ég vona að verði hægt fyrr en seinna.

Auðvitað eru tilkynningar frábærar og eru þær mjög mikilvægar í mínu lífi þar sem ég treysti á að tækið mitt láti mig vita um leið og einhver skilaboð koma inn. Ég hef samt lent í því að einhver hafi séð upplýsingar í tilkynningu á mínu tæki sem sá aðili átti ekki að fá að sjá.

Ég er farinn að skoða betur mínar tilkynningar þar sem að það er margt í þeim sem ég fæ sem ég er ekki til í að hver sem er sjái og tek ég skref til að koma í veg fyrir að það gerist. Ég spyr líka, er þörf á að birta allar þær upplýsingar sem koma fram eða er nóg að vita hvaða forrit senti út tilkynninguna?

Höfundur: Ágúst Örn Eiðsson nemandi við Háskólann í Reykjavík.

Heimildir:

  1. Sameer Patil og Priyanka Verma. (27. september 2021), Exploring Privacy Aspects of Smartphone Notifications, https://dl.acm.org/doi/10.1145/3447526.3472065
  2. Martin Pielot, Karen Church, Rodrigo de Olivera (23. september 2014), An in-situ study of mobile phone notifications https://dl.acm.org/doi/10.1145/2628363.2628364
Skoðað: 344 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála