Skip to main content
10. nóvember 2022

Er jákvæð hlið á því að fyrirtæki sækja gögnin okkar?

garðarFlest fyrirtæki sem eru með viðskiptin sín á Internetinu í dag sækja sér upplýsingar um notendur sína. Þegar notandi opnar vefsíðu fyrirtækis í fyrsta skipti samþykkir notandi kökur (e. cookies) og þar með leyfir fyrirtæki að fylgjast með hvað við ýtum á, hvað við skoðum og viljum. Með þessum hætti geta fyrirtæki eins og Facebook og Google haldið vörunum sínum fríum. Jú fyrirtækin selja einfaldlega gögnin um notendur til annarra fyrirtækja sem vilja auglýsa sínar vörur. Þetta er umdeilt í samfélaginu okkar um hvort þetta sé slæmt eða gott. Hvar finnur maður jákvæðu hliðina á þessu fyrirbæri?

Hvaða gögn er verið að sækja?

Gögnin sem sótt er af ýmsum sviðum internetsins innifelur í sér persónuleg, tilfinningarleg og hegðunar gögn sem hjálpar fyrirtækjum að skilja notendur sína betur (Panaitescu, 2022). Ég tel þessa þróun hafa gert jákvæða hluti í sambandi við notanda upplifun. Við lifum í samfélagi sem notar vafra ansi mikið og oft sjáum við hluti sem okkur langaði nákvæmlega í. Það gerist ekki á sjálfu sér, heldur eru það fyrirtækin að nýta gögnin sín í rétta hluti.

 Persónuleg gögn er til að mynda nafn, aldur, netfang og fleira. Hegðunargögn skoðar hvaða mynstur notandi myndar við verslun, hvaða vörur notandi skoðar oftast og hvaða vöruflokka notandi leitar í. Tilfinningarleg gögn eru gögn sem eru veitt af notanda með því að svara stuttum spurningum eða könnunum. Öll þessi gögn eru notuð til þess að mynda þjónustu sem er sér valin fyrir notanda. (Panaitescu, 2022)

Þetta er ekki einungis gert í gegnum tölvur heldur eru kökur (e. cookies) einnig í gegnum öll snjalltæki sem komast á internetið. Hver einasta auglýsing sem maður fær á Instagram eða Facebook er sérstaklega stíluð á þig. Gögn eins og hversu lengi þú skoðaðir vöruna eru geymd. Ef notandi hoppar alltaf yfir þessa auglýsingu þá fattar reikniritið (e. algorithm) að notandi vil ekki sjá þessa auglýsingu og því er best að skipta um.

Það getur verið ógnandi að hugsa um þetta, tilhugsunin að einhver einn sé að skoða þín eigin gögn, en það er hins vegar ekki málið. Þessi gögn eru sett í reiknirit sem reiknar þetta alveg sjálft, og gögnin sjálf eru bara geymd í gagnaverum. Ég held að ekki margir hefðu áhuga á Facebook status ömmu minnar í gær. (Ward, 2019)

Áhættur

Með persónugögnum koma auðvitað áhættur. Við tökum sífellt áhættu í hvert skipti sem við opnum vefsíður. Á hvaða stundu gæti hakkari (e. hacker) komið sér í gagnaver og stolið persónulegum upplýsingum um notanda. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja gögnin sín vel.

Það er síða sem heitir „have I been pwned“ https://haveibeenpwned.com/ sem einfaldlega segir þér hvort að þitt netfang hafi nokkurn tímann verið stolið. Margar milljónir netfanga hefur verið stolið af hökkurum í gegnum árin þar sem fyrirtæki voru með öryggisgalla. Þetta er aðal áhætta okkar, og við setjum allt traustið í hendur fyrirtækja.

Önnur áhætta sem vakir yfir okkur notendum, er sú að selja gögnin okkar til annarra fyrirtækja sem eru með illar áætlanir fyrir þeim gögnum. Fyrirtæki sem nota þessi gögn til þess að njósna um notendur. Við auðvitað höldum í vonina að þetta skyldi aldrei gerast fyrir okkur.

Hver er bjarta hliðin á þessu öllu?

Það sem ég sé sem jákvætt við gögnin sem við gefum fyrirtækjum, er þrennt; betri og sérstök þjónusta, hjálpa við fjórðu iðnbyltinguna, og að aðstoða minni fyrirtæki að stækka. (Alavi, 2020)

Betri þjónusta er auðvitað gefið. Ég talaði um það hér að ofan, en að fá auglýsingu fyrir þeim hlut sem þig vantar sé ég sem algjöra galdra. Ég þarf ekki lengur að reyna að finna hvað mig langar í heldur frekar mætir það bara til mín.

Hvernig erum við að hjálpa við fjórðu iðnbyltinguna? Jú gögnin okkar mynda og móta upplýsinga heiminn og hjálpar því fólki sem er að hanna og búa til vörur eða þjónustu til þess að betrumbæta sínar vörur. Með þessum gögnum sem við gefum gerum við það kleift að höldum ávallt áfram að þróa tækniheiminn.

Við ósjálfrátt hjálpum minni fyrirtækjum að stækka með því að vera á netinu. Það er töluvert auðveldara fyrir nýtt fyrirtæki að auglýsa sig á Instagram heldur en að vonast eftir því að einhver skoði bls. 8 í dagblaðinu. Þetta finnst mér gott fyrir samfélagið okkar í heild sinni.

Það er eflaust fleira jákvætt sem ég er ekki að hugsa og því verður maður að vega og meta það jákvæða, og það neikvæða. Yfirgnæfir það jákvæða það neikvæða? Það finnst mér allavega, og ég bíð spenntur eftir næstu auglýsingu sem ég fæ.

Höfundur: Garðar Ingi – nemandi í Háskólanum í Reykjavík

Heimildir

Alavi, T. (2020, 11 30). 4 Benefits You Receive by Sharing Your Data to Companies. Retrieved from Towards Data Science: https://towardsdatascience.com/4-benefits-you-receive-by-sharing-your-data-to-companies-70ca58e11989

Panaitescu, A. (2022, 3 25). 8 Benefits of Using Customer Data. Retrieved from Omnicovert: https://www.omniconvert.com/blog/customer-data-benefits/

Ward, J. (2019, 2 4). Why data, not privacy, is the real danger. Retrieved from nbcNews.

Skoðað: 340 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála