Skip to main content
24. nóvember 2022

Persónulega skýjatölvan

FHafliðiyrir ekki svo löngu voru bankarnir og fleiri stofnanir með risa stórar tölvur sem gátu verið á stærð við heilu herbergin. Með tímanum minnkaði vélbúnaðurinn þrátt fyrir aukinna reiknigetu. Microsoft og Apple kynntu sínar útgáfur af heimilistölvum sem urðu gífurlega vinsælar en í framhaldi af því varð snjallsíminn vinsælasta tölvan og er ríkjandi í dag. En hvernig verður vinsælasta tölva framtíðarinnar?

Margbreytilegar tölvur

Ein af helstu ástæðum fyrir velgengni snjallsíma er hversu auðvelt er að nota þá. Hér er ekki verið að tala um viðmót á stýrikerfi heldur hversu smáir og meðferðalegir þeir eru. Svo lengi sem að það er líf á batteríinu þá getur þú notað símann hvar sem er og notað hann í flest. Fartölvan er mun betri í því að vinna verkefni sökum þess að vera yfirleitt kröftugri og að hafa þægilega stærð á lyklaborði og mús. En þú þarft að hafa ágætis aðgengi að borði eða að minnsta kosti stól til þess að geta unnið almennilega á hana. Loksins er það svo borðtölvan sem er öflugasta persónulega tölvan sem að þú getur keypt þér.

Helsti galli borðtölvunnar er að ferðast með hana. Það tekur langan tíma og þú þarft að hafa gott borðpláss til þess að setja hana upp ásamt því að kaupa tölvuskjá. En væri hægt að blanda þessu öllu saman í eina tölvu sem að hefur reiknigetu á við góða borðtölvu og meðferðaleika snjallsíma?

Áskrift í stað kaupa

Breyting á verslunarhætti Vesturlandabúa hefur átt sér stað. Fólk er að færast frá því að kaupa sér hluti yfir í það að kaupa sér áskrift að þeim. Fyrir nokkrum árum þótti eðlilegt að fara og kaupa sér geisladiska til þess að eiga. Hvort sem að það voru myndir, leikir eða nýjasta nýtt úr tónlistarheiminum. Það breytist svo og færðist yfir í stafræna hluti þar sem fólk keypti myndir á netinu, leiki á Steam og lög á iTunes. Allt þetta á það sameiginlegt að vera staðbundið nema fólk geri sérstakar ráðstafanir áður en haldið er út af heimilinu. Önnur breyting átti svo eftir að eiga sér stað og er áskriftaleiðin. Fólk hætti að eiga þessi gögn og keyptu frekar aðgengi að þeim. Allt færðist yfir á streymisveitur og þá þurfti ekki að geyma neitt heldur einfaldlega sækja það í gegnum netið og sama hvaða tæki þú varst á. Þessi þróun hefði ekki geta átt sér stað nema vegna hraða Internetsins og skýjalausna.  

Nýja tölvan

Skýjatölvur eru ekkert nema venjulegar tölvur sem að geymdar eru saman á einum stað og hægt að stjórna þeim í gegnum Internetið. Það þægilega við þessar tölvur er að það er möguleiki á að búta þær niður í fleiri smærri sýndartölvur ef þörf er á og einnig auðvelt að hreinsa þær eftir notkun. Hægt er að stjórna skýjatölvu í gegnum snjallsíma og gefur það okkur möguleikann á því að vera með snjallsíma sem að er töluvert kröftugri heldur en hefðbundin borðtölva.

Þegar horft er til framtíðar þá finnst undirrituðum það sennilegt að fáir munu eiga tölvu í framtíðinni og frekar vera í áskrift að tölvu í gegnum skýjaþjónustu. Þjónustan væri svo að þú myndir ganga um með ákveðið apparat á þér svo sem úr eða þess háttar sem að væri nettengt. Svo væri möguleiki á því að geta tekið lítinn snertiskjá upp úr vasanum sem myndi tengjast við úrið og þar með skýjatölvu sem væri þá með sérstakt stýrikerfi og myndi varpa því á snertiskjáinn. Svo þegar í skólann væri komið, eða heim, þá myndir þú tengja þig við aðra stærð af skjá og jafnvel við mús og lyklaborð ef þess væri þörf en áfram sama stýrikerfi og sama reiknigeta. Hér væri notandi að borga áskriftar gjald hjá fyrirtæki í skýjaþjónustu og aðeins ganga um með agnarsmáa nettengda tölvu sem að myndi svo tengja sig við þjónustuna.

Þetta er þó aðeins framtíðarspá og þar með er ekki nokkur leið að vita hvort að skýjatölvan muni ná vinsældum á þessu sviði. Eina sem hægt er að gera er að bíða spenntur eftir þróun tækninnar og sjá hvernig hún verður.

Höfundur: Hafliði Stefánsson nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildaskrá

Hennick, Calvin. (2020, 3 júní). Will Every Business be a Subscription Business. Sótt 26. september 2022 af https://www.nutanix.com/theforecastbynutanix/business/why-subscription-businesses-are-proliferating

Amazon Web Services. (2022). What is cloud computing. Sótt 26. september 2022 af https://aws.amazon.com/what-is-cloud-computing/

Skoðað: 308 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála