Skip to main content
1. desember 2022

Kosningar og Facebook

ElisabetFacebook er vel þekktur samfélagsmiðill og hefur verið virkur síðan árið 2004. Aðaltilgangur þess virðist vera að geta deilt því sem er í gangi í lífi manns með öðrum og til að finna fólk sem deilir sömu áhugamálum og maður sjálfur. Facebook er einnig mjög þekkt fyrir upplýsingasöfnun á notendum sínum sem það notar svo til þess að selja markvissar auglýsingar til notenda sinna. Við höfum öll lent í því að hafa t.d. keypt svefnpoka fyrir útilegu á netinu og svo sama kvöld fengið auglýsingu fyrir tjaldi. Einhvern veginn vissi samfélagsmiðillinn nákvæmlega hvað okkur vantaði. Auglýsingarnar á Facebook eru sýndar notendum eftir nákvæmum prófíl sem reiknirit hefur búið til byggt á athöfnum okkar á netinu (Leetaru, 2018). Vefsíðan er ókeypis í notkun en við borgum fyrir hana með friðhelgiokkar.

Kosningar og Facebook virðast ganga hönd í hönd. Þeir sem standa fyrir kosningum nýta sér oft samfélagsmiðla til að auglýsa kosningaherferðina sína og loforðin sín. Facebook er þá sérstaklega vinsælt og hentar einstaklega vel fyrir þessa aðila til að koma skilaboðunum sínum áfram. Þá sérstaklega hafa upplýsingarnar sem Facebook safnar um notendur sína verið notaðar og þá komum við að Cambridge Analytica hneykslinu. Í því tilfelli nýtti fyrirtækið Cambridge Analytica sér upplýsingar um notendur frá Facebook.

Sagan segir að gagnafræðingurinn Alexandr Kogan var ráðinn af fyrrnefndu fyrirtæki til að þróa snjallforritsem var kallað „This Is Your Digital Life“. Tilgangur þessa snjallforrits var að Facebook notendur myndu samþykkja og fá borgað fyrir að taka könnun. Niðurstöðurnar úr þessari könnun áttu aðeins að vera notaðar í fræðilegum tilgangi en svo varð ekki raunin (Wikipedia.(á.á)). Facebook nefnilega gerir öðrum mjög auðvelt að nálgast persónuupplýsingar notenda (Leetaru, 2018). Af þessari ástæðu var ekkert mál fyrir This is Your Digital Life snjallforritið að ná í persónuupplýsingar þeirra sem svöruðu könnunni og persónuupplýsingar vina þeirra á Facebook.

Cambridge Analytica var þá komin með í hendur sínar persónuupplýsingar hjá milljónum af Facebook notendum án þeirra leyfis. Það eitt og sér hefði ekki verið mikið vandamál (þó nokkuð siðlaust) en svo komst upp að Cambridge Analytica var að selja þessar upplýsingar til stjórnmálamanna. Þessir stjórnmálamenn fengu þá í hendurnar persónuupplýsingar notenda og einnig hvar þessir notendur lentu á hinu pólitíska grafi. Þetta var svo auðvitað notað til þess að gera markvissar auglýsingar til mögulegra kjósenda. Það komst upp um hneykslið árið 2018 og í kjölfar þess varð myllumerkið „DeleteFacebook“ vinsælt. Facebook lenti í töluverðum vandræðum eftir að hneykslið kom upp en stendur enn þá nokkuð sterkt meðal risa samfélagsmiðlanna þó að vinsældir þess séu dvínandi (Wikipedia.(á.á)).

Þetta er hinsvegar ekki eina skiptið sem Facebook hefur komið að kosningum. Eitt fremur jákvætt dæmi um er tilraunin þeirra með „I Voted“ límmiðann. Árið var 2010 og tilraunin fólst að Facebook gerði notendum sínum kleift að bæta við „I Voted“ límmiða á prófílmyndina sína til að sýna að þau höfðu kosið í miðstjórnarkosningum í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar úr þessari könnun, samkvæmt Facebook, voru að með þessum einfalda límmiða þá náði Facebook að hvetja 340.000 manns til að kjósa sem hefðu annars ekki kosið (Avantika Monnappa, 2022).

Facebook safnar alveg ótrúlegu magni af upplýsingum um notendur sína og Cambridge Analytica hneykslið sýndi að það er vel hægt að misnota upplýsingarnar. I Voted límmiðinn sýnir líka að Facebook getur haft alveg gríðarleg jákvæð áhrif á kosningar. Facebook hefur leitt af sér góða hluti en Facebook hentar líka stórkostlega vel fyrir þá sem vilja dreifa áróðri en þá minnist ég sérstaklega á falsfréttir sem geta haft sterk áhrif á kosningar og niðurstöður þeirra(Gabby Deutch, 2020). Að mati höfunds þá held ég að það sé kannski kominn tími til að leggja Facebook á hilluna og notfæra okkur einhvern annan miðil sem græðir minna á að nota okkur sem vörur.

Höfundur: Elísabet Líf Birgistdóttir

Heimildaskrá:

-Kalev Leetaru. (2018). What does it mean for social media platforms to sell our data. Forbes. Sótt 27. september 2022 af https://www.forbes.com/sites/kalevleetaru/2018/12/15/what[1]does-it-mean-for-social-media-platforms-to-sell-our-data/

- Wikipedia. (á.á). Facebook-Cambridge Analytica data scandal. Sótt 27. september 2022 af https://en.wikipedia.org/wiki/Facebook%E2%80%93Cambridge_Analytica_data_scandal

- Avantika Monnappa. (2022). How Facebook is using big data. Simplilearn. Sótt 28. september 2022 af https://www.simplilearn.com/how-facebook-is-using-big-data-article

-Gabby Deutch. (2020). Facebook-super spreader election misinformation. Newsweek. Sótt 28. september 2022 af https://www.newsweek.com/facebook-super-spreader-election[1]misinformation-1543306

Skoðað: 263 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála