Skip to main content
8. desember 2022

Þróun fjarvinna í stafrænum heimi

oddnyMikil þróun hefur orðið í tækni og er sífellt að koma nýjar upplýsingar varðandi tækni. Þegar COVID19 skall á þurftu flest fyrirtæki að bregðast við og galdra fram nýja lausn þegar kom að því  að  starfsfólk  þurfti  að  vinnu  að  heiman.  Það  hefur  aftur  á  móti  sýnt  sig  að  starfsfólk  vill halda í það, þótt það væri bara hluta af vikunni. Hér að neðan ætla ég að koma með nokkra punkta um fjarvinnu og þau áhrif sem hún getur valdið.

Mismunandi val á vinnuviku

Fólk  er  auðvitað  mismunandi  og  hver  og  einn  er  með  sína  eigin  hugmynd  um  hvað  sé  hin fullkomna vinnuvika. Fyrirtæki á Íslandi hafa tekið mis vel í þessa þróun. Sum fyrirtæki bjóða upp á frjálst val þegar að kemur að fjarvinnu en önnur bjóða upp á fjölda daga sem eru í boði til að vinna að heiman. Sum fyrirtæki bjóða ekki upp á neina fjarvinnu og svo eru önnur fyrirtæki sem eru ekki með höfuðstöðvar og því bara fjarvinna í boði. Ég tel að á næstu árum verður það krafa starfsmanna að fá að hafa frjálst val til þess að vinna að heiman. Fyrir marga er gott að geta unnið að heiman en fyrir aðra vilja þeir félagslega þáttinn við að mæta niður í vinnu.

Fjárhagslegir kostir og gallar fjarvinnu fyrir fyrirtækin

Til þess að bjóða upp á fjarvinnu þurfa aftur á móti fyrirtæki að bjóða allskonar búnað til þess að hægt sé að vinna að heima. Sem dæmi um þetta er t.d. tölvuskjár, lyklaborð, net og margt annað. Annað sem aftur á móti minnkar kostnað fyrir fyrirtæki þegar þau bjóða upp á fjarvinnu er skrifstofupláss. Þegar fólk er tilbúið að vinna heima, þótt það sé bara að hluta til, þá getur fyrirtækið boðið upp á “hótelborð”, þar sem starfsmenn geta pantað borðið fyrir daginn, eða haft  “fyrstur  kemur  fyrstu  fær  borð”.  Þetta  veldur  því  að  fyrirtæki  geta  stækkað  án  þess  að þurfa stærri skrifstofurými fyrir starfsfólkið sitt. Fjarvinna getur einnig boðið upp á það að fólk vinni í öðru landi heldur en fyrirtækið er. Þetta einfaldar fyrirtækjum að finna fólk sem er með sérþekkinguna sem þarf eða ef fyrirtækið vill fá meiri fjölbreytileika í starfsmanna hópinn sinn. Þetta er einnig gott ef fólk þarf að flytja tímabundið erlendis. Fyrirtækið þarf þá ekki að finna nýjan starfsmann og missa þá þekkingu sem starfsmaðurinn býr yfir.

Jákvæð áhrif á landsbyggðina

Þetta getur einnig haft jákvæð áhrif á landsbyggðina þar sem fólk getur unnið hjá því fyrirtæki sem það vill en samt búið út á landi. Oft vill fólk ekki flytja út á land þar sem það er ekkert fyrirtæki til staðar sem heillar þau en með aukinni þróun tel ég að þetta breytist. Þetta getur verið gott fyrir fólk sem hefur ekki tök á því að kaupa sér fasteign á höfuðborgarsvæðinu þar sem fasteignir eru ódýrari út á landi.

Stress og burnout

Undanfarin ár hefur verið aukin umræða varðandi kulnun í starfi. Fólk í dag er meira stressað heldur en það var áður fyrr. Fólk vinnur átta tíma vinnudaga og þarf að halda uppi heimili en fólk er að stressa sig að ná að klára allt sem klára þarf. Ég tel að með aukinni fjarvinnu getur fólk minnkað stress. Ef fólk fer ekki í vinnuna á háannartíma og þarf því sitja í umferð eina til tvær klukkustundir á sólarhring þá getur það nýtt tímann sinn í annað. Auðvitað er margt annað og mikilvægari þættir sem koma að lausn við kulnun en ég tel að þetta hafi að minnsta kosti einhver jákvæð áhrif á líf fólks.

Það  er  spennandi  að  sjá  hvernig  framtíðin  er  þegar  kemur  að  fjarvinnu  og  hvort  miklar breytingar verða á þróun þegar kemur að fjarvinnu.

Höfundur: Oddný Ýr Magnúsdóttir

Heimildir:

https://www.ruv.is/frett/2021/02/05/covid-fjarvinna-og-buferlaflutningar

https://theconversation.com/even-google-agrees-theres-no-going-back-to-the-old-office-life-177808

Skoðað: 425 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála