Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Print this page
08.08.2013

Internet hlutanna - Internet of Things (IoT)

asrunMNú eru Tölvumál komin úr sumarfríi og hefjum við leikinn með stuttri grein um Internet of Things (IoT), Internet hlutanna, um leið og við minnum á að enn er hægt að senda grein í blaðið okkar sem kemur út í haust og alltaf er tekið við pistlum fyrir netið.

Talið er að fyrsta vefsíðan hafi farið í loftið 6. ágúst 1991 þegar TimBerners-Lee sett síðu í lofti og óhætt er að segja að síðan þá hafi hlutirnir gerst hratt. Fyrstu fyrirtækin sem komu á vefinn voru t.d. Yahoo., AOL, Amazon, eBay, PayPal og Tickemaster og þjónustur eina og tölvupóstur á vefsíðu og netbankar. Hér var verið að nota Web 1.0. eða Transaction Web. Í kjölfarið kom Web 2.0 með áherslu á innihald og samskipti og fyrirtæki eins og LinedIn of Facebook voru þar fremst í flokki. Þróunin stoppaði ekki þar því næst kom Web 3.0, sem oft er vísað til sem Semantic Web, þar sem áherslan er á innihaldið og þátttöku þar sem vefurinn er orðin að allsherjar gagnasafni og þekkingarmiðlun.

Og þá erum við komin að Internet of Things (IoT), Internet hlutanna, sem Kevin Ashton kom fram með 1999 en er komið á flug í dag. Þar er átt við net af einingum sem eru allar merktar með rafrænu merki (oft vísað til sem örmerkingar) sem gerir kleift að finna einingarnar og stjórna þeim.  IoT hefur verið skilgreint sem: “Things having identities and virtual personalities operating in smart spaces using intelligent interfaces to connect and communicate within social, environmental, and user contexts”.  Margir sjá fyrir sér að IoT sé meiri bylting en sjálft Interneti því að allt sem hægt er að merkja, t.d. húsdýr, vörur, hitastillir, götuljós, getur verði hluti af IoT.

Forsenda IoT er Radio-frequency identification (RFID), auðkenni með útvarpstíðni eða rafrænar merkingar þar sem hægt er að þekkja aftur allar einingar t.d. með það í huga að tengjast þeim og stjórna. Til að þetta megi verða þarf M2M, eða Machine to machine, þar sem tæki geta haft hröð samskipti sín á milli, t.d. á 4G neti. Hér koma snjall- tækin, eða smart-tækin, til sögunnar því þau lesa rafrænar merkingar og geta þannig komið á tengingu við einingarnar, nálgast upplýsingar og sent þær hvert sem er. Möguleikarnir sem tæknin býður uppá er nánast óendanleg  því með merkingu er hægt að rekja og fylgjast með nánast hverju sem er á mun einfaldari hátt en verið hefur. Hér er hægt að sjá fyrir sér að einstaklingar geti tengst og stjórnað bílum, húsum eða bara ísskápum til að fylgjast með hvað er til og ástandi á matnum.

myndIoT

Mynd 1 sýnir uppbygginguna á M2M (http://www.zdnet.com/m2m-and-the-internet-of-things-7000008219/)

Annað mikilvægt atriði í IoT er traust, persónuvernd og öryggi, ekki bara hvað varðar tæknina heldur líka þekkingu notendanna á örygginu. Sívaxandi magn af upplýsingum og ferðalag á þeim kallar á öryggi fyrir innihaldið því annars er ekki hægt að byggja upp traust notendanna á nýrri tækni. Eftirlit og rekjanleiki er góðir kostir en er auðvitað hægt að misnota það og því verður persónuverndin svo mikilvæg. Einstaklingar verða að geta treyst því hvað verður um þær upplýsingar sem um þá er skráð.

Að koma á framfæri ágóðanum sem fæst með nýjum tæknimöguleikum skiptir miklu máli til að útbreiðslan verði sem mest og notkunin örugg en ágóðinn fellst m.a. í að fá betri yfirsýn og rauntíma viðbrögð sem getur hjálpað okkur að taka hraðari og betri ákvarðanir. 

Fyrir áhugasama má nefna að víða eru haldnar IoT ráðstefnur og IoT vikan 2013 var núna 16.-20. júní í Helsinki ( http://www.iot-week.eu/) .

Höfundur: Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og ritstjóri Tölvumála (asrun@ru.is)

Heimildir t.d.

http://www.smart-systems-integration.org/public/documents/publications/Internet-of-Things_in_2020_EC-EPoSS_Workshop_Report_2008_v3.pdf

http://www.slideshare.net/Sheldrake/intro-to-web-30-and-the-internet-of-things

http://www.smart-systems-integration.org/public/documents/publications/Internet-of-Things_in_2020_EC-EPoSS_Workshop_Report_2008_v3.pdf

http://www.zdnet.com/the-executives-guide-to-the-internet-of-things-free-ebook-7000009589/

http://www.elab.is/

Lesið 3437 sinnum