Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Heilmyndir skapa spennandi upplifun

hologram-7Heilmyndir (e. Hologram) hafa um langt skeið verið þekktar í vísindaskáldskap en uppfinninguna má rekja aftur til fimmta áratugsins til bresk-ungverska eðlisfræðingsins Dennis Gabor [1]. Í dag eru heilmyndir notaðir víða í listrænum tilgangi hjá tónlistarfólki, í kvikmyndum og víðar.

Heilmyndir í vísindaskáldskap hafa meðal annars sést í Star Wars kvikmyndunum þar sem þær voru notaðar sem samskiptamáti og í Iron Man kvikmyndunum frá Marvel en þar var andlitsgríma Tony Stark með innbyggðu stjórnborði þar sem hann gat fylgst með öllu í umhverfi sínu sem og ástandi Járnmannsinns sem hann var í [2].  
 
Heilmyndir geta líka verið mjög nytsamar en í sinnu einföldustu mynd má nefna að þær eru notaðar í ökuskírteinum til að koma í veg fyrir falsanir. Flóknari heilmyndir nýta sér laserljós til að framkalla þrívíðar myndir en þar er notast við ljós og frumhluti til að framkalla eftirlíkingu af hlutnum. Þessi mynd birtist síðan þeim sem horfir með ótrúlegum hætti og hafa listamenn og skemmtanahaldarar ekki látið sitt eftir liggja í þessum málum [3].

Dæmi um listræna framsetningu heilmynda má nefna tónleika Tupac Shakur árið 2012 á tónleikaviðburðinum Coachella í Kaliforníu en Tupac var þá ekki lengur meðal lifenda. Hann var myrtur árið 1996. Á þessum tónleikum mátti sjá Tupac valsa um sviðið flytjandi rímur eins og lifandi væri en með honum í eigin persónu voru þeir Snoop Dogg og Dr. Dre [4].
 
Þrátt fyrir að heilmyndatæknin sé ekki komin langt þá lofar hún góðu og er gríðarlega efnileg í listrænu samhengi. Það er áhugavert að hugsa til þess að geta skoðað sköpunarverk Michelangelo, Maddonna of Bruges, og önnur meistaraverk höggmyndalistarinnar í stofunni heima hjá sér, rétt eins og maður væri staddur í Brugge í Belgíu [5]. Í framtíðinni er jafnvel talað um að heilmyndir munu taka yfir kvikmyndaiðnaðinn og koma í staðinn fyrir þær þrívíddarmyndir sem við þekkjum í dag [6].


Bergsteinn Karlsson, Karen Gréta Minney Pétursdóttir, Erlingur Kr Ævarr Hjörleifsson, Ævar Ísak Ástþórsson og Eiríkur Björn Einarsson tóku saman

Heimildir:

[1] (2003). Holography - Wikipedia, the free encyclopedia. Retrieved September 22, 2014, fromhttp://en.wikipedia.org/wiki/Holography

[2](2013). Holography in fiction - Wikipedia, the free encyclopedia. Retrieved September 22, 2014, from http://en.wikipedia.org/wiki/Holography_in_fiction.

[3] (2007). HowStuffWorks "How Holograms Work" - Science. Retrieved September 22, 2014, fromhttp://science.howstuffworks.com/hologram.htm.

[4] (2012). Tupac Hologram Snoop Dogg and Dr. Dre ... - YouTube. Retrieved September 22, 2014, fromhttp://www.youtube.com/watch?v=TGbrFmPBV0Y.

[5] (2006). Madonna of Bruges - Wikipedia, the free encyclopedia. Retrieved September 22, 2014, fromhttp://en.wikipedia.org/wiki/Madonna_of_Bruges

[6] (2012). Holograms may knock 3-D entertainment flat in the future ... Retrieved September 22, 2014, fromhttp://usatoday30.usatoday.com/tech/science/2010-11-03-holographic-3d_N.htm.

Mynd fengin af http://science.howstuffworks.com/hologram1.htm

 

Lesið 2361 sinnum Síðast breytt fimmudagur, 09 October 2014 10:39