Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

06.11.2014

Digital Divide

 Anton Sigurðsson Sigurður Jónsson 

Hugtakið digital divide (stafrænn mannamunur) hér kallað DD vísar til mismunar í aðgengi fólks að upplýsingatækni nútímans [1]. Um er að ræða mismun á aðgengi að internetinu, samskiptatækni s.s. farsímakerfum og tölvutækni almennt við leik og störf ásamt tækifærum og hæfni til að tileikna sér upplýsingatækni [2]. Hugtakið digital divide, stundum kallað digital split, varð vinsælt hjá fræðimönnum, stefnumótandi aðilum og hópum sem varðaði málefnið á síðari hluta 10. áratugar síðustu aldar [3].

Hvað veldur DD

Efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður eru helstu áhrifaþættir DD og er það oftast sett í samhengi við mismuninn milli þróaðra- og þróunar landa. Málefnið er hins vegar ekki svo einfalt að hægt sé að skipta því í tvo hópa. Mjög margir þættir hafa áhrif á ójöfnuðinn allt frá framboði og hraða á internettengingum, kostnaði við tengingu og tölvubúnað allt til trúarlegra eða stjórnmálalegra hindrana. Það er þó rannsökuð staðreynd [4] að með auknum tekjum eykst internet notkun og er því með nokkurri vissu hægt að fullyrða að efnahagur beri stærsta ábyrgð á vandamálinu.

Mynd1dd

Internet notendur 2012 sem hlutfall af íbúum landanna [5].

Áhrif efnahags á DD er hins vegar ekki bara á milli landa í þróaða og vanþróaða heiminum heldur getur verið mikið bil á milli stétta í hverju landi fyrir sig. Í Bandaríkjunum er DD t.d. það stórt vandamál að það er orðið eitt af leiðandi málefnum mannréttindabaráttu. Þar í landi hefur verið rannsakað hvaða hópar Bandaríkjamanna er helst að dragast aftur úr svo að hægt sé að taka markviss skref til úrbóta [6].

Trúar og stjórnmálalegar ástæður liggja einnig að baki DD. Í löndum eins og Iran og Norður- Kóreu eru tengingar við internetið takmarkaðar og efni sem ekki hugnast stjórnvöldum eða ráðandi trúarhópum haldið frá notendum. Þessar hamlanir verða þó æ erfiðari þar sem tækninni til að komast fram hjá þeim fleygir fram og upplýsingaþyrstur almenningur þrýstir stöðugt á um tilslakanir.
Landfærðilegar og aðrar tæknilegar aðstæður hafa einnig mikil áhrif, mjög stór hluti jarðarbúa búa einfaldlega utan þjónustusvæðis og hafa hvorki þráð né þráðlaust símkerfi til að tengja sig við internetið. Eina leiðin á slíkum svæðum til tengjast internetinu er um gervitungl en til þass þarf dýran búnað auk þess sem slík þjónusta er mjög kostnaðarsöm. Rafmagn er líka víða af skornum skammti eða jafnvel ekki í boði og hlítur það að takmarka mjög alla þróun í upplýsingatækni.

Mynd2dd

Fjöldi tölva á hverja 100 íbúa eftir löndum 2006 [7]

Hér á landi er upplýsingatækni nokkuð aðgengileg, á flestum heimilum er tölva, mjög há snjallsímaeign er í landinu og tengingarkostnaður er hlutfallslega lágur. Þó má leiða líkur af því að með auknum kröfum um tölvunotkun og tö lvueign á efri skólastigum geti myndast nokkuð gap í aðgengi að upplýsingatækni á milli hinna efnaminni og þeirra sem hafa efni á nýjustu tækninni hverju sinni. Hér á landi má einnig finna svæði þar sem aðgangur að internettengingu er af skornum skammti þó að lang stærstur hluti þjóðarinnar búi við góðan kost að þessu leiti.

Eitt aðal vandamálið verðandi DD er hvernig bilið á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa víkkar stöðugt vegna þess að þó tækniþróun sé nokkuð ör í þróunarlöndum heimsins í dag er hún enn hraðari í þeim löndum þar sem ástandið er best. Það að hafa góðan aðgang að upplýsingatækni gefur okkur forskot í að innleiða og tileinka okkur nýja tækni sem kemur okkur enn framar í tækniþróuninni.

Stafræn stökk

Í Þróuðum löndum þar sem aðgengi að upplýsingatækni er góð þróast upplýsingartæknin jafnt og þétt og notendur eru stöðugt að prófa nýjungar. Tækninni er svo ýmist hafnað að hún slær í gegn. Í þrónarlöndum þar sem þróunin gerist hægar virðast stundum verða nokkurskonar stafræn stökk. Tækni sem er á undanhaldi eða jafnvel hefur verið hafnað af notendum í þróuðum löndum er einfaldlega sleppt út úr þróunarferlinu og þróunin stekkur yfir á næsta stig. Sem dæmi má nefna að víða í Afríku eru símafyrirtæki að mestu leiti hætt að leggja og viðhalda landlínum út fyrir stærstu byggðakjarnana og einbeita sér frekar að því að bæta þráðlausu símkerfin. Fjöldi farsímanotenda í Afríku hefur af þessum sökum margfaldast á síðustu árum og þar af leiðandi aðgengi að internetinu tekið stökk og DD minnkað af einhverju leiti.[8 9].

mynd3dd

Farsíma áskriftir bornar sama við landlínu áskriftir í Afríku frá 2000 - 2011 [8]

Staðan árið 2014

Hin virta skýrsla Global Information Technology Report "GITR" sem gefin er út á hverju ári fjallar um stöðu DD á heimsvísu. Þeir hafa notast við þrettán ára gamlan mælikvarða sem kallast Networked Readiness Index eða NRI til að sýna frammá stöðu hvers lands fyrir sig. Alls voru árinu 2014 skoðuð 148 lönd.

NRI mælingarnar eru reiknaðar út frá fjórum þáttum.

  1. Kostnað neytanda við að tengjast interneti og kunnáttu heimamanna í að halda þeim tengingum opnum.
  2. Notkun stjórnsýslu, fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækninni.
  3. Umhverfi fyrirtækja og frumkvöðla til nýsköpunar og lög og reglugerðir sem snúa að þeim málum.
  4. Efnahagsleg og félagsleg áhrif sem sprottin eru af upplýsingatækninni.

NRI notast við blöndu af opnum gögnum frá ýmsum stofnunum auk árlegrar könnunnar sem framkvæmd er af yfir 160 stofnunum og fyrirtækjum þar sem meira en 15.000 stjórnendur taka þátt.

mynd4dd

Networked Readiness Index - NRI 2014

Í skýrslu ársins 2014 er fjallað um löndin sem eru efst á listanum og hafa skapað sér sérstakt forskot. Þessi lönd eru Skandinavíulöndin Finnland, Svíðþjóð og Noregur ásamt Hollandi, Sviss, Bandaríkjunum og Bretlandi auk fjögurra Asíulanda, Singapore, Hong Kong, Kórea og Taiwan, sem stundum eru kölluð "Asian Tigers". Þessi lönd eiga það öll sameiginlegt að vera með mjög aðgengileg og háþróuð samskiptakerfi, nánast almenna internetnotkun ásamt því að hafa frábært umhverfi sem stuðlar að öflugu frumkvöðlastarfi.

Innan Evrópulandanna ríkir DD á milli ríkja í vestri og norðri annarsvegar og mið, austur og suður Evrópu hinsvegar. Ein skýring sem skýrsluhöfundar tilgreina er að í Evrópusambands- löndum er tilhneyging til einsleitari nýsköpunar. Önnur skýring er að nýsköpun er oft sprottin af fyrri árangri og notkun á þeirri tækni sem hefur orðið til í því landi og þar hafa þjóðir norðar og vestar staðið sig betur.
Greinilegur munur er á “Asian Tigers” löndunum auk Japans og annarra Asíulanda. Margt er hægt að bæta í þeim löndum sem lakar komu út úr rannsókninni, t.d. að aðgengi að stafrænni veröld muni verulega auka skilvirkni í allri þjónustu og gagnsæi í stjórnsýslunni.
Nokkur lönd suður Ameríku, Chile, Panama, Uruguay og Colombia hafa nú þegar sýnt árangur með því að auka aðgengi að interneti og þannig náð jákvæðum efnahagslegum og félagslegum framförum.

Í Afríku hafa breytingar orðið talsverðar á farsímasambandi eins og fram kom hér á undan og það orðið til þess að internettengdum notendum hefur fjölgað mjög og þá sérstaklega í Suður Afríku þar sem fjöldi þeirra hefur margafaldast. Hinsvegar eru kerfin oft á tíðum léleg og hægvirk auk þess sem kostnaðarsamt er að halda þeim gangandi vegna tíðra bilana. Stærsta vandamál Afríkulandanna er hinsvegar hvað innviðir eru veikburða og ekki þau ekki tilbúin að nýta sér alla þá möguleika sem fylgja auknu aðgengi að upplýsingatækninni. Þar má nefna að fyrirtæki eru mörg alls ekki tilbúin vegna skorts á þekkingu og að umhverfið bíður ekki uppá að nýsköpun og frumkvöðlastarf geti blómstrað. Þess vegna verða efnahagsleg og félagsleg áhrif upplýsingatækni víða mjög hæg og óveruleg.

Mynd5dd

NRI yfirlitskort ársins 2014

Breytingar á stöðu einstakra landa á NRI listanum síðustu tveggja ára er áhugaverður.
Auðugar miðausturlandaþjóðir hafa stigið upp listann vegna aukins áhuga þarlendra stjórnvalda til að skapa umhverfi þar sem nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi getur blómstrað. Þannig hafa þeir reynt að halda í við framþróun annarra ríkja og missa ekki af tækifærum sem gætu skapast.

Fátækari lönd í Suður Ameríku eru flest að ná góðum árangri og stíga upp NRI listann.

Nokkur Afríkuríki hafa færst upp listann og er skýringin ódýrt aðgengi að farsímakerfum.

Mörg mið og suðurafríkuríki hafa hinsvegar hrapað niður listann og ekki er séð fyrir endann á þeirri vegferð. Þeim hefur ekki tekist vegna slæms efnahagsástands að gera fjarskiptakerfi sín nægilega ódýr og aðgengileg svo almenningur hafi efni á að kaupa sér áskriftir.
Í skýrslunni er rætt um að hjá Barbados og sérstaklega Danmörk ættu að skoða vel ástæðurnar fyrir falli þeirra niður listann og reyna að læra af þeim. Samkvæmt skýrslunni líður Danmörku fyrir að umhverfi fyrirtækja hefur versnað á síðasta ári [10].

Mynd6dd

Hreyfingar á stöðu landa á NRI milli áranna 2012-2014

Ísland

Staða Íslands er góð á aðþjóðarmælikvarða og samkvæm lista NRI erum við í 19 sæti. Hins vegar ef við berum okkur saman við Norður- Evrópulöndin getum við gert mun betur. Samkvæmt mælikvörðum NRI erum við aftarlega í stjórnsýslu varðandi reglugerðir og umhverfi stjórsýslu en einnig í allri notkun upplýsingatækni í opinberum geira. Þar standa Íslendingar u.þ.b. í 60. sæti. Einnig virðast íslensk fyrirtæki fá lága einkunn sem líklegast má rekja annars vegar til hversu fá fyrirtæki eru í upplýsingatæknigeiranum auk þess sem rafræn tenging við hið opinbera er af skornum skammti.

mynd7

Sundurliðun NRI greiningar á Íslandi

Brúum bilið

Fjöldinn allur af líknarfélögum, góðgerðarsjóðum, fyrirtækjum, ríkistjórnum og einstaklingum hafa og eru að leggja sitt af mörkum til að brúa DD. Þar má m.a. nefna:

Þó að fjölmargir aðilar séu að leggja hönd á plóg og gera sitt besta til að loka DD virðist ekki vera mikil samvinna á milli þessara aðila, ekkert heildarplan er til og hver og einn aðili tekur fyrir verkefni sem honum er hugleikið.
Dæmi um verkefni er t.d söfnun á tölvum sem samtökin Close The Gap standa fyrir. Samtökin hafa frá árinu 2003 safnað yfir 250.000 vönduðum notuðum tölvum frá fyrirtækjum í Evrópu sem eru svo gefnar til mennta- heilbrigðis og menningarstofnana í þróunarlöndum [11].

Árið 2011 fór í gang verkefnið Digital Divide Initiative (DDI) hjá Alþjóða Rauða krossinum. Verkefnið fjallar um að aðstoða landsfélög Rauða krossins í þróunarlöndum til að þau geti á skilvirkan hátt notað upplýsingatækni í sínu starfi og aðgerðum [12]. Rauði krossinn á Íslandi tekur virkan þátt í þessu verkefni bæði með því að styrkja það fjárhagslega og með því að útvega tæknimenntaða sendifulltrúa til að vinna að verkefninu [13] .

Aðrir huga að vandamálum í sínu nærsamfélagi eins og Binghamton háskóli í New York fylki sem er með ýmis verkefni í gangi til að brúa DD á Binghamton svæðinu [14].

Þá má nefna góðgerðarsjóð Bill og Melindu Gates en eitt af markmiðum sjóðsins er að gera bókasöfn heimsins aðgengileg íbúum í þróunarlöndum með stafrænni miðlun[15].

Framtíðarsýn

Ástæður DD í heiminum í dag ráðast að stærstum hluta af efnahagsástandi hvers lands þar sem tekjur einstaklinga og fyrirtækja stjórna eftirspurn. Ef grunnstoðir þjóðar eru slæmar t.d. í menntamálum þá er líka veikari grunnur fyrir framþróun. Slæm fjarskiptakerfi eru einnig afleiðing slæms efnahagsástands og takmarkar þannig aðgengi að upplýsingatækni.
Þó að hópurinn sem hefur aðgang að upplýsingatækni í heiminum fari ört stækkandi er enn stór hópur sem engan aðgang hefur og sér engan vegin fyrir endan á því vandamáli. Þar af leiðandi mun bilið á milli þessara hópa að öllum líkindum stækka mikið á næstu árum og skapa þannig meiri ójöfnuð.

Þeir sem deila út fjármunum til þróunarmála eru oft tregir til að setja fé í uppbyggingu upplýsingatækni í vanþróuðum löndum þar sem þeir telja brýnna að byggja upp heilsugæslu, landbúnað og aðra grunnþjónustu. Mörgum DD verkefnum miðar því hægt áfram vegna fjárskorts eins og t.d. DDI verkefni Alþjóða Rauða krossins sem er langt á eftir áætlun. Það virðist einnig vera auðveldara að fá almenning til að gefa fé til hjálparstarfs og neyðaraðstoðar en til þróunarmála. Að sýna myndir í sjónvarpinu af sveltandi börnum virkar jú áhrifaríkara en að sýna mynd af börnum í Afríku sem ekki hafa aðgang að rafmagni og hvað þá tölvu.

En getum við kannski spurt okkur hvort kom á undan eggið eða hænan. Fólk getur ekki menntað börnin sín vegna fátæktar og stærsta ástæða fæktar er að fólk er illa menntað. Er kannski menntun neðsta grunnstoðin í samfélaginu sem heldur hinum stoðunum uppi og sú grunnstoð sem við ættum að leggja mesta áherslu á. Hvernig byggjum við upp varanlegt heilbrigðiskerfi, hvernig komum við á stöðugu stjórnarfari með upplýstum borgurum og hvernig ætlum við að framfylgja almennum mannréttindum ef þekking um þau er ekki til staðar. Ef menntun er svarið við þessum spurningum er þá ekki aðgangur að upplýsingum og upplýsingatækni lykilatriði.

Höfundar: Anton Sigurðsson og  Sigurður Jónsson, nemendur við Háskólann í Reykjavík

Heimildir
1 (2013). Tölvuorðasafnið. Retrieved October 4, 2014, from http://tos.sky.is/word/isl/5929/.
2 digital divide. (n.d.). Dictionary.com Unabridged. Retrieved October 04, 2014, from Dictionary.com website: http://dictionary.reference.com/browse/digital divide
3 (2004). ICT - Internet World Stats. Retrieved October 4, 2014, from http://www.internetworldstats.com/links10.htm
4 Rubin, R. (2010). Foundations of library and information science. New York: Neal-Schuman Publishers.
5 http://en.wikipedia.org/wiki/Digital_divide#mediaviewer/File:FixedBroadbandInternetPenetrationWorldMap.svg
6 (2003). Digital divide - Wikipedia, the free encyclopedia. Retrieved October 4, 2014, from http://en.wikipedia.org/wiki/Digital_divide
7 http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/b/bd/Global_Digital_Divide1.png
8 (2012). Africa now has more mobile subscribers than the US or EU ... Retrieved October 5, 2014, from http://qz.com/38349/africa-now-has-more-mobile-subscribers-than-the-us-or-eu/
9 (2014). Internet use on mobile phones in Africa predicted to ... Retrieved October 5, 2014, from http://www.theguardian.com/world/2014/jun/05/internet-use-mobile-phones-africa-predicted-increase-20-fold
10 "Global Information Technology Report 2014 - The World Economic ..." 2014. 8 Oct. 2014 http://reports.weforum.org/global-information-technology-report-2014/
11 "Mission » Close The Gap." 2013. 8 Oct. 2014 http://www.close-the-gap.org/discover-us/mission/
12 "Technology in the service of the most vulnerable." 2012. 8 Oct. 2014 http://www.ifrcmedia.org/blog/technology-in-the-service-of-the-most-vulnerable/
13 "Tæknibylting í hjálparstarfi Rauða krossins í Síerra Leóne." 8 Oct. 2014 https://www.raudikrossinn.is/frettir/neydaradstod/nr/2333
14 "Bridging the Digital Divide Project (BDDP) - Binghamton." 2014. 8 Oct. 2014 http://www.binghamton.edu/cce/digitaldivide/home.html

15 "Global Libraries - Bill & Melinda Gates Foundation." 2013. 8 Oct. 2014 http://www.gatesfoundation.org/What-We-Do/Global-Development/Global-Libraries

Lesið 3958 sinnum