Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Gleðilegt nýtt ár!

asrun 13035Nú er komið nýtt ár og því mun án efa fylgja nýjungar í tækni sem verður spennandi að fylgjast með. Margri eru að spá í spilin, hvað muni gerast, hvaða nýjungar nái vinsældum og hvað ekki. Það er mun auðveldara að spá eitt ár fram í tímann en heilan ártug, en í þessum pistli langar mig að fara yfir spá Jayson DeMers (Forbes contributor) sem telur að sjö atriði muni stand upp úr á árinu.

Fyrst nefnir Jayson internet hlutanna (Internet-of-Things, IoT). Í dag eru til ótal lausnir sem geta, t.d. gert heimili okkar að „smart“ heimili, en einhvern veginn gengur hægt að innleiða þær. Að tæknivæða heimilistæki og húsgögn gengur hægt því endurnýjun slíkra hluta á heimilum fólks tekur jafnvel áratugi. Margt er þó til af smærri tækjum og nýjungum sem líklega gengur hraðar að innleiða, s.s. snjall-hárbursti, þrívíddarprentarar, snjall-skór og heimilisvélmenni, sem get minnt okkur á og börn geta leikið sér með. Ef risar eins og Google, Amazon og Apple taka sig til við að ýta þróuninni áfram þá er aldrei að vita hvað gerist á árinu. Þróunin verður kannski hraðari.

Næst er það „augmented reality“ (AR) og sýndarveruleika (virtual reality, VR), sem hann telur okkur vera tilbúin fyrir. Við höfum nú þegar kynnst Pokémon Go sem telst vera AR og Oculus Rift, VR heyrnar/sjóntól hafa kallað fram margskonar öpp og leiki. Tæknin er kannski frekar frumstæð núna en hún mun líklega þróast hratt og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka flugið með henni.

Vélrænt nám (machine learnig) er það þriðja sem Jayson telur upp, en þar eru helstu aðferðir gervitauganet (e. artificial neural networks), tölfræðileg nálgun (e. statistical approximation), reglunám (e. rule-based learning), genetísk algrím (e. genetic algorithms) og styrkingarnám (e. reinforcement learning) (sjá http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5717). Þróun vélræns náms hefur verið hröð undanfarið, en þó er það ekki almennt notað í forritum og vélum í dag. Jayson býst við að hér verði mikil breyting á þar sem í nýjum uppfærslum verði komið þróaðra vélrænt nám, sérstaklega þegar verið er að fylgjast með hegðun neytenda og notenda hugbúnaðar, t.d. við kaup á vörum.

Þá er það sjálfvirkni (automation) sem verði sífellt sjálfsagðara árið 2017 með háþróaða tækni, sem muni geta haf áhrif á störf margra, en sjálfvirkni tengist í sífellt meira mæli vélrænu námi.

Manngerð gagnagnótt (Humanized Big Data) er fimmta atriðið sem Jayson dregur fram, en gagnagnótt hefur verið í umræðinu síðastliðin ár. Hugmyndin er að aðgangur að mjög miklu magni gagna geti hjálpað okkur á ýmsa vegu, t.d. í að skipuleggja betur læknismeðferð eða við að framkvæma markaðsherferð. Jayson sér fyrir sér að framfarir verði í notkun stórra gagnasafna með aukna áherslu á að nýta gögnin fyrir almenning og setja þau fram á aðgengilegan og sjónrænan hátt.

Nú er komið að „Physical-Digital Integrations“. Farsímar hafa bætt tækni inn í daglegt lífi okkar og það er orðið sjaldgæft að hitta einstakling sem á ekki einhverskonar snjallsíma. Þessi tæki gefa okkur aðgang að nánast óendanlegu magni upplýsinga, skemmti- og fræðsluefnis og ótal leikja. Við getum verslað, sinnt bankaviðskiptum, tekið við efni og dreift því, haft samskipti á ýmsa vegu og fylgst með eigin hreyfingu. Næsta stigi verður jafnvel enn frekari samþætting líkamlegs og stafræns veruleika. Hér má nefna svokallaðan „Dash Buttons“ sem Amazon hefur sett á markað, en þetta er hnappur sem notandinn festir hér og þar á heimilinu, tengir við snjallsímann sinn og þá er auðveldar að fylgjast með vöruskorti og pantar meira þegar þarf. Líklegt er að aðrir fylgi í kjölfarið með svipaðar lausnir.

Að lokum ræðir Jayson um „on-demand“ (æskikerfi), en karfan um að fá hlutina hér og nú þegar maður vill er hávær og sífellt eru að opnast fleiri möguleikar, t.d. til að stjórna sjónvarpsáhorfi sínu, panta mat, leigubíl, gistinu og hvað annað sem við viljum gera í gegnum öpp. Hér er hröð þróun fyrirsjáanleg með margskonar nýjungum.

Hér hefur verið skautað yfir hugmyndir um tækniþróun árið 2017, en eftir er að sjá hvar fókusinn verður settur í áhrifamiklum samfélögum eins og USA og Evrópusambandinu þar sem miklar breytingar hafa verið og eru fyrirsjáanlegar. Subra Suresh, sem stýrði National Science Foundation frá 2010 til 2013 í USA, sagði í einu sinni “good science anywhere is good for science everywhere.” En þessu mætti snúa við og segja „what’s bad for science anywhere will be bad for science everywhere“. Nú er bara að sjá hvað gerist!

Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri Tölvumála tók saman

Heimildir
http://www.forbes.com/sites/jaysondemers/2016/11/16/7-technology-trends-that-will-dominate-2017/#2adc8b071b2a
http://www.euroscientist.com/trump-science-europe/

Es. Endilega senda okkur pistla til að birta hér

Lesið 1629 sinnum Síðast breytt fimmudagur, 05 January 2017 12:44