Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Graffiti Research Lab

albina og evaGraffiti Research Lab er hópur sem stofnaður var af Evan Roth hakkara og listamanni og James Powderly listamanni, hönnuði og verkfræðingi. Þeir sameinuðu krafta sína og vilja reyna koma til móts við veggjalistamenn og aðra listamenn sem og mótmælendur. Með það í huga hafa þeir þróað ‘laser tagging’ kerfi sem gerir fólki kleift að yfirfæra eða teikna myndir á byggingar úr verulegri fjarlægð. Þetta er gert með þvi að nota grænan laserbendi og DLP skjávarpa.

Til þess að sem flestir geti tileinkað sér þetta nýja listform þá tekur hópurinn sig saman og býr til myndbönd með leiðbeiningum fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að prófa sig áfram með þetta. Þessi tækni leyfir meðal annars veggjakroturum og hefðbundnum listamönnum að nota listina að teikna á nýjan og opinberan hátt.

Það getu líka höfðað til hins almenna borgara að geta náð að koma einhverju persónulega frá sér á svæði sem eru einokuð af auglýsendum, yfirvöldum eða helstu fjölmiðlum. Þetta er einnig notað af mótmælendum til þess að koma skilaboðum á framfæri á þann hátt sem vekur mikla athygli. Þessi tækni gæti orðið til þess að veggjakrot eins og við þekkjum það í dag leggist af því þetta er spennandi verkfæri fyrir krotarana að vinna með. Þetta vonandi útrýmir þá skemmdarverkum á byggingum vegna krots. 
 
Við höldum að þetta myndi heilla veggjakrotara því það eru fleiri og mikilvægari staðir sem þeir gætu komið list sinni eða skilaboðum á framfæri sem þeir ná ekki til með venjulegum aðferðum. Þetta er mjög áhugavert listform og höfðar í raun til allra aldurshópa. Gallinn er hinsvegar sá að það væri hægt að nota þetta til þess að koma óviðeigandi skilaboðum á framfæri og spurningin er þá hvernig er hægt að stoppa það af. Það er ákveðinn kostur að nóg er að kaupa tækin og þá er enginn annar kostnaður sem þarf að standa straum af annar en almennt viðhald. En það er ekki á allra færi að eignast öflugan skjávarpa svo við teljum að það sé enn smá tími og þróun á tækjabúnaðinum sem þarf þangað til að þetta gæti mögulega komist í almenna notkun af einhverri alvöru.

Höfundar: Albina Guseynova og Eva Ingibjörg Ágústsdóttir nemendur við Háksólann í Reykjavík

Heimildir:
Bibliography:Beale, S. (2007) Stickers. Available at: http://laughingsquid.com/graffitiresearch-lab-laser-tag/ (Accessed: 19 September 2016). In-line Citation:(Beale, 2007)  
Bibliography:Graffiti research lab (2016) in Wikipedia. Available at: https://en.wikipedia.org/wiki/Graffiti_Research_Lab (Accessed: 19 September 2016). In-line Citation:(Graffiti research lab, 2016)
Bibliography:L.A.S.E.R. Tag (2006) Available at: http://archive.eyebeam.org/projects/lasertag (Accessed: 19 September 2016). In-line Citation:(L.A.S.E.R. Tag, 2006)

Lesið 1395 sinnum Síðast breytt miðvikudagur, 18 January 2017 21:25