Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Gleðilegt sumar!

þingvellirNú erum við í ritnefnd Tölvumála að leita eftir greinum í prentað blað sem kemur út í haust. Þemað verður Ógnir dagsins í dag og lausnir til framtíðar og er þar átt við örugga nýtingu tækninnar í víðu samhengi. Við höfum áhuga á að skoða áskoranir sem mæta þeim sem vilja tryggja örugga notkun upplýsingatækni, hvernig er hægt að misnota tækni og hvernig er hægt að verjast misnotkun, en líka hvernig aðstoðar tæknin við að tryggja öryggi borgaranna.

Leitað er eftir greinum sem fjalla um upplýsingatækni á breiðum grundvelli en ekki kynningu á vörum eða fyrirtækjum. Sem dæmi má nefna greinar um upplýsingaöryggi, öryggishættur, tölvuárásir, öryggisglufur, hakkara, eftirlit, öryggi borgaranna og aðgangsupplýsingar. Greinar um annað efni eru auðvitað vel þegnar. 

Nafn greinar þarf að vera stutt og laggott og nafn og starfsheiti höfunda(r) að fylgja. Millifyrirsagnir eru æskilegar; þær bæta útlit og framsetningu efnis. Mynd af höfundi(um) er nauðsyn og æskilegt er að hafa einnig aðrar myndir. Eftir að grein hefur verið send á ritstjóra fer hún í yfirlestur. Gert er ráð fyrir að höfundar vandi málfar sitt, en ritnefnd áskilur sér rétt til að laga augljósar ritvillur.

Æskileg lengd greina í prentútgáfu Tölvumála er 1-2 síður, eða u.þ.b. 1000-1200 orð. Nánar má sjá um frágang greina á vef ský (sky.is) undir Tölvumál.

Gott væri að fá greinar fyrir sumarfrí í lok júní en loka loka loka skilafrestur fyrir greinar fyrir prentaða útgáfu er 1. september 2017.

Ef þú þekki til góðra penna væri vel þegið benda þeim á að senda greinar í Tölvumál um upplýsingatækni, bæði fyrir blaðið og vefinn okkar, en við birtum vikulega pistla á netinu (800 orð).

Einnig viljum við fjölga í ritnefndinni og nýir meðlimir velkomnir.

Fyrri hönd ritnefndar
Ásrún Matthíasdóttir, asrun@ru.is

Lesið 1192 sinnum Last modified on mánudagur, 17 Apríl 2017 12:57