Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Maganeta

HaraldurMagenta er verkefni innan Google, sem gengur meðal annars út á að nota gervigreind til að skapa nýja tónlist, þ.e. að tölva geti lært og búið sjálf til nýja tónlist (Eck 2016; Brandom 2016; McFarland 2016; D. Murphy 2016). Þetta er kerfi sem byggir á svonefndu TensorFlow kerfi, eða safni/líkani sem er nokkurs konar tól sem gerir tölvum kleift læra, sjá og skilja, t.d. hvað er á mynd þegar horft er á hana, hvaða hlutir eru á henni og fleira, sem sagt lærir að þekkja hluti úr ytra umhverfi.

TensorFlow flokkast sem opinn hugbúnaður og er upprunalegi kóðinn aðgengilegur hjá GitHub. Með því að hafa hugbúnaðinn opinn fyrir sem flesta vill Google að kerfið geti vaxið og þróast sem hraðast, sérstaklega ef að utanaðkomandi aðilar geta lagt eitthvað af mörkum fyrir kerfið („TensorFlow — an Open Source Software Library for Machine Intelligence”, e.d.), (Eck 2016).

Í grundvallaratriðum gengur TensorFlow út á samvinnu og samþættingu milli samstarfsaðila, þannig að nokkrir geti unnið saman að einu verkefni eða markmiði. Svonefnd Data Flow Graph eru gerð útfrá kóða, eins konar líkön sem hjálpa kerfinu að geta séð og útfært gagnaflutning, framkvæmt talnareikning og lært og spáð fyrir um aðgerðir („TensorFlow — an Open Source Software Library for Machine Intelligence”, e.d.). Menn koma samt alltaf að þessu ferli að einhverju leyti, með því að mata kerfin með upplýsingum, með tónlist, hjálpa til við útsetningar og fleira.

Þó er enn eitthvað í það að þessi hugbúnaður eða kerfi geti komið með fullmótað lag sem er samansett þeim eiginleikum að vera nýstárlegt, listrænt, eitthvað sem höfðar til margra og svo framvegis. Kerfið þarf að læra að meta hvað er góð tónlist og hvað ekki (Eck 2016). Í stuttu máli virkar þetta þannig að ákveðnum MIDI skjölum með tónlist, sem svipar til mjög einfalds hljómborðsleiks, er flutt inn í TensorFlow og tölvubúnaður, með hjálp reiknirits, lærir þá tónlist og getur búið til nýja á grundvalli hennar (M. Murphy 2016).

Nýverið var gefið út frumsamið lag með þessum hugbúnaði, sem er um ein og hálf mínúta að lengd. Í því tilfelli fékk tölvan skrá með 4 nótum (McFarland 2016). Útkoman varð röð af nótum sem hljóma svolítið enn sem komið er eins og mjög einföld heimatilbúin tónlist, spiluð á hljómborð með innbyggðum trommuheila. Kannski er þetta þó bara fyrsta skrefið í átt að einhverju sem býður upp á mikla möguleika. Hægt er að heyra lagið meðal annars hér. Trommunum í laginu var bætt við eftirá til að gera betur grein fyrir því hvernig lagið er upp byggt, í hvernig takti og svo framvegis (D. Murphy 2016).

Að auki hafa franskir vísindamenn hjá Sony Computer Science Laboratory nýlega samið tvö heilsteypt lög með hjálp gervigreindar. Þar er aðeins öðruvísi uppbygging; þar er gagnagrunnur sem inniheldur mikinn fjölda af lögum og alls konar tónlistarstílum. Einn maður velur ákveðna tegund tónlistar fyrir tölvuna og tónlistarhugbúnaðurinn lærir sjálfur þann tónlistarstíl og býr til lag útfrá því. Síðan koma mennirnir aftur og klára lagið, útsetja það, bæta kannski við hljóðfærum og hljóðblanda. Útkoman úr þessu er heilsteypt lag með söng og hljóðfærum, tilbúið til útgáfu. Hægt er að heyra lögin hér („AI makes pop music in different music styles“, 2016).

Höfundur: Haraldur Björnsson
Heimildir
AI makes pop music in different music styles. (2016, 19. september). Sótt 20. september af http://www.flow-machines.com/ai-makes-pop-music/

Lesið 1367 sinnum Last modified on fimmudagur, 27 Apríl 2017 23:17