Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Neyslusamfélagið og tæknin

fanneyMiklar breytingar hafa átt sér stað í nútímasamfélagi og ætlum við í þessari grein að skoða það hvað neysluhættir hafa breyst mikið í gegnum árin með áherslu á þróun Amazon.com, hvað varðar þróun þeirra í verslunarhegðun og á áhrif hennar til frambúðar. Hagkerfi okkar byggist á neyslu og hugsa margir hvort varanlegar breytingar hafi átt sér stað á lífsháttum manna.

Kynslóðin sem fæddist í kringum árið 2000 er jafnan kölluð árþúsundskynslóðin. Þessi kynslóð ólst upp með internetinu og þekkir oft ekkert annað en að vera sítengd við internetið alla daga. Árþúsundskynslóðin ásamt eldri kynslóðum eru flestar búnar að tileinka sér snjallsímann og venjast á einhvern hátt hraða samfélagsins sem kallar á breytta lífshætti. Miklar breytingar hafa átt sér stað til að auðvelda neyslu allskyns hluta og hafa verslunarhættir ekki farið varhluta af því. Hraði samfélagsins kallar á nýjungar og verslunarrisinn Amazon.com er meðvitaður um það.

Byltingakenndir verslunarhættir

Amazon.com er amerískt stórfyrirtæki stofnað af Jeff Bezos árið 1994. Amazon, sem er stærsti smásalinn í heiminum, byrjaði sem bóksala en vöruúrvalið nær í dag svo langt að í raun má segja að allt fáist á Amazon.com [9]. Vefverslunin Amazon hefur nú einnig hafið innreið sína á matvörumarkaðinn og kynna stoltir til leiks byltingakenndu nýjung sína, hina svokölluðu Amazon Go verslun sem er fyrsta snertilausa verslunin ásamt handhægum verslunartólum eins og amazon dot og wand. Þessar nýjungar hafa breytti smásöluhegðun til muna. Við erum vön því að þurfa að fara út í búð til að nálgast þær vörur sem sóst er eftir en nú er búið að auðvelda það ferli með þessum handhægu tólum og versluninni Amazon Go.

Snertilausri verslun

Amazon Go er snertilaus verslun þar sem afgreiðslufólkið hefur fengið að víkja fyrir tækninni. Það er engin þörf á að bíða í löngum röðum til að fara að búðarkassanum lengur heldur hefur Amazon þróað ákveðna tækni sem felst í því að kúninn kveikir á smáforritinu “amazon go”, labbar inn í verslunina, tekur þær vörur sem hann þarf og hreinlega labbar út. Tæknin á bak við þetta er sú sama og er þróuð fyrir sjálfkeyrandi bíla og er það samspil gervigreindar og skynjara ásamti aukinni tækniþróun. Amazon hafa kallað þetta “Just Walk Out Technology” eða á íslensku “Ganga út tæknin”, þar sem mörk tölvu- og vélatækninnar hafa verið tekin á nýtt plan. Tækni felst í því að þegar vörur eru teknar eða skilað af búðarhillunum er skynjari sem nemur það og vörunum er hlaðið inn í sýndar körfu. Þegar verslunarferðinni er lokið má þá einfaldlega ganga út og reikningurinn er sendur sjálfkrafa inn á amazon reikning kúnnans, einfaldara gæti þetta ekki verið [1].

Verslunin er staðsett í Seattle en hún var fyrst um sinn aðeins opin ákveðnum kúnnahópi. Nú hefur verslunin verið opnuð öllum, það eina sem þarf er Amazon aðgangur og snjallsími ásamt amazon go smáforritinu [2].

Verslunarlausar innkaupaferðir

Í kjölfar nýrra áherslna hjá Amazon var pöntunarþjónustan Amazon Dash kynnt til sögunnar. Með Dash þjónustunni þarf neytandinn hvorki að fara út í búð né heimsækja vefverslun til að sinna heimilisinnkaupum. Hægt er að nota Amazon Dash Wand eða Amazon Dash Button til að setja saman innkaupalista með annaðhvort raddstýringu, strikamerkjaskanna eða einfaldlega með því að ýta á hnapp [5]. Innkaupalistinn tengist síðan Amazon og vörurnar eru sendar heim. Ekkert gleymist, ekkert vesen og neytandinn þarf ekki einu sinni að opna vafra.

Til að byrja með var bara hægt að fá Dash Button sem er lítil tölva á hnappaformi sem staðsett er víðsvegar á heimilinu. Hver hnappur hefur sitt eigið raðnúmer sem tengist ákveðinni vöru, t.d. Listerine munnskoli, og ef þig vantar munnskol ýtir þú einfaldlega á hnappinn, Amazon fær skilaboð um að þig vanti munnskol og innan skamms er það sent heim til þín [4]. Með þessu móti þarf notandinn ekki að leggja á minnið eða skrifa hjá sér hvað þarf að kaupa í næstu verslunarferð heldur getur hann pantað jafnóðum og eitthvað vantar [7]. Framtíðar kynslóðir munu því aldrei fá upplifa það að sitja á klósettinu og uppgötva að það hafi gleymst að kaupa klósettpappír. Þau staðsetja einfaldlega hnapp við klósettið og ýta á hann þegar minnka fer af klósettpappírsbirgðum.

Núna er líka Dash Wand komið á markaðinn. Lítið handhægt tæki með segli svo hægt sé að geyma það á ísskápnum. Dash Wand hefur strikamerkjalesara og innbyggða Alexa . Þeir sem eiga Dash Wand geta beðið Alexu meðal annars um uppskriftir sem innihalda þau hráefni sem til eru í ísskápnum, bæta vörum í innkaupakörfuna og umbreyta mælieiningum. Í staðin fyrir að taka saman það sem vantar inn á heimilið og gera okkur ferð út í búð, getum við nú, þökk sé Amazon, fyllt á þær vörur sem okkur vantar jafnóðum og fengið þær sendar heim að dyrum [6].

Tímasparnaðurinn er að sjálfsögðu ómetanlegur en er þetta samt raunsær veruleiki fyrir komandi kynslóðir? Auðvita er það eðlileg þróun mannkynsins að aðlaga umhverfið að sér og sínum þörfum en við megum ekki fara fram úr okkur. Við verðum að passa að enda ekki á því að taka út allar þær athafnir sem fela í sér mannleg samskipti.

Alltaf eru þó kostir og gallar

Með breyttum neysluháttum og aukinni tækni er vissulegt að lífshættir okkar eru að breytast. Margar spurningar vakna um hver framtíðin verður, er fólk að fara að temja sér það að versla allt á internetinu? Vissulega fylgja því margir kostir en gallarnir eru líka til staðar. Kostirnir eru klárlega þeir að þetta auðveldar kúnnanum sem nýtir sér þetta til muna hvort sem það er að fara í verslunina eða að panta sér heima í stofunni sinni. Gallarnir eru meðal annars þeir að atvinnuleysi mun aukast þar sem tæknin hefur tekið yfir en spáð er að fyrirtæki geti sparað sér um 15% í rekstrarkostnað með því að taka upp þessa tækni.

Ýmsar aðrir aukaverkanir eiga sér einnig stað í neyslusamfélaginu eins og t.d ef fólk hættir að fara í verslanirnar eru færri sem taka sér göngutúr um verslunargötur og detta óvænt inn í nýjar eða aðrar verslar eða stoppa og fá sér kaffi og köku á kaffihúsum bæjarins. Fólk festist í að versla einungis frá sama framleiðandanum aftur og aftur og erfiðara verður fyrir nýjar vörur að komast að á markaðnum, samkeppni minnkar og örfáir aðilar enda uppi með að einoka markaðinn. Er hraði samfélagsins í raun orðinn það mikill að við höfum ekki lausan tíma til þess að versla. Eða erum við að þróast í það viðkvæmar verur að hávaðinn og örtröðin í matvöruverslunum er orðin okkur um megn?

Höfundar: Fanney Þóra Vilhjálmsdóttir og Þ. Snædís Kjartansdóttir, nemendur við Háskólann í Reykjavík

Lesið 1137 sinnum Last modified on fimmudagur, 08 March 2018 16:40