Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Leikir sem að spilast á sögulegum tíma notaðir sem kennslutól

SveinbjörnBBTölvuleikir hafa verið notaðir sem kennslutæki í nokkurn tíma en þó ekki í stórum stíl þar sem að stórir leikjaframleiðendur einbeita sér ekki að gerð leikja sem að hafa þann megin tilgang að kenna. Leikir í dag hafa frábær umhverfi og er lögð mikil áhersla á það að láta allt líta út fyrir að vera trúverðugt eða byggt á sögulegum staðreyndum.

Leikjaútgefandinn Ubisoft gefur út nær árlega leik í leikjaseríunni ‚Assasin´s Creed‘ sem að fjalla í grófum dráttum um einstakling sem að þarf að ferðast til sögulegra tíma til að læra meira um forfeður sína sem áttu að vera leigumorðingjar sem að breyttu sögunni. Leikirnir fara á milli margra sögulegra tíma, t.d. þriðja krossferðin, ítalska endurreisnin, franska - og ítalska byltingin, Viktoríutímabilið og Egyptaland hið forna. Leikmaðurinn lendir oftast í því að hjálpa persónum sem að við teljum vera gott fólk á þeim tíma og á móti leiðir oft til dauða þeirra, sem að við teljum vera vondir á þeim tíma.

Nýjasti leikurinn í leikjaseríunni byggist á forn Egyptalandi á tímum Kleópötru og á leikmaðurinn að spila mikilvægt hlutverk á milli Kleópötru og Rómar. Nokkrum mánuðum eftir að leikurinn kom út gaf Ubisoft út aðra útgáfu af leiknum sem að hefur ekkert dráp né ofbeldi og er sögulega réttari. Þessi útgáfa af grunnleiknum er kölluð „Discovery tour“ eða uppgötvunar leiðangur og lýsir sér er eins og bardagalaust lifandi safn. Útgáfan leyfir þér að að skoða heiminn, sem er tölvuteiknaður, með leiðsögn sagnfræðinga. Hver ferð í leiknum leggur áherslu á ákveðið efni, s.s. píramídana, múmíur eða lífstíl mismunandi stétta á þeim tíma.

sogu1

„Þetta er eitthvað sem að okkur hefur langað að gera í langan tíma, sem við höfum verið beðin um að gera af kennurum, af stofnunum.“ segir sköpunar leikstjórinn Jean Guesdon.

„Uppgötvunar leiðangur er önnur leið til að njóta fegurð heimsins sem við endursköpuðum. Þetta er fræðilegra, svo það er augljóslega áhersla á fræðslu og að kynna fólki staðreyndir, meiri fræðileg þekking.„

Þeir sem semja leikinn hafa alltaf tekið sér skáldaleyfi eða sköpunarleyfi, þegar kemur að sögunni og er stundum að fjallað um pólitík í framtíðinni, leynileg samfélög og muni með ótrúlega krafta. Gott er að sjá að leikjaframleiðendur sem eru að leggja gífurlega mikið í það að endurskapa tímabil eða sögulega viðburði, séu tilbúnir að hafa leikinn þannig úr garði gerðann að hann leyfi kennurum að nýta leikinn þeirra til kennslu.

sogu2

Sjálfum finnst mér frábært að kennarar séu að nýta sér leiki, en oft er sannsögulega sagan frekar grimm og leiðinleg fyrir leiki til að herma nákvæmlega eftir. Því skil ég af hverju þeir stinga inn einhverju áhugaverðara inn á milli, en þá þarf góða leiðsögn kennar til að greina frá hvað er rétt og hvað er tilbúningur.

Höfundur: Sveinbjörn Berent Birgisson nemandi við Háskólann í Reykjavík