Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

27.09.2018

Tækni sem hjálpar fötluðum að öðlast betri lífsgæði

mmÉg á það til að leiða hugann til þess tíma þegar tæknin var ekki partur af hversdagsleikanum, velta fyrir mér hvort að fólk hafi verið hamingjusamt og áhyggjulaust án áreitis frá snjallsímum og nýjustu tækni eða var lífið erfiðara. Niðurstaða mín er alltaf sú sama þegar áheildina er litið, tækni hefur breytt lífi margra til hins betra. Tækni hefur átt risastóran þátt í því að milljónir manna um allan heim lifa við margfalt betri lífsgæði. Þeir sem eru mér alltaf efst í huga eru einstaklingar með fatlanir og/eða hamlanir á einhvern hátt.

Fjölfatlaðir einstaklingar sem hafa takmarkaða hreyfigetu geta nú notast við rafmagnshjólastóla og stjórnað hjólastólnum með stýripinna. Heyrnaskertir geta notast við heyrnatæki til þess að heyra betur. Sjónskertir hafa möguleika á að fara í lazer og eftir aðgerðina, sem tekur fáeinar mínútur, eru einstaklingarnir með fullkomna sjón. Þessa tækni sjáum við útum allan heim og ósjálfrátt erum við farin að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Það eru fullt af fyrirtækjum í heiminum sem vinna hörðum höndum að því að þróa nýjustu tækni til þess að auðvelda líf fólks með hamlanir.

eSight Corp er fyrirtæki sem var stofnað árið 2006 af rafmagnsverkfræðingnum Conard Lewis en eSight eru gleraugu sem hönnuð eru til að hjálpa lögblindum að sjá. Lewis á tvær systur sem eru lögblindar og hans hvatning var að systur hans myndu sjá og öðlaðst þar með eðlilegt líf. Fyrsta útgáfan, eSight 1, var gefin út í októrber 2013 og eSight 2 var gefin út í maí 2015 og nýjasta útgáfan eSight3 var gefin út í febrúar árið 2017[1]. Í heiminum eru 250 milljónir manna lögblindir, eSight er í dag dýrt tæki sem fæstir einstaklingar hafa tök á að kaupa, en innan fárra ára ef að fjármagn fæst, er möguleiki á því að allir þessir einstaklingar sjái eðlilega þökk sé eSight.

Eyegazer er fyrirtæki sem var stofnað árið 1986. Fyrirtækið sérhæfir sig í að þróa hugbúnað sem hægt er að stjórna með augunum. Þetta er lítil spjaldtölva með myndavél sem skynjar augnhreyfingar. Þessi hugbúnaður gerir einstaklingum með mjög takmarkaða hreyfigetu og mikið málhelti kleift á að eiga samskipti við annað fólk. Sem dæmi er hægt að tengjast símanum sínum í gegnum spjaldtölvuna og senda sms, vafrað um á netinu, horft á myndir, hlustað á tónlist og margt fleira. Einnig er hægt að tengja rödd við spjaldtölvuna sem les upp það sem einstaklingurinn skrifar [2].

Össur er fyrirtæki sem hefur alltaf heillað mig vegna þess hve framarlega þeir eru í þróun gerviútlima. Össur er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1971, fyrirtækið selur stoðtækjaþjónustu um allan heim, gervifætur og -hendur sem eru sérsniðin hverjum og einum. Markmið þeirra er að auka lífsgæði með vönduðum vörum og faglegri þjónustu. Gervifæturnir eru hannaðir þannig að hægt er að notast við gervifætur, sem hjálpar þér í daglegu lífi, svo hanna þeir einnig gervifætur sem hægt er að notast við í íþróttum [3].

Össur hefur þróað nýja tækni sem gerir fólki með gervifætur kleift að stýra þeim með hugarafli. Þorvaldur Ingvarsson, doktor í bæklunarskurðlækningum og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar greindi frá því í grein á Vísi sem var skrifuðvarí maí 2015: „Tæknin gerir það að verkum að upplifun notandans verður næmari og samhæfðari. Niðurstaðan er sú að notandinn getur hreyft gervifótinn samstundis hvernig sem hann vill. Notandinn þarf ekki að hugsa sérstaklega um að hann ætli sér að hreyfa gervifótinn því ósjálfráðum viðbrögðum líkamans er sjálfkrafa breytt í rafboð sem stjórna gervifætinum.“ [4]. Einstaklingar sem hafa fæðst án fóta eða misst fæturnar af einhverjum ástæðum, geta nú stjórnað gervifæti sínum með hugarafli. Þetta segir okkur það að tæknin gefur þessum einstaklingum tækifæri til þess að lifa nánast algjörlega eðlilegu lífi og fötlun þeirra hamlar þeim nánast ekki neitt.

Það verður virkilega gaman og áhugavert að fylgjast með næstu árum og áratugum í tækniþróuninni. Ég trúi því að hinir ótrúlegustu hlutir eigi eftir að gerast í þróuninni, hlutir sem við trúum ekki að séu mögulegir.

Höfundur: Bergþóra Gná Hannesdóttir

Heimildir

[1]„eSight“, Wikipedia. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://en.wikipedia.org/wiki/ESight. [Sótt: 16-sep-2018]

[2]„About | Eyegaze“ [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://eyegaze.com/. [Sótt: 17-sep-2018]

[3]„Um Össur“. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.ossur.is/um-ossur. [Sótt: 19-sep-2018].

[4]„Össur kynnir gervifætur stýrða með hugarafli -Vísir“,visir.is. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.visir.is/g/2015150529937. [Sótt: 19-sep-2018].

Mynd fegnin á https://www.google.com/search?q=free+computer+photo&client=firefox-b-ab&tbm=isch&source=iu&ictx=1&fir=kCZfeCdvAsjr-M%253A%252CpZjhs4y_fty3SM%252C_&usg=AI4_-kSSj2BChNwHChiN709kfTXN6W1EFw&sa=X&ved=2ahUKEwi48a-ig6TeAhUJL1AKHW-uCUEQ9QEwAHoECAYQBA#imgrc=FYsNbwb7W95EwM:

Lesið 600 sinnum