Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Print this page

Tækni, eldri borgarar og læknavísindi

Zohra Lilia BenbouabdellahHröð tækniþróun á síðustu árum hefur haft gríðarleg áhrif á hvernig við tæklum umönnun, sjúkdóma og daglegar þarfir einstaklinga. Tækni í dag býður upp á svo marga ólíka og í raun endalausa möguleika. Nefna má dæmi eins og AI tæki sbr. Alexa, Google Home og Siri. Google home getur haldið utan um allar okkar tæknilegu þarfir eins og dagatal, innkaupalista og jafnvel hvernig við viljum láta vekja okkur.

Allt er þetta gert með því að tala við viðkomandi tæki og biðja það að minna okkur á mismunandi hluti sem við þurfum að gera.

Þessi einföldu tæki eru jákvæð stoð í heim hreyfihamlaðra og sjónskertra og ekki allra síst barna. Í þessu tilfelli beinum við sjónum að eldri borgurum og hvernig gervigreind hefur og mun geta hjálpað þeim og samfélaginu í bættri umönnun.

Ljóst er að fólk lifir lengur nú en áður og kemur upp sú spurning hvað á að gera við allt þetta gamla fólk? Margir þurfa umönnun allann sólarhringinn og sífellt færri leitast í störf á sviði umönnunar sem skapar skort á framboði á móti mikilli eftirspurn.

Mörg leiðandi fyrirtæki í bæði tækni og heilsu hafa aukið framleiðslu á hjálpartækjum sem nýta gervigreind til að anna eftirspurn vegna aukningu á eldriborgurum. Sem dæmi má nefna Amazon Echo og Orbita Health sem nota gervigreind sem umönnunartæki á heimilum eldriborgara vegna skorts á heimilishjálp [1]. Starkey hefur þróað heyrnartæki sem eru með „slip & fall detector“ þar sem tækið sjálft „Livio“ getur greint þegar notandi dettur og sendir því skilaboð þess efnis í símanúmer sem notandinn hefur valið fyrirfram. Einnig er hægt að tengja heyrnartækið beint við sjónvarp, bíl, síma o.þ.h. í gegnum bluetooth [2]. Að nota AI tæknina til þess að læra á og skilja mannfólk verður að teljast byltingarkennt á sviði læknavísinda.

Vísindamenn í Bretlandi hafa þróað gervigreind sem getur reiknað út möguleika á hjarta og æðasjúkdómum og spáð fyrir um líkur á að einstaklingar greinist hraðar og nákvæmar en hópur sérfræðilækna á þessu sviði [3]. Venjuleg greining á hjarta- og æðasjúkdómum eru í þremur stigum og síðasta stigið er mæling á kransæðum sem er ekki þægilegt fyrir sjúklinginn að ganga í gegnum. Gervigreind getur nú mælt og greint breytur í hjartslætti hraðar og nákvæmar en áður, eða um 91% nákvæmni á móti 59% nákvæmni með venjulegum aðferðum.

Svo eru fyrirtæki á borð við Apple og Fitbit að taka þátt í þessari þróun læknavísinda með því að selja neytendum úr sem mæla hjartslátt o.þ.h. stöðugt og með tímanum mynda einsskonar mælikvarða á heilsu einstaklingsins þannig ef eitthvað breytist útaf þeim kvarða er hægt að nánar greina hversvegna og hvenær.

Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst í gegnum tíðina þegar kemur að gervigreind og „machine learning“ hugbúnað, þá sérstaklega er kemur að einkalífi og persónuupplýsingar. Sem dæmi má nefna þegar snjallsjónvörpin komu fyrst á markað kom í ljós að þau gætu verið að safna upplýsingum og jafnvel myndböndum af fólki í tíma og ótíma.

Í raun er greinarhöfundur ekki ósammála þeim punkti er varðar persónuupplýsingar einstaklinga, ljóst er að forrit eins og Facebook fylgjast með og safna upplýsingum um hvern einn og einasta notanda miðilsins. Þetta er áhyggjuefni að því leyti að Mark Zuckerberg hefur skapað vöru sem flestir nota og samþykkja því skilmála síðunnar án þess í rauna að átta sig á því sem verið er að gefa leyfi á. Nægir fyrir okkur að minnast á eitthvað í einkaskilaboðum á Messenger og auglýsing birtist um leið um einmitt það sem rætt var um.

Af þessu leiðir, samkævmt nýlegri rannsókn [4] framkvæmdar af WHO, að samfélagsmiðlar skapa ýmis andleg vanheilindi hjá ungmennum. Víeinsamenn reyna að svara þessu ástandi með gervigreindarlausnum þar sem hægt er að greina andlega heilsu hjá einstaklingum svo hægt sé að greina og hjálpa þeim sem þurfa mun fyrr en áður [5].

Greinarhöfundi þykir þróun á gervigreind á sviði læknavísinda ekki bara jákvæð heldur í raun nauðsynleg. Fólk lifir lengur og um veikist meira eða oftar. Hver getur sinnt öllum þessum einstaklingum sem þurfa læknishjálp? Ekki eru nægir læknar í heiminum nú þegar og hvað þá sérfræðingar. Ljóst er að tíminn sem tekur gervigreind að verða „sérfræðingur“ er mun styttri en sem tekur manneskju. Kannski væri möguleiki að gervigreind yrði notuð í læknanámi einn daginn, læknar og tækni geta orðið einsskonar „samstarfsmenn“ og hjálpað hvort öðru. Læknavísindin hafa þróast svo um munar vegna tækninýjunga en að sama skapi heldur tæknin alltaf áfram að þróast og verða betri, hraðari og öruggari. Að lokum þá væri jafnvel hægt að nýta gervigreind til starfa við umönnun fyrir þá einstaklinga sem þurfa lágmarks hjálp og ef til vill yrði þetta ágætur félagsskapur fyrir eldriborgara sem finna oft til einmannaleika. Gervigreind mun skjóta læknavísindum áfram og get ég ekki séð neina galla við það og fagna notkun gervigreindar og „machine learning“ bæði í okkar daglega lífi, í símanum okkar og við framþróun læknavísinda.

Höfundur: Zohra Lilia Benbouabdellah nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir:

[1] https://www.forbes.com/sites/shourjyasanyal/2018/10/31/how-is-ai-revolutionizing-elderly-care/#1fa18d50e07d

[2] https://web.starkeypro.com/launch/spi19/#/st/en-us/support#livioai-anchor

[3] https://www.forbes.com/sites/shourjyasanyal/2018/10/27/4-ways-in-which-ai-is-revolutionizing-cardiac-care/#2d4290ce7a43

[4] https://spunout.ie/news/article/the-effects-of-social-media-on-mental-health

[5] https://medicalfuturist.com/artificial-intelligence-in-mental-health-care/