Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Print this page

Af hverju er tæknin mikilvæg fyrir kennslu í dag

annaKrakkar í dag nota tæknina allsstaðar vegna þess að tæknin er allsstaðar. Þau fæðast inní þennan tæknivædda heim sem við búum í og þekkja ekkert annað. Við þurfum að fara breyta hvernig við horfum á kennsluaðferðir í dag og horfa til framtíðar þar sem við erum að öllum líkindum á leiðinni í nýja tæknibyltingu.

Ef við horfum á fyrri kynslóðir og hugsum tilbaka þegar við vorum yngri. Kennarar og foreldrar voru alltaf að reyna finna leið til að gera kennslu og kennsluefni áhugaverðara, reyna fá krakka til að finnast lærdómurinn skemmtilegri. Á þeim tíma vildu krakkar fá litríkari og skemmtilegri kennslubækur, það var hlustað á þau og reynt að betrumbæta það sem þau gátu. Sama á við í dag, við þurfum að hlusta á hvað það er sem krakkarnir vilja og það sem er þeim fyrir bestu. Það sem þau vilja er að fá tæknina inní kennslustofuna og inní kennsluna þeirra. Þannig mun þetta verða til þess að kennslubækur, tússtöflur, ritföng hverfi?

Kennarar eru einnig farnir að vilja fá kennslu á tækni og tækni sem gæti nýst þeim í kennslu. Þetta er önnur hlið sem við þurfum að skoða. Það er mikilvægt að kennarar séu uppfærðir um nýjustu tækni. Oftast er það þannig að nemendur kunna mun betur á allt tæknilegt og eru stundum að kenna kennurum sínum hvernig á að gera ýmsa hluti sem tengist tækninni í dag.

Ég tel að þetta gæti bætt og gert námsefnið áhugaverðara fyrir krakka og einnig fyrir krakka sem eru með sérþarfir. Ef við tökum krakka með einhverfuróf sem dæmi, það getur verið ofboðslega erfitt fyrir þá krakka að eiga samskipti við aðra, tjá tilfinningar sínar og að dafna í almennu námi. Með því að innleiða tækni í kennslutíma gætum við haft áhrif á að þessum krökkum gangi betur að læra en þau gera í dag og að þau séu líklegri til að fá jafn góða kennslu og allir aðrir.

En stóra spurningin er, getur tæknin bætt námsárangur nemanda í dag og mitt svar er já. Skóli í bandaríkjunum gerði 70 nýlegar rannsóknir sem byggðu á umhverfi í kennslustofum þar sem tæknin var lykilþáttur. Þetta hefur haft jákvæð áhrif á námsárangur nemenda og sérstaklega þeim sem áttu erfitt með að læra. 1]. Einnig má nefna könnun gerða árið 2011 af CompTIA, þar kom í ljós að 78% af kennurum fannst tæknin hafa jákvæð áhrif á kennslustundirnar og 65% sögðu að tæknin gerðu nemendur sína afkastameiri [2].

Tæknin hefur bara aukist frá árinu 2011 og það er kominn tími á að innleiða þetta allsstaðar. Þetta mun líklega verða til þess að kennsla eins og við þekkjum hana í dag mun taka stórkostlegum breytingum næstu ára. Í staðinn fyrir kennslubækur og ritföng verða snjallborð og snjallskjáir, hver veit nema gervigreindin verði til þess að kennarar verði óþarfi.

En svo kemur spurningin hvort allir skólar hafi almennt efni á því að innleiða tækni inní kennsluna þeirra? Mun þetta leiða til þess að það þurfi að draga úr öðrum kostnaði hjá skólum sem mun hafa áhrif á aðra þætti? Það hlýtur að vera ansi dýrt að kaupa snjallborð og/eða snjallskjái fyrir allar kennslustofurnar. Munum við þurfa að mismuna nemendum vegna þess að tæknin er svo dýr eða mun framtíðin bjóða uppá lausn fyrir alla?

Við viljum gefa öllum krökkum það sem þau eiga skilið sem er að fá sem bestu menntun sem við getum mögulega gefið þeim á hverjum tíma. Framtíðin mun leiða í ljós hvort tæknin sé lausnin við því.

Höfundur: Anna Margrét Jónasdóttir nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildaskrá

[1] © Stanford University, Stanford, and California 94305, “Technology can close achievement gaps, improve learning,” Stanford Graduate School of Education, 09-Sep-2014. [Online]. Available: https://ed.stanford.edu/news/technology-can-close-achievement-gaps-and-improve-learning-outcomes. [Accessed: 05-Feb-2020].

[2] “Research on Technology in the Classroom,” Study.com. [Online]. Available: https://study.com/academy/lesson/research-on-technology-in-the-classroom.html [Accessed: 05-Feb-2020].