Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Print this page

Jákvæð áhrif nútímatækni

margret1Í nútímanum er gríðarlega hröð tækniþróun en það er umdeilt hvort tæknin sé af hinu góða eða slæma. Í greininni verður fjallað um þá jákvæðu þætti sem tæknin hefur haft í för með sér og áhrif hennar á samfélagið. Samskipti eru eitt  af umdeildu þáttum tækninnar en margir vilja meina að mannleg samskipti séu á undanhaldi í okkar samfélagi og það gerist hratt með nýrri tækni.

Áður fyrr fór fólk í kaupfélagið til að versla og notaði tækifærið til að spjalla við fólk, verslanir voru nokkurs konar samkomustaðir. Í dag er mikil  aukning í netverslun eða  um  tugi  prósenta og  eins  og  kemur  fram  í  rannsókn  um  íslenskar netverslanir  að  meiri  breytingar  verða  í  verslun  næstu  10  árin  en  orðið  hafa  síðustu  50  árin  þar  á undan. Getur það haft í för með sér að mörg störf þurrkast út svo verslanir hafa ekki sama gildi og áður[1http://www.doctor">www.doctor, www.heilsa.is, www.visindavefur.is. Ný tækni gerir læknum kleift að greina sjúklinga fljótt og gefa þeim meðferð sem hentar þeim.

Tæknigeirinn keppist við að einfalda líf fólks. Við viljum öll spara tíma og nútímatækni gerir okkur það kleift  á  ýmsan  hátt.  Ef  við  skoðum betur  daglega  hluti  sem  við  gerum  og  reynum  að  ímynda  okkur hvernig þessir hlutir væru ef ekki væri til sú tækni sem við notum í dag, þá væri margt öðruvísi. Ef við rötum  ekki  getum  við  sótt „maps” smáforrit í  símanum  okkar,  stimplað  inn  staðsetningu  og  við komumst áleiðarenda. Ef við viljum vita hvernig veðrið er þá munum við finna veðurspá á innan við mínútu. Ef við viljum vita hversu lengi við erum að sjóða egg þá þurfum við bara að „googla” það. Þetta eru mikil þægindi vegna þess að þetta sparar tíma. Aftur á móti getur þetta leitt til þess að við sem njótum góðs af tækninni getum orðið óþolinmóð ef þetta tekst ekki á örfáum mínútum. Við viljum að allt gerist hratt og helst strax. En yfirleitt virkar tæknin þannig að við upplifum mikil þægindi.

Með nýrri tæknihöfum við uppgötvað mörg ný tækifæri sem við megum ekki gleyma. Að sjálfsögðu er tæknin  tvíeggjað  sverð  og  henni  fylgir  margt  neikvætt  en  þegar  upp  er  staðið  þá  hefur  tæknin  haft jákvæð áhrif á okkur öll.

Höfundur: Margrét Vala Björgvinsdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir

[1http://rsv.is/Files/Skra_0078623.pdfSótt: 12.sep.2019.

[2https://zephoria.com/top-15-valuable-facebook-statistics/Sótt: 13.sep.2019.

[3https://sproutsocial.com/insights/instagram-stats/Sótt%2016.sep.2019">https://sproutsocial.com/insights/instagram-stats/Sótt 16.sep.2019

[4https://www.bbc.com/news/disability-47064773Sótt: 13.sep.2019.

[5https://www.ruv.is/frett/kostir-og-gallar-fjarvinnuSótt: 17.sep.2019.