Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Print this page

Hvernig nýsköpun verður að veruleika

nyskSký heldur áfram að bjóða upp á áhugaverða hádegisfundi á netinu og 21. október var einn slíkur í boði þar sem nýsköpun var í brennidepli. Málin voru skoðuð útfrá ýmsum sjónarhornum í fimm skemmtilegum erindum. Hér á eftir verður farið yfir þessi erindi.

Fyrst var erindi Írisar Huldar Christersdóttur, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem fjallaði um fjárfestingarátak ráðuneytanna í nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Í ár veitti fjármálaráðuneytið 150 milljónir króna til nýsköpunar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Fjármálaráðuneytið sinnir ýmsum umbótamálum þvert á íslenska stjórnsýslu og þar með talið nýsköpun innan hins opinbera. Nýsköpunarverkefni skila ýmsu virði - auka gæði þjónustu og skilvirkni hennar, bæta þátttöku almennings og starfsánægju.

Heilbrigðisgeirinn er einn sá geiri innan hins opinbera sem er meðtækilegastur fyrir nýsköpun og það er verið að gera mjög flotta hluti þar. Starfsfólk innan heilbrigðisgeirans er oft með mjög hátt menntunarstig og brennur fyrir verkefnunum, en það hefur auðvitað mikil áhrif á nýsköpun innan þess vettvangs. En af hverju heilbrigðisþjónusta? Áskoranir þar eru gífurlega stórar og því er nauðsynlegt að hugsa á nýskapandi hátt. Áskoranirnar eru meðal annars öldrun þjóðar, þörf almennings fyrir betri og hraðari heilbrigðisþjónustu og áhrif þess á kólnun starfsfólks, og auðvitað Covid.

Mikill áhugi er á heilbrigðisþjónustu hér á landi og hugmyndir eru um það að landið skuli verða höfn fyrir heilbrigðistækni. Mörg íslensk fyrirtæki eru einnig framarlega í þróun á þessu sviði. Ísland er mjög lítið land með góða innviði og því er hér hægt að innleiða hluti hraðar en í stærri löndum og mögulega á auðveldari hátt. Það er því er sniðugt að prufa nýja hluti hér.

Þetta varð til þess að þetta fjárfestingarátak varð að veruleika. Markmið átaksins voru að afurðir innan átaksins skildu mæta áskorunum heilbrigðisþjónustu, þetta átti að vera ný afurð og byggja á nýrra nálgun og verkefnin skildu vera atvinnuskapandi.

Erfitt hefur verið fyrir nýsköpunarfyrirtæki að komast inn hjá heilbrigðisgeiranum. En ástæðan er sú að þau hafa verið að framleiða eitthvað sem mætir ekki þeirra þörfum.

Ákveðið var að reyna að nálgast sem breiðasta hóp fólks og að verkefnin skildu vera dreifð um allt land. Verkefnið er þríþætt en fyrsti frasinn var hakkaþonið Hack the Crisis Iceland en hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem keppendur vinna saman að ákveðinni áskorun.

Það verkefni sem vann heitir Futuristics -  en það er reiknitæki og spálíkan um komur inn á gjörgæsluna. Það sem er einstakt við þetta verkefni er að þátttakendur höfðu beint samband við forstjóra landsspítalans og unnu verkefnið í samvinnu við hann.

Næsti fasinn var Heilbrigðismótið, en það fór þannig fram að ákveðnum aðilum var boðið að taka þátt og þá gat heilbrigðisstofnun séð hverjir eru með lausnir sem henta þeim. Ásamt því gátu heilbrigðisstofnanir sent inn áskoranir sínar. Þannig varð til samvinna á milli þeirra. Tvær lausnir sem unnar vour eru heilbrigðisþjónusta í sýndarveruleika og rafræn staðfesting við lyfjagjöf. Lausnir markaðarins voru m.a. öryggis-og hjálparhnappur, ný nálgun í skráningu heilbrigðisupplýsinga og fjarmeðferð í sjúkraþjálfun.

Þessir aðilar gátu svo sótt um í þriðja fasann sem var fjárfestingin. En það voru verkefnin metin eftir nýnæmi, þörf heilbrigðisþjónustunnar, framkvæmd markmiða og árangurs verkefnisins. Tólf verkefni fengu fjárfestingu. Með verkefninu var tekið mikilvægt skref í að hvetja til nýsköpunar innan heilbrigðiskerfisins og að auka samvinnu milli aðila.

Næsti fyrirlesari var Guðrún Birna Finnsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem fjallaði um nýsköpun og samkeppni - tækifæri og áskoranir innan reglna um opinber innkaup.

Þegar hið opinbera fær fjármagn frá almenningi eru ákveðnar reglur um hvernig á að fara með það fé. Það er þó ekki hindrun þar sem þetta býður uppá gríðarlega mikið af tækifærum. En markmið laganna er að tryggja jafnræði, hagkvæmni, samkeppni og að efla nýsköpun og þróun. Í öllum útboðsferlum er í boði að vera opinn, sett er fram áskorun og hvatt til að fylgja því, en það krefst nýrrar nálgunar. Í öllum innkaupaferlum er hægt að nýta sér nýsköpun, en þá opnast á fleiri ferla sem fela í sér samtal. Þeir ferlar eru samkeppnisútboð, samkeppnisviðræður og nýsköpunarsamstarf.

Nýsköpun í lögum um opinber innkaup er gríðarlega vítt svið, þetta er ekki einungis ný vara heldur einnig þróun þjónustuferlis, ný skipulagsaðferð, þróunarskipulag vinnustaða og ytri samskipti. Útgjöld ríkissjóðs í heilbrigðismál á hvern mann á Íslandi er að fara yfir 750 þúsund krónur og því eru gríðarleg tækifæri til þess að halda uppi góðri velferð í landinu.

Verðmæti sem tekst að flytja úr landinu búa til grunn fyrir okkur til að standa að velferðarkerfinu. Nú þegar tekjur frá erlendum ferðamönnum eru í lágmarki er hugvitið okkar að koma sterkt inná móti, en það er útflutningur, lyfjafyrirtæki, rannsóknaþjónusta, hugbúnaðarþjónusta og leikjafyrirtæki en þessar skattatekjur standa undir velferðarkerfinu okkar.

Ýmislegt kom í ljós í fjárfestingarátakinu, eitt af því fyrsta sem kom í ljós var að ekki voru nægilegar leiðbeiningar fyrir bókhald hjá nýsköpunarverkefnum en þá var farið strax í það að bæta úr því, en mikið virði er í því að vita þegar eitthvað virkar ekki.

Fjárfesting í nýsköpun og umbótum er fjárfesting okkar allra í framtíðinni.

Nú var komið að Örkynningar á verkefnum sem fengu fjármögnun úr fjárfestingarátaki og þar var fyrstur Daníel Óskarsson en hann er einn þeirra sem fékk fjármögnun úr fjárfestingarátakinu. Hann er að vinna í DNA hraðgreiningum og fjölda greininga fyrir SARS-CoV-2, LSH og ArcanaBio.

Breska ríkisstjórnin fékk KPMG og RAND Institute til að áætla kostnað þjóðfélagsins útaf fjölónæmum bakteríum. Niðurstaðan var að það myndi kosta heiminn um 100 trilljónir dollara fram til 2050 og það myndi auka kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu um 25-40%. Áríð 2040 er talið að fleiri muni deyja úr fjölónæmum bakteríum heldur en krabbameini.

Ný leið til að greina Covid, hraðara og ódýrara er að notast við Antibodies og PCR tækni til að greiningar. PCR virkar fyrr en ekki er hægt að notast við Antibodies fyrr en þú ert ekki lengur með sjúkdóminn. Þar sem PCR notast við dýran tækjabúnað, þú þarft sérþekkingu og það tekur langan tíma og tilraunastofu þá nýtir verkefni tækni sem kallast LAMP, en hún hefur þá kosti að þú þarft ekki dýran tækjabúnað og er þetta því ódýrt, fljótvirkt - hægt að fá svar eftir aðeins klukkustund. Þessi aðferð er mögulega auðveldari í notkun, þú þarft hvorki tilraunastofu né sérþjálfað starfsfólk. Þó er hönnun á kerfinu mikið erfiðara en PCR.

Hægt að nota LAMP til að til að prufa marga í einu og hægt er að greina fólk sem hefur mikið minna af vírusum. Núna er verið að greina fólk með 70-80 vírusa en talið er að hægt sé að koma því niður í 10-20, en PCR sættir sig við allt yfir 100. LAMP notast við munnvatn þannig ekki þarf að notast við pinna sem stingast lengst upp í nefhol eins og er nauðsynlegt að nota t.d. við prófun á skólakrökkum. Ekki viljum við að þau tengja skólann við pyntingu með pinna í nef á hverjum degi. Það er því nauðsynlegt að finna nýja, ódýrari og fljótvirkari aðferð.

Seinni örkynninguna hélt Margrét Guðjónsdóttir sem fékk einnig styrk úr fjárfestingarátakinu fyrir verkefni með hugbúnað til að halda utan um rekjanleg og tímasett feril sjúklinga sem greinast með brjóstakrabbamein.

Þetta verkefni byggir fyrst og fremst út á samvinnu og því að leiða saman þekkingarheima og að skapa ný tengsl og reynslu með því að búa til nýsköpun og þróun. Sjúklingurinn er hafður í öndvegi og verið er að reyna bæta þjónustu við hann á þann hátt að útkoman í verkefninu verði mjög sýnileg og áþreifanleg fyrir sjúklinginn.

Þetta er ferill sjúklings sem greinist með brjóstakrabbamein og eru þau að þróa hugbúnað með verkfræðilegri nálgun á gögn og ferla með því að rekja, besta, herma, spá og búa til nýjar stafrænar lausnir sem nýtist sjúklingnum til að sjá hvar hann er í sínu ferli og er það samþætt við núverandi kerfi Landspítalans. Breytt verklag og innleiðing er því stór þáttur í þessu verkefni.

Til þess að gera þetta þurfti að fara í mikla ferlagreiningu með starfsfólki sem vinnur í þessu daglega og rýna í það hvernig ferillinn er í dag, hvort hann sé ákjósanlegur og hvort hann sé eins hagkvæmur og hann getur verið. Notuð eru fagleg viðmið og skilgreiningar á ásættanlegum biðtíma eftir allskonar þjónustu. Ætlunin er að þessi hugbúnaður hjálpi til við að tryggja að þessum tímamörkum sé fylgt og getur þetta þá nýst sem frumgerð fyrir hugbúnað fyrir allskonar ferla. Aðal áherslan er á sjúklinginn sjálfan og aukin aðkoma og þátttaka hans að ferlinu - það ætti að vera sýnilegt og mælanlegt fyrir sjúklinginn. Tímalínan er skýr og auðveldari samskipti. Spítalinn getur þá einnig fylgst betur með sínum árangri og fylgt tímaramma og aukið innra eftirlit.

Síðast á mælendaskrá var Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdarstjóra SAk sem fjallaði um NHS hraðallinn.  Hann tók þátt á þingi í London 2019, eða Innovation AccelerationFrumkvöðlahraðall,  sem fjallaði um hvað þau væri að gera til að leysa tvö vandamál; ná betri tengslum milli þeirra sem eru að þróa lausnir og fólkinu á gólfinu. En innan NHS voru lög um það að ef þú vannst þar þá máttir þú ekki taka þátt í nýsköpun og þurftir að hætta að vinna þar ef þú vildir gera það. Þeim lögum var lukkulega breytt. Annað vandamál var að fólk kom með góðar hugmyndir og lausnir en svo klikkaði útflutningur á þeim - eitt sem var gert til að laga það var að passa að verkefnin væru ekki of stór því þá er auðveldara að koma þeim út.

NHS er mjög stórt fyrirtæki og starfsfólk þar er vel á aðra milljón og eru þau með milljón skjólstæðinga á hverjum 24 klst. Eru þau þá fimmti stærsti vinnustaður í heimi. Mikill ávinningur er því á því að bæta þjónustu þar og hagkvæmni.

NHS hraðallinn byggir á breiðri hugmyndafræði til að styðjast við og dreifa nýjum hugmyndum og frumkvæði innan NHS sem er til hagsbóta fyrir sjúklinga, almenning og starfsfólk. Hraðalinn virkjar þessa frjóu hugsun innan heilbrigðiskerfisins og kemur fram með nýjungar - þeir gera þetta með því að gefa starfsfólki tíma, leiðbeiningar og tækifæri til að tala við sérfræðinga innan geirans og tengja þetta við akademíu, klíník og iðnaðinn. Dæmi um lausn sem hefur verið búin til innan NHS er app þar sem hægt er að setja inn mynd af fæðingarblett og reiknirit innan appsins gefur vísbendingar um hversu varasamur hann getur verið -  notandinn veit þá hvort það á að leita til læknis eða ekki.

Fundarstjóri var Daníel Ásgeirsson af Landspítalanum sem fórst verkið vel úr hendi

Júlía Ingadóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík tók efnið saman

Mynd fengin hér: https://menntamidja.is/2014/08/07/ny-skyrsla-oecd-um-nyskopun-i-skolastarfi/?print=print