Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Print this page

Hvað er Neuralink?

kristinnNeuralink er nýjasta fyrirtæki og tækni Elon Musk. Hann hefur miklar væntingar til tækninnar og ætlar sér stóra hluti þegar kemur að því að hjálpa og hafa áhrif á mannkynið í komandi framtíð. Neuralink er örsmátt tæki kallað Link sem sett er í höfuðkúpuna. Úr tækinu liggja örsmáir þræðir í niður í ysta lag heilans. Markmið Neuralink er að hjálpa fólki við allskyns tauga- skaða og sjúkdóma.

Neuralink var stofnað árið 2016, en fyrsta opinberlega kynningin var ekki fyrr en júlí 2019. Elon Musk heldur því fram að fyrsta tækið verði komið í prófun á manneskjum árið 2021.

Tæknin

Hönnun Link á fyrstu kynningu var kubbur sem átti að setja á bakvið eyrað með fáum vírum sem lágu meðfram höfðinu og niður í höfuðkúpuna. Nú í nýjustu kynningu Neuralink í ágúst 2020 hefur tæknin breyst töluvert. Kubburinn er hringlaga, tæplega á stærð við eina krónu. Úr kubbnum liggja svo örsmáir þræðir eða vírar sem tengjast niður í ysta lag heilans. Til samanburðar hversu smáir þessi þræðir eru þá er þykkt eins hár á höfðinu um 100 míkró metrar(µm) en hver þráður 5 míkró metrar. Þræðirnir eru 43 mm langir og fara 3 til 4 mm niður í heilabörkin. Svo gríðarlega nákvæmni þarf til þess að tengja hvern og einasta þráð að aðeins róbot getur gert það. Þessi róbot hefur verið hannaður sérstaklega af þeim og er það mjög áhugavert að sjá hvernig hann „saumar“ þræðina niður í heila. Aðgerðin tekur aðeins um eina klukkustund og er ferlið í heild sinni ekki lengra en dagsferð.

Sambærileg tækni í dag er Deep brain stimulations (DBS). Það eru fyrir ferðamiklir pinnar sem stingast niður í heila og örva taugarnar. Það er mikil hætta sem fylgir þessu pinnum; gríðarleg aðgerð og aukaverkanir. Talið er að hver pinni eyðileggi svæði um sykurmola að stærð í heilanum. Aukaverkanir sem geta fylgt örvun pinnanna eru m.a. erfiðleikar í tjáningu, jafnvægi, sjóntruflanir og skapsveiflur. Neuralink er að koma í stað þessara gömlu tækni, þessara gríðarlegu aðgerð og aukaverkana sem fylgja. Til samanburðar á þessum tækjum þá hefur Deep brain stimulation 8 – 12 rásir á til örvunar en Neuralink hefur 1024 rásir. Einnig getur Neuralink lesið heilavirknina sem Deep brain stimulation gerir ekki. Kubburinn á að ganga á fullri hleðslu yfir daginn og hlaðinn á næturnar.

Markmið Neuralink

Á ysta lagi heilans getur tækið hjálpað við minnisleysi, heyrn og sjón. Þetta fyrsta markmið hjá þeim er mjög langt komið á leið. Þeir hafa nú þegar komið tækinu fyrir í svínum sem heillast vel eins og Elon Musk tekur skýrt fram. Þeir sýndu í beinni í kynningunni þar sem þeir lesa heilavirkni svínanna við notkun skyntauganna í andlitinu, annaðhvort við að borða eða í snertingu.

Elon Musk er gríðarlega bjartsýnn og ákveðinn að þessi tækni muni ná miklu lengra en komið er. Hann segir að þeir hjá Neuralink ætli sér mun stærri hluti. Ætli sér að fara neðar en ysta lag heilans og þar geti þeir læknað mikla sjúkdóma og veikindi eins og t.d. Alzheimer‘s Parkinson‘s, lömun, flogaveiki og jafnvel þunglyndi, kvíða og alkóhólisma. Mænuskaða lýsir hann eins og rafmagni. Mænuskaði sé ekkert annað en brotinn vír. Þeir geti notað kubbinn í heilanum og lesið virkni þar, sent taugaboðin í annan kubb sem tengdur er fyrir neðan „brot“ í mænu og virkjað taugarnar. Hann er öruggur um að þetta munu þeir leysa í komandi framtíð. Auðvelt er að sjá að Link getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið við hjálp veikinda, tauga- sjúkdóma og skemmdir.

Elon Musk ætlar sér að gera Neuralink aðgengilegt almenningnum á viðráðanlegu verði. Íhlutir og búnaður til framleiðslu Neuralink eru þeir sömu að mestu og eru notaðir í snjallsímum í dag. Hann ætlar sér svo auðveldu aðgengi að þegar koma út nýjar kynslóðir geti fólk einfaldlega komið og skipt í nýjasta kubbinn.

Of langt gengið?

Elon Musk ásamt starfsfólki sínu svara spurningum um hversu langt þau vilji sjá Neuralink tæknina fara í framtíðinni. Svörin voru m.a. myndavél í stað skemmds auga, hugsanir í orð og mynd, læra inn á sjúkdóma áður en þeir koma fram, afrita hugsanir og jafnvel AI af sjálfum sér. Einnig eru þeir öruggir um það að tækið verði bluetooth tengt í símann hjá manni og gefur þannig upplýsingar svipað og snjallúr gera í dag.

Þessi svör gera þessa tækni virkilega spennandi en gríðarlega ógnvekjandi á sama tíma. Þetta hljómar óhugnanlega mikið eins og Black Mirror þáttur sem ég vill ekkert endilega vera partur af. Hvernig verður það ef allir verða með link sem er farinn að geta afritað hugsanir og virkni? Er hægt brjótast inná kubbinn og þannig fá aðgang af þér persónulega?

Óhætt er að segja að það verður virkilega áhugavert að fylgjast með þróun þessara tækni, næstu kynningum og fréttum frá Neuralink.

Höfundur: Kristinn Örn Kristinsson nemandi í Háskólanum í Reykjavík

Heimildaskrá

Hamilton, I. A. (2020, 10 01). Elon Musk says he's tested his brain microchip on monkeys, and it enabled one to control a computer with its mind. Retrieved from Business Insider: https://www.businessinsider.com/elon-musk-neuralink-brain-microchip-tested-on-monkeys2019-7?r=US&IR=T

Hamilton, I. A. (2020, 10 01). Elon Musk says his AI brain chip company Neuralink will run a live tech demo of a 'working device' on Friday. Retrieved from Business Insider: https://www.businessinsider.com/elon-musk-neuralink-brain-microchip-tested-on-monkeys2019-7?r=US&IR=T

mayoclinic. (2020, 10 01). Deep brain stimulation. Retrieved from Mayoclinic: https://www.mayoclinic.org/tests-procedures/deep-brain-stimulation/about/pac-20384562

Neuralink. (2020, 10 01). Neuralink Progress Update, Summer 2020. Retrieved from Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=DVvmgjBL74w