Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

AlexsandraÞann 5. mars árið 1988 birtist grein í British Medical Journal (Lowry og Macpherson, 1988)þar sem fjallað var um það að St. George’s háskólinn í London hafi verið fundinn sekur umkyn- og kynþáttamismunun í umsóknarferli tilvonandi nemenda. Til þess að auðvelda starfsfólki vinnslu á umsóknum hafði háskólinn látið útbúa hugbúnað sem látinn var sjá um fyrstu útsigtun umsókna. Hugbúnaðurinn var byggður á ítarlegri greiningu á hvernig starfsfólk háskólans valdi umsóknir og þegar hugbúnaðurinn var tekinn í notkun voru ákvarðanir hans í 90-95% tilfella þær sömu og ákvarðanir starfsfólks.

SvanhildurAfrek kvenna eiga það til að gleymast í sögubókum og tækni heimurinn er ekkert öðruvísi. Stór afrek þeirra kvenna sem hafa tilheyrt uppbyggingu tækninnar virðast ekki fá sömu viðbrögð og viðurkenningu líkt og karlmenn í sama geira.

Þess vegna langar mig að fjalla um nokkrar konur sem hafa verið brautryðjendur í tæknigeiranum og fengu ekki afrek sín metin fyrr en löngu seinna. Ég tel þessar konur vera miklar fyrirmyndir og þær þurfa að vera meira sýnilegar. Við það að rannsaka efnið komst ég að því að það eru ótal margar konur sem passa við ofangreindar lýsingar en ég ætla þó aðeins að fjalla um fjórar. Þær stórfenglegu konur sem ég ætla að fjalla um eru Ada Lovelace, Grace Hopper, Hedy Lamarr og Margaret Hamilton.

danielÞað er alltaf sagt að mynd segi 1.000 orð, og myndbönd eru saman safn af myndum, en hvað mun þá sýndarveruleikinn segja okkur mikið?

 

FridrikÞað er margt og mikið gert í leik- og grunnskólum landsins.  Krakkarnir fara út að leika, hafa söngstund, hópavinnu, lubbastund og málbeinið og svo af og til, þá er sjónvarpsstund.  Á leikskólanum hjá syni mínum hafa þau á 4 ára deildinni fengið að horfa á þætti sem að heita Tölukubbar sem að eru sýndir bæði á RÚV ( með íslensku tali ) og á Netflix ( með ensku tali ).  Þetta eru þættir sem að kenna krökkum að telja, leggja saman, draga frá, sléttar tölur og odda tölur.  Persónurnar eru einfaldlega kubbar af mismunandi fjölda og persónuleikum og hoppar þær oft ofan á hvor aðra eða frá hvor annarri og mynda þá nýja tölu. Þættirnir unnu til BAFTA verðlauna í barnaflokki árið 2019 og voru tilnefndir árið 2017 til verðlauna í lærdómsflokki.

Jason 2Í gögnum frá 1990-2000 má finna margar lýsingar á því hvaða hugmyndir voru um þróun tækninnar í framtíðinni. Hér ætlum við að skoða nokkrar af þessum hugmyndum og hver staðan er í dag, hafa hugmyndir ræst og hver hefur þróunin verið um leið og við lítum aðeins til framtíðar.

mynd svavaÞegar leið á á tíunda áratug síðustu aldar varð netnotkun sífellt vinsælli meðal almennings og einkatölvur urðu algengari á heimilum. Eins og Halldór Kristjánsson, verkfræðingur kemst svo vel að orði í erindi sínu frá árinu 1991 þá varð tölvuþekking „ ..ekki lengur forréttindi fárra heldur fötlun þeirra sem ekki hafa hana.“ Þegar litið var til framtíðar áttuðu margir sig á möguleikum tölvunnar á ýmsum sviðum í lífi okkar. Til dæmis sáu ýmsir fyrir sér hvernig tölvan gæti nýst sem tól til þess að veita kennurum tækifæri til að þróa nýjar námsaðferðir fyrir nemendur. Fólk fór að velta því fyrir sér hvaða áhrif tækninýjungar gætu haft á kennsluhætti í skólum.

Inga Ingolfsdottir myndHér ætla ég að skoða hugmyndir um tækniþróun í gegnum tíðin með hliðsjón af stöðu mála í dag og núverandi framtíðarsýn. Ég nýtti mér valdar heimildir frá árunum 1990-2000 en einnig nýlegri umfjöllun um efnið. Gera má ráð fyrir því að ýmislegt hafi ræst og annað alls ekki. Óhjákvæmilega dettur mér í hug Y2K vandinn svokallaði, sem nánar verður greint frá hér fyrir neðan, ásamt öðrum heimsendaspám og vísindaskáldskap en ég mun líka leitast eftir því að skoða hvað sannspáir höfðu að segja og hvað þykir í dag líklegt eða ólíklegt að verði í náinni framtíð.

sarahÍ þessari grein ætlum við að skoða tímabilið 1995-2000 útfrá þróun í tölvutækninni og bera saman við daginn í dag. Heimildir okkar fundum við í tímaritinu Tölvumálum á timarit.is og skoðuðum m.a. auglýsingar og greinar sem þar er að finna. Lögmálið um veldisvöxt sem sett var fram af Gordon Moore: „Fjöldi smára á samrás tvöfaldast á 18 til 24 mánaða fresti“ (Ólafur Andri Ragnarsson, 2019 bls. 69) virðist vera sannað í auglýsingum frá þessum tíma þegar þróun tækninnar var mjög hröð.

about michelangelo creation adamSamskipti milli einstaklinga eru fjölbreyttari nú en nokkru sinni fyrr, hvort sem það er persónulegt spjall við vini og fjölskyldu eða umræða samræður við samstarfsmenn. Möguleikarnir til stafrænna samskipta, sem komu fram á seinni hluta síðust aldar hafa leitt til nýrra og spennandi leiða sem meðal annars gera notendum kleift að deila skilaboðum hraðar og yfir lengri vegalengdir.

Hlynur thor AgnarssonÞegar kemur að aðgengismálum er venjan að einblína á ákveðna hópa fólks og hvernig við þurfum að mæta þeirra þörfum. Það er vissulega nauðsynlegur hluti ferlisins að greina mismunandi þarfir einstaklinga þannig að sú vara eða þjónusta sem við bjóðum upp á geti talist aðgengileg öllum. En er það ekki einmitt það sem áherslan á að vera á? Í mínu starfi verð ég gjarnan var við viðhorf líkt og „Blindir þurfa að geta notað vefsíðuna okkar.“ Ekki misskilja mig, mér finnst alltaf frábært þegar vilji er sýndur til að gera vel í aðgengismálum, enda er það sjálfsagt og sú ætti raunin alltaf að vera. Mér finnst það þó fallegri hugsun að lausnir séu hugsaðar „fyrir alla“ frekar en „fyrir alla og líka blinda og sjónskerta“. Athugið að þarna er ég einungis að tala um hvernig við meðhöndlum hugtakið aðgengi og hugsum um það. Leyfið mér að útskýra nánar.

Page 1 of 47