Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

tværVið erum tvær mæður með börn á leikskóla,  önnur búsett í Bandaríkjunum og hin á Íslandi. Okkur langar að skoða smáforrit sem tengjast samskiptum á milli kennara og foreldra barna í leikskólum. Við fengum veður af því að verið sé að innleiða smáforrit sem heitir Karellen í leikskólum landsins og eftir að hafa heyrt um það langaði okkur að skoða það aðeins betur. “Smáforritinu er ætlað að auðvelda kennurum að miðla skilaboðum, upplýsingum um viðveru barna og myndum af leik og starfi.” (Karellen, 2014).

au3Skólastofur og skrifstofur voru lengi vel mjög ótæknivæddar en það hefur breyst mikið á síðustu árum. Eftir að internetið varð hluti af hversdagsleikanum hafa hjólin farið að snúast ansi hratt og framundan gætu verið miklar breytingar í kennslustofum sem og í kennsluaðferðum. Multi touch borð og veggir gætu orðið lykillinn af hópavinnu framtíðarinnar hvort sem um er að ræða í skólum eða vinnustöðum.

kamila og hildurÁrið 2016 hleypti BBC af stokkunum verkefninu Micro:bit. Það fól í sér að öll börn á aldrinum 12-13 ára fengu gefins litla forritanlega vasatölvu með innbyggðum áttavita, bluetooth tækni, hreyfiskynjara og 25 rauðum LED ljósum sem geta birt ýmis skilaboð. Tilgangur verkefnisins var að virkja sköpunargleði barna og kynna þau fyrir grunnþáttum forritunar. Það er skemmst frá því að segja að verkefnið hlaut góðar viðtökur.

haukur.prent 

Ný tækni þróast oft samhliða eldri tækni, stundum gengur hún alveg frá eldri tækni og stundum að hluta til. Mjög háleitar vonir hafa verið bundnar við upplýsingatæknina, hún getur augljóslega leyst fjölmörg verkefni betur en áður var hægt og fellt múra og gerbreytt tæknilausnum í flestum atvinnugreinum. Og vonirnar um lýðræðishlutverk hennar hafa ekki síst verið miklar. En hún rekur sig líka á veggi á sífellt fleiri sviðum.

albina og evaGraffiti Research Lab er hópur sem stofnaður var af Evan Roth hakkara og listamanni og James Powderly listamanni, hönnuði og verkfræðingi. Þeir sameinuðu krafta sína og vilja reyna koma til móts við veggjalistamenn og aðra listamenn sem og mótmælendur. Með það í huga hafa þeir þróað ‘laser tagging’ kerfi sem gerir fólki kleift að yfirfæra eða teikna myndir á byggingar úr verulegri fjarlægð. Þetta er gert með þvi að nota grænan laserbendi og DLP skjávarpa.

UTmessanFBprofile03

UTmessan fer fram í Hörpu 3. og 4. febrúar 
UTmessan: Þar sem allt tengist 

Hin árlega UTmessa nálgast óðfluga og verður að segjast að áhugi fyrir viðburðinum hefur sjaldan verið meiri. Öll helstu tæknifyrirtæki landsins taka nú virkan þátt í UTmessunni og sjá til þess að gestir fái að sjá og upplifa það sem hæst ber í tæknigeiranum hverju sinni. Fjölgun á erlendum sýningaraðilum er ár frá ári og sama má segja um komu erlendra ráðstefnugesta á ráðstefnuhluta UTmessunnar en það er skemmtileg viðbót við þá 1.000 innlendu ráðstefnugesti sem mæta á UTmessuna.

asrun 13035Nú er komið nýtt ár og því mun án efa fylgja nýjungar í tækni sem verður spennandi að fylgjast með. Margri eru að spá í spilin, hvað muni gerast, hvaða nýjungar nái vinsældum og hvað ekki. Það er mun auðveldara að spá eitt ár fram í tímann en heilan ártug, en í þessum pistli langar mig að fara yfir spá Jayson DeMers (Forbes contributor) sem telur að sjö atriði muni stand upp úr á árinu.

antonFyrirtæki á borð við íþróttavörurisana Adidas, Nike og fleiri minni fyrirtæki ásamt sprotafyrirtækjum keppast um að búa til klæðanlega tækni eða „wearable technology“. Markaðurinn fyrir klæðanlega tækni er að stækka gríðarlega hratt og er spáð fyrir um að hann eigi einungis eftir að verða meiri á næstu árum.

myndin1Að hafa aðgang að bæði íslensku og ensku námsefni hefur góð áhrif á ensku kunnáttuna okkar en frekar neikvæð áhrif á íslenskuna. Þegar megnið af námsefninu er á öðru tungumálinu eigum við auðvitað til að hallast að því tungumáli þegar kemur að fræðiheitum og heitum á aðferðum ekki síst ef þau eru alþjóðleg, en stundum kemur þó fyrir að það verði súr blanda af báðum tungumálum. 

kevin og randverÁrið 1926 skrifaði Sigurður Nordal : „Tungan hefur ekki einungis verið undirstaða menningar vorrar, heldur líka sjálfstæðið út á við og inn á við.” [1]. Íslenska er eitthvað sem allir Íslendingar eru stoltir af og viljum við nota íslenskuna í allt sem hægt er og viðhalda henni eins og hægt er. Íslenska tilheyrir germönsku greinar indóevrópskra tungumála og hægt er að rekja hana til elsta stigs norðurgermanskra mála, þá frumnorrænu sem töluð var á Norðurlöndum á árunum 200 til 800 [2].

Síða 11 af 38