Tölvumál
15. janúar 2020

Framtíðin er okkar!

RagnheidurViðtal við Ragnheiði H. Magnúsdóttur, forstöðumann Framkvæmda hjá Veitum og handhafi UT-verðlauna Ský.

Ragnheiður hefur verið í farabroddi í upplýsingatæknigeiranum og lagt áherslu á fjölbreytileika í þeim geira. Hún er forstöðumaður Framkvæmda hjá Veitum en var áður m.a. framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í tæp 6 ár og  vann síðan við breytingarstjórnunarverkefni hjá Marel auk þess sem hún hefur setið í stjórnum Samtaka vefiðnaðarins og Ský. Einnig hefur hún verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT. Árið 2019 hlaut hún UT-verðlaun Ský sem eru heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Tölvumálum langaði að heyra í Ragnheiði, bæði um hana sjálfa og hennar sýn á fjórðu iðnbyltinguna.

GettyImages 917581126.0Nú er jólafríinu lokið, allt komið á fulla ferð á nýju ári og þá er komið að fyrsta hádegisverðarfundi Ský þetta árið sem var haldinn 15. janúar. Fundurinn var fjölmennur enda efnið spennandi og ætla ég að rekja hér helstu atrið fyrirlestranna.

5g surgery china remote operationÞróun tækni- og tölvubúnaðar hefur tekið hröðum framförum undanfarin ár og hefur sú þróun átt þátt í miklum framförum innan heilbrigðiskerfisins. Með stórstígum skrefum fram á við er hægt að tryggja ávinning fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga í heilbrigðisgeiranum: tryggja sjúklingum hnitmiðaðri greiningu vandamála/sjúkdóma sem og lausn eða lækningu sem er sniðin að hverjum og einum.

Ólafur Andri Ragnarsson 2Við lifum á tímum mikilla tækniframfara. Fjórða iðnbyltingin með róbotatækni og gervigreind mun hafa mikil áhrif á líf og störf fólks á næstu árum. Umræður hafa þó mikið snúist um hræðslu, ótta við atvinnuleysi og ójöfnuð. Hins vegar, í sögulegu samhengi er þessi bylting í raun framhald af öllum þeim miklu tækniframförum sem heimurinn hefur upplifað um langan tíma og hefur fært okkur ómælda velmegun. Fjórða iðnbyltingin felur í sér fjölmörg tækifæri á mörgum sviðum og ætti að veita mönnum von og bjartsýni.

Matvælaiðnaðurinn er ekki undanskilinn þeim miklu áhrifum sem fjórða iðnbyltingin er þegar farin að hafa á heiminn. Marel hefur frá upphafi byggt hugmyndafræði sína á hugviti, nýsköpun og möguleikum tækninnar til að auka afköst og gæði. Fyrirtækið hefur því tekið fjórðu iðnbyltingunni opnum örmum og nýtir nú þegar möguleikana sem ný tækni í gagnavinnslu og greiningu býður upp á.

mynd1Í heimi hraðra tækniframfara hafa upplýsingar (e. data) tekið fram úr olíu sem mikilvægasta auðlind heims (Fauerbach, án dags; Martin, 2019; The Economist, 2017). Það er því ekki óeðlilegt að ógnir tengdar upplýsingaöryggi hafi aukist samhliða og að netárásir séu hreinlega orðnar að atvinnugrein (Sigurjónsson, 2017).

egilltSkammtatölvur gætu á endanum gert flestar núverandi öryggis dulkóðanir ónotfærar. Það er þó engin ástæða til þess að missa sig yfir því, vegna þess að það er lítið mál að færa sig yfir í nýja tegund af dulkóðun sem er örugg gegn skammtatölvum. [1]

svefn newsvefnNox Medical hefur getið sér gott orð fyrir nýsköpun og framsækni á sviði lækningatækja til svefngreininga. Fyrirtækið er í fararbroddi þróunar og sölu svefnmælitækja og sjálfvirkrar greiningar á lífmerkjum. Rannsóknarteymi Nox Medical vinnur náið með læknum og vísindafólki að því að beita gervigreind. Teymið þróar nýjar greiningaraðferðir sem varpa nýju ljósi á svefnlæknisfræði og geta stuðlað að betri meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga.

gabrielaNæsta skref þróunar mannkynsins!

Einstaklega spennandi hlutir eru að eiga sér stað í tölvutækni í heiminum í dag. Árið er 2019 og umræðuefnið er BCI (e. high-bandwidth, implantable brain-computer interface), það er að segja bein samskiptaleið milli viðbætts heila, eða þræddum, við utanaðkomandi tæki. Elon Musk ætlar að setja tölvu í heila á fólki. Hugmyndin og tækið er afurð Neuralink, fyrirtækis Musk sem stofnað var árið 2016 til að þróa tæknina. 

Zohra Lilia BenbouabdellahHröð tækniþróun á síðustu árum hefur haft gríðarleg áhrif á hvernig við tæklum umönnun, sjúkdóma og daglegar þarfir einstaklinga. Tækni í dag býður upp á svo marga ólíka og í raun endalausa möguleika. Nefna má dæmi eins og AI tæki sbr. Alexa, Google Home og Siri. Google home getur haldið utan um allar okkar tæknilegu þarfir eins og dagatal, innkaupalista og jafnvel hvernig við viljum láta vekja okkur.

Page 11 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is