Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

JohannÞegar fólk heyrir orðið gervigreind hugsa margir um einhverskonar ofurklár vélmenni í fjarlægri framtíð sem munu á endanum taka yfir heiminn. Gervigreind leynist hinsvegar allt í kringum okkur í dag og hefur meiri áhrif á okkar daglega líf en margan grunar. Tæki eins og Alexa frá Amazon nota flókin reiknirit til að læra hegðun fólks.

Ólafur Brynjar JónssonSjálfvirkni er tækni sem gerir okkur kleift að framkvæma aðgerðir án þess að manneskja þurfi að hjálpa. En í hvaða formi sjáum við sjálfvirkni? Í dag hugsum við eflaust fyrst um sjálfkeyrandi bíla eða mannlausar verksmiðjur fullar af sjálfstýrðum örmum að púsla saman flóknum vörum sem við verslum síðan á veraldarvefnum. 

liljaÍ nútíma samfélagi eru allar upplýsingar aðgengilegar á örskotsstundu. Nánast allir eiga snjallsíma og fartölvu og jafnvel spjaldtölvu líka. Við erum uppi á tíma þar sem fáir grípa með sér dagblaðið lengur áður en þeir setjast við heilagar athafnir enda er síminn alltaf til staðar og allar heimsins fréttir berast okkur beint í hann. Þegar dagblaðið kemur loksins inn um lúguna hjá okkur erum við búin að sjá allar heitustu fréttirnar fyrir löngu síðan á skjánum hjá okkur.

Asta ThollÞað fer ekki fram hjá neinum að tækniþróuninni fleygir hratt fram nú á dögum og kröfur og væntingar notenda breytast verulega dag frá degi. Þetta eru síður en svo nýjar fréttir en hefur haft þau áhrif að æ fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að íhuga stöðu sína og skoða hvaða skref þarf að stíga til að bregðast við þeim áskorunum sem stafræn umbreyting mun hafa. Bæði sprotafyrirtæki og rótgrónari fyrirtæki og stofnanir munu þurfa að innleiða aðferðir sem stuðla að nýsköpun og framþróun á þeirra sviði og koma þannig betur til móts við viðskiptavini sína. Á sama tíma getur verið flókið fyrir gamalgrónari fyrirtæki og stofnanir að brúa bilið á milli viðhalds á eldri kerfum og þess að taka skref í átt að nýsköpun innviða eða innleiða ný kerfi, ferla eða þjónustumódel, sem þjóna betur markmiðum stofnana til lengri tíma.

MadPow Press 2013Liðin er sú tíð þegar hugbúnaður var einungis notaður af sérfræðingum sem höfðu tækifæri til að fara í gegnum þjálfun til að nota hann. Í dag er langflestur notendahugbúnaður sem við búum til settur beint í hendur á notendum án nokkurra formála eða kynningar. Í dag alast líka flestir á Íslandi upp við hátækni frá blautu barnsbeini og eru ófeimnir við að nýta sér hana. En það þýðir líka að notendur eru hættir að sætta sig við hvað sem er. 

Þorbjorg Helga VigfusdottirÍ 120 ára gömlu húsi í Reykjavík hefur höfundur ásamt metnaðarfullum hópi hugbúnaðarsérfræðinga og sérfræðinga í mennta- og heilbrigðisvísindum unnið að því að nýta tæknibyltinguna til að bæta aðgengi að hjálp. Verkefnið er margþætt enda þjónusta heilbrigðis- og menntakerfis við einstaklinga bæði flókin í eðli sínu en ekki síður (óþarflega) flókin kerfislega.

HHGInternetnotkun er orðin samvaxin daglegu lífi okkar flestra og erfitt að ímynda sér tilveruna algerlega án hennar. Mörkin á milli raunheima og netheima verða sífellt óljósari en sporin sem við skiljum eftir okkur á netinu eru raunveruleg. Af þeim sökum ættum við, samkvæmt grundvallarmannréttindum, að njóta fullkominnar persónuverndar í netheimi líkt og í raunheimi. Nýja evrópska persónuverndarlöggjöfin er stórt skref í þá átt. Hér verður mikilvægi persónuverndar skoðað í samhengi við atferlismiðaða vinnslu fyrirtækja í hagnaðarskyni og öryggisbresti sem getur orðið hjá fyrirtækjum sem vanrækja skyldur sínar. Fyrst verður þörfin fyrir að vernda persónuupplýsingar dregin fram, í öðrum hluta verður atferlismiðun útskýrð og í þeim þriðja sýnt fram á að enn sem komið er hafa öryggisbrot í Bandaríkjunum haft alvarlegri afleiðingar fyrir viðskiptavini en fyrirtæki. Að lokum verða færð rök fyrir því að persónuverndarlögin stuðli að mannréttindum sem eru mikilvægari en sá hagnaður sem fyrirtæki mögulega missa af nú þegar þau verða að standa sig samkvæmt reglum um meðhöndlun persónuupplýsinga.

asrun 13035Mikið er ritað og rætt um gagnsemi og ágóða af kennslu í forritun í grunn- og framhaldsskólum og er greinilega vaxandi áhugi á að auka þessa kennslu. Kennarar og kennsluaðferðir skipta miklu máli í að móta viðhorf nemenda til námsgreina og þarf að vanda til verka í forritunarkennslu sem og allri annarri kennslu, t.d. með því að tryggja að kennara hafi góða þekkingu og færni í forritun sem og í kennslufræði forritunar. Neil C. C. Brown og Greg Wilson skrifuðu áhugaverða grein Ten quick tips for teaching programming sem langar mig að fara yfir og ræða hér í upphafi annar. Þó að greinin taki mið af eldri nemendum þá held ég að hugmyndafræðin eigi við alla sem kenna forritun.

Olafur Kristjánsson new.jpgOlafurNetverslun er ein af þeim framförum sem fylgt hefur upplýsingatækniþróuninni síðastliðin ár og sú þróun er og mun verða örari á næstu misserum. Þróunin er að breyta kauphegðun neytenda og stór hluti nútíma heimila nýtir sér viðskipti á netinu vikulega eða oftar. Þá er gott að skoða hina hliðina á teningnum sem snýr að áhættuþættinum. Í auknum mæli berast fréttir af viðskiptaháttum á netinu þar sem viðskiptavinir eru plataðir, t.d. með því að versla vöru eða þjónustu sem ekki er svo afhent eða innt af hendi. Algengar skýringar eru að um tafir sé að ræða þangað til að á endanum neytandinn tekur eftir að vefverslunin hefur verið lögð niður og hann stendur uppi með sárt ennið.

 

Ada newAda

Ada, hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands var stofnað þann 11. september síðastliðinn og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt félag hefur verið starfrækt fyrir konur í upplýsingatæknitengdu námi í skólanum. Nafn félagsins er dregið af stærðfræðingnum Ada Lovelace sem skrifaði það sem kalla má fyrsta forritið og er því oft sögð vera fyrsti forritarinn.

Page 11 of 46