Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

pall og hallurGagnavæðing (e.: digitization) er samheitið yfir samfélagsþróun sem nú á sér stað. Hún felur í sér að segja má að við lifum og hrærumst í þremur heimum, í stað tveggja áður. Við höfum lifað í samþættum heimum efnis og hugmynda, en nú hefur bæst við stafrænn heimur. Þessi heimur er tiltölulega nýtilkominn en hefur gerbreytt því hvernig við vinnum, eigum samskipti, öflum okkur upplýsinga og hvernig við lærum og leikum okkur. Hinn stafræni gagnavæddi heimur hefur því augljóslega mikil bein áhrif á bæði efnis- og hugmyndaheim okkar (Harari 2015).

arnarTæknin er stór partur af lífi okkar í dag og mun vera það í framtíðinni. Tækninni fer sífellt fram og ný tækni lítur dagsins ljós á hverjum degi. Það er kostir og gallar við alla þessa tækni en hún er óumflýjanleg. Fólk hefur verið að þróa aðferðir sem gera tölvum kleift að skynja og skilja umhverfið sitt og taka rökréttar ákvarðanir í sambandi við það. Gervigreind í dag er kannski ekki komið eins langt og sumar kvikmyndir láta í veðri vaka, en hún er út um allt í kringum okkur þótt við tökum kannski ekki eftir því.

jolÁgæti lesandi, ritnefnd Tölvumála óskar þér og þínum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári um leið og við þökkum fyrir samstarfið og viðtökurnar á liðnum árum. Ef þú ert í vandræðum með áramótaheiti þá stingum við upp á að skrifa grein í Tölvumál, frekar tvær en eina. Hittumst hress í janúar.

myndMikil gróska er í tölvuheiminum og þá ekki síst í öryggismálum. Fólk getur þénað allt að 380.000 dollara á ári með því að vinna í tölvutengdum öryggismálum í Bandaríkjunum. Meðaltalið er þar 233.000 dollarar[1]. Árið 2016 var gert ráð fyrir að milljón ný störf í öryggisbransanum yrðu auglýst [2]. Í öryggisheiminum er samt ekki allt dans á rósum því starfið er mjög krefjandi og erfitt. Það þarf að sjá til þess að villur eða gallar verði ekki til í forritum sem tölvuþrjótar geta nýtt sér til þess að komast inn í kerfið, stolið upplýsingum og valdið stórskaða.

media 998990 1280Samfélagsmiðlar skipa orðið stóran sess í lífi margra og mikið er rætt um ýmsa þætti sem varða notkun þeirra. Aftur á móti hefur ekki mikið farið fyrir umræðum um það sem kallað er stafræn arfleifð (e. digital legacy). Stafræn arfleifð er hugtak yfir allt það sem við skiljum eftir okkur á netinu. Það fylgir notkun samfélagsmiðla að notendur hlaða inn ýmis konar gögnum, s.s. myndum, myndböndum, textum o.s.frv. Fáir virðast hins vegar velta því fyrir sér hvað verður um öll þessi gögn þegar við deyjum.

ÞordisSími sem endist út ævina er hugmyndin á bak við svokallaða einingasnjallsíma eða modular smartphones einsog þeir nefnast á ensku. Hugmyndin byggir á því draga úr rafrusli, rafmagnstækja-úrgangur (e. E-waste) inniheldur eitruð efni og því er mikilvægt að henda ekki tækjunum, heldur endurvinna þau sem hætt er að nota daglega. Snjallsímum er oft hent eftir stutta notkun þar sem þeir þykja úreltir  eða  vegna þess að einstaka hlutir í þeim skemmast. Þetta eykur magn rafmagnstækjaúrgangs í heiminum en talið er að einingasnjallsímar gætu dregið þessari þróun (McNicoll, 2013).

Alexsander1Markmið vélanáms er að þjálfa kerfi til að bera kennsl á þau mynstur sem er finna í þeim gögnum sem eru við hendi, og ákvarða svo líklega eiginleika nýrra gagna. Með ódýrari gagnageymslum fer gagnamagni á öllum sviðum ört fjölgandi, og með því hafa nýjar rannsóknir vélanámsreiknirita sameinast.

HrafnhildurÞað fer ekki á milli mála  að stefnumótamenning vesturlanda og víðar hefur breyst svo um munar með tilkomu tækninnar. Fyrst var það síminn sem gerði okkur kleift að hringja í þann sem við vildum ganga í augun á í stað þess að semja ástarbréf. Löngu seinna kom farsíminn og smáskilaboð þutu á milli fólks eins og lítil bréf á ljóshraða. Áfram hélt þróunin og tók stórt stökk þegar almenningur öðlaðist aðgang að internetinu sem gerði okkur kleift að senda gögn með hraði á milli hvors annars. Skilaboð sem örvuðu bæði sjón og heyrn. 

hgFlest fyrirtæki í dag nota starfsmenn til að slá handvirkt inn upplýsingar í tölvukerfi, bæði gögn sem eru formföst og önnur sem eru það ekki (e. structured/unstructured). Oft eru þetta síendurteknar aðgerðir sem lúta verkferlum háðum ákveðnum reglum og gæti því gagnavinnslan hæglega verið sjálfvirknivædd. Aukin áherslaá sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla hefur orðið til þess að búist er við geysilegum vexti í þessari grein og að stafrænt vinnuafl komi að ríflega þriðjungi þeirra í nánustu framtíð (Earnst & Young, 2017).

Hjálmar Diego ArnórssonRafmyntir hafa á undanförnum árum verði að ryðja sér til rúms sem ný leið til greiðslu og hafa vinsældir þeirra aukist jafnt og þétt og eru nú í dag til um 900 mismunandi rafmyntir. Hér á eftir verður farið stuttlega yfir rafmyntir og hvernig þær virka. Þá verður einnig litið yfir hvernig Ísland er að verða miðpunktur heimsins í vinnslu á rafmyntum.

Síða 11 af 42