Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Hlynur Passamynd 2015Það eru ýmsar leiðir til að nálgast umræðu um mikilvægi hugvits. Ein leiðin er að benda á að við erum að taka fyrstu skrefin okkar inn í stærstu tæknibyltingu allra tíma. Í gær, miðvikudag, hófu sjálfkeyrandi leigubílar að aka um stræti Pittsburgh í Bandaríkjunum. Það eru góðar líkur á því að innan tveggja áratuga geti sjálfvirknivæðing þurrkað út um helming allra starfa á Bandarískum vinnumarkaði [1]. Þau störf sem koma í stað þeirra verða að öllum líkindum störf sem byggja á hugviti; þekkingu og hugmyndaauðgi. „Vélmennin eru að koma, hugvit er okkar eina von“ – það er ein leið til að tækla málefnið, og nokkuð sannfærandi leið ef út í þá sálma er farið. Mig langar hins vegar til að tala smá um fisk.

atli stortÍ þessari grein er fjallað um hina svonefndu "top-task" aðferðafræði Gerry McGovern við utanumhald efnis á vef. Samkvæmt henni hafa allir vefir örfá lykilverkefni sem skila mesta verðmætinu. Þetta eru verkefni sem flestir notendur koma til að leysa þegar þeir heimsækja vefinn. Lykilverkefnin eru mikilvægustu atriðin og ættu að hafa forgang á hverjum vef. Þau eru staðsett í hinum svokallaða langa hálsi. Í hálsinum er u.þ.b. 5% verkefna, sem skila um 25% af verðmæti vefsins.

eyjo 1

Í mars á þessu ári tóks tölvunni Google AI að sigra Kóreanska stórmeistarann Lee Sedol í borðspilinu Gó.  Fyrr í þessum mánuði byrjuðu fyrstu sjálfkeyrandi leigubílarnir að taka farþega í Singapore, þó enn þurfi bílstjóri að vera til staðar til að grípa inn í ef illa fer.  Á öðrum sviðum er þýðingarvél Google orðin gríðarlega öflug og getur þýtt texta milli ríflega 100 tungumála ásamt því að myndgreining getur hæglega fundið texta á myndum og þýtt yfir á önnur tungumál.  Við fyrstu sýn virðast þessi atriði eiga fátt sameiginlegt annað en að vera vitnisburður um framþróun á sviði gervigreindar og tölvugetu.  Það sem er hinsvegar áhugaverðast við þessi dæmi er að þau byggja öll á sömu aðferðafræði, tauganetum eða artificial neural networks.

myndinÍ skólakerfinu í dag er sífellt meiri áhersla lögð á þátttöku nemenda í kennslustundum. Þátttaka nemenda hefur hinsvegar verið mismikil og jafnan reynst erfitt að fá nemendur til að taka þátt í umræðum. Þetta vandamál má til dæmis rekja til þess að margir eru feimnir við að rétta upp hönd og tala í tímum sama hvort það er til  þess að svara spurningum kennarans eða spyrja nánar út í efnið. Til að leysa þetta vandamál eru til ýmis forrit sem gera nemendum kleyft að taka þátt í umræðum í tíma á nafnlausan hátt.

haukur.prentÉg kom inn á rannsóknarstofnun á sviði heilbrigðismála fyrir nokkru og við mér blasti skemmtileg sjón. Lang flest tækin, jafnvel heilu tækjasalirnir, voru framleidd á Íslandi. Eða var það ekki? Í þessa átt dreymdi tæknimenn fyrir 2-3 áratugum og framtíð þeirra er kannski einmitt núna.Við höfum vissulega Össur, TM og DeCode sem öll vinna að heilbrigðismálum og svo höfum við Actavis hér enn að einhverju leyti og svo Hugvit í rafrænni stjórnsýslu. Kannski fleiri. Það vekur athygli að þessi fyrirtæki voru öll stofnuð í árdaga tölvualdar hér á landi og það er eins og ný tækifæri hafi ekki skapast síðan þá.

asrun 13035Ný tækni býður upp á marga möguleika til að koma efni á framfæri á auðveldan hátt og á margskonar formi s.s. myndum og texta. Tungumálið er ein af leiðunum sem við höfum til að tjá okkur og þar getum við valið um rúmlega 6000 tungumál. Flestir velja sitt móðurmál til að tjá sig á eða það mál sem flestir tala í því landi sem dvalið er í. Svo virðist sem aðeins um 2% af tungumálum heimsins sé í blómlegri notkun á netinu. Sumir ganga svo langt að segja að 96% af öllum tungumálum heimsins séu útdauð þegar það kemur að því að nota ‏ þau í snjallsímum, spjaldtölvum eða fartölvum. Gæti ‏það ‏‏þýtt að internetið hafi sömu áhrif á tungumál og talið er að halastjarna hafi haft á risaeðlur?

DSCF9592Nú fer Tölvumál í sumarfrí og komum við aftur 11. ágúst. Hvet alla til að nota tímann í sumar til að skrifa grein fyrir prentaða útgáfu af Tölvumálum sem kemur út í haust, þemað er íslenskan og upplýsingartæknin, skilafrestur 01. september 2016. Við birtum líka vikulega pistla hér á vefnum og erum alltaf til í að birta skemmtileg skrif félagsmanna og annarra.

Ritnefnd Tölvumála leitar að nýjum félögum í hópinn en hlutverk nefndarinnar er að birta vikulega greinar/pistla fyrir Tölvumál á sky.is vefnum og gefa út prentaða útgáfu af Tölvumálum að hausti. Nefndarmenn sjá um að útvega greinar og/eða skrifa sjálfir og lesa yfir það efni sem birt er. Það væri gaman ef þú vilt koma í hópinn og aðstoða okkur við að koma fjölbreyttu efni á framfæri. Endilega hafðu samband við ritstjóra ef þú hefur áhuga

Fyrir hönd ritstjórnar, Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri, asrun@ru.is

SigurjonOlafssonFrá netbólunni í kringum síðustu aldamót hafa verið smíðuð ótal vefumsjónarkerfi á Íslandi og mörg þeirra ekki átt langra lífdaga auðið. Nokkur hafa hins vegar blómstrað og eru í stöðugri þróun. Í umfjöllun á þessum síðum er litið yfir stöðu á fimm grónum íslenskum vefumsjónarkerfum: Dacoda frá Dacoda, Dísill frá Cyan (Skapalóni), Eplica frá Hugsmiðjunni, LiSA frá Advania og Moya frá Stefnu. Tölvumálum lék forvitni á að vita hver staðan væri á þróun þeirra, hvort einhverra nýjunga væri að vænta og fá rök þeirra fyrir því af hverju fyrirtæki eigi að velja þeirra kerfi en ekki opinn hugbúnað (open-source) í vefumsjónarkerfum.

Þorlákur LúðvikssonIn any job, when making important decisions, good information is a great thing to have. For an emergency unit in a hospital, where people are making actual life or death decisions, having the best data at your fingertips is crucial.

Jón Þór ÞórhallssonHvað er ECSM? Október mánuður er tileinkaður ECSM (European Cyber Security Month), herferð á vegum ESB/EES til að fá fólk til átta sig á hættunni af net- og upplýsinga árásum með áherslu á menntun, miðlun upplýsinga og hvernig sé best að verjast hættunni. Umsjón með herferðinni hefur ENISA. https://cybersecuritymonth.eu

Síða 13 af 38