Tölvumál

IMG 1257Nú ætlar ritnefnd Tölvumála að fara í sumarfrí fram í ágúst og um leið og við óskum ykkur öllum gleði og ánægju í sumar þá minnum við á að þema blaðsins í haust er ekki þriðji orkupakkinn heldur fjórða iðnbyltingin. Skilafrestur greina er til og með 1. september! Og ekki má gleyma að það má alltaf bæta við áhugasömu fólki í ritnefndina. Þá er bara að nota sólina til að setjast niður og skrifa stuttan pistil fyrir netið eða lengri grein fyrir blaðið og bjóða sig svo fram í ritnefndina. Góðar stundir. 

01. júní 2019

Babel fiskur

kolbeinnHitchhiker‘s Guide to the Galaxy er frægt útvarpsleikrit eftir Douglas Adams. Þar er fjallað um Englendinginn Arthur Dent sem lendir í því að þurfa að fara á puttanum út í geim eftir að jörðin er eyðilögð. Í geimnum tala menn önnur tungumál sem hann ekki skilur. Til allrar hamingju er vinur hans Ford Prefect með í för og treður litlum gulum slímugum fisk upp í eyrað á honum (BBC, 2014).

asrun 13035Fyrirsjáanlegur er skortur á tæknimenntuðu fólki í framtíðinni og þá sérstaklega í tölvunarfræði. Ýmis störf verða í náinni framtíð vélvædd að hluta eða að öllu leyti og má jafnvel leiða líkur að því að mörg þeirra verði störf sem nú eru í höndum kvenna frekar en karla, en í staðin munu skapast störf sem krefjast tæknikunnáttu. Einnig má benda á að nú er verið að hanna og þróa tækni og tæki framtíðarinnar og auðvitað þyrftu bæði kynin að koma að þeirri vinnu, því að það verða jú bæði kynin sem munu nýta sér tæknina.

FjolaOftast hefur verið dregin upp frekar neikvæð mynd af tölvuleikjaspilun í fjölmiðlum. Í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið skrifað í fjölmiðla um áhrif tölvuleikjaspilunar á heilsu okkar og hamingju, þó misvel sé stuðst við vísindalegar rannsóknir. Þar hefur margt verið ritað um tölvuleikjafíkn og ofbeldisfulla tölvuleiki og áhrif þeirra á börn og unglinga. En er ekkert jákvætt við þá?

Erla 2Flestir kannast við að fara í fjarnám, jafnvel fjarþjálfun, en hvað með að fara í fjarmeðferð við sálrænum og/eða líkamlegum vandamálum?  Hér á landi er boðið uppá fjarmeðferð við svefnleysi inná vefnum www.betrisvefn.is.

Steindór S. GuðmundssonCompanies today face enormous cybersecurity challenges, losing hundreds of billions of euros collectively every year due to data breaches exploited by hackers. Cybersecurity is famously hard, and attackers are increasingly adept at circumventing our cyber defenses. Cyberattacks have caused significant damage for individuals and companies in Iceland and abroad. The exponential growth of cybercrime worldwide has been a stark, consistent and alarming trend as can be seen clearly from this infographic bit.ly/30kDataBreaches.

25. mars 2019

Tækjabyltingin

Guðmundur JóhannssonÁrið 2020 er spáð að nettengd tæki í heiminum verði fleiri en 24 milljarðar. Það þýðir að hver einasti jarðarbúi eigi að meðaltali fjögur nettengd tæki. Öll þessi tæki mynda svo það sem oftast er kallað hlutanet, internet allra hluta eða Internet of Things (IoT) á ensku.

25. mars 2019

Gleðilega páska!

IMG 2427

25. mars 2019

Góðar hugmyndir

tulips 1083572 480Framundan er páskafrí og þá gefst kannski tími til að skoða áhugaverð myndbönd. Það er alltaf gaman að spá í framtíðina og fyrir þá sem er annt um menntun unga fólksins þá eru margir möguleikar á sveimi og mun vonandi margt breytast á næstunni með tækinýjungum. En til að breytingar verði þá þarf að þekkja til möguleikanna og því datt mér í hug að taka saman lista yfir nokkur myndbönd sem nemendur mínir í HR fundu í leit sinni að athyglisverðu efni tengdu notkun á upplýsingatækni í skólakerfinu.

Guðmundur VestmannÞeim fjölgar stöðugt sem ráða sinn persónulega aðstoðarmann. Þeir eru að vísu ekki eins snjallir og aðstoðarmenn ráðherra, en nokkuð snjallir samt. Hún Siri greyið hefur þó ansi oft verið skotspónn grínara á netinu, ýmist fyrir hnyttnar eða þá algjörlega fáránlegar athugasemdir. En hverju sem því líður, þá hefur þróun þessara talandi aðstoðarmanna sem byggja á gervigreind verið ótrúleg síðustu ár.

Page 13 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is