Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

 MG 7958Stöðug aukning hefur verið í flugumferð síðastliðna áratugi og eru spár sammála um að ekkert lát verði á þeirri aukningu  í nánustu framtíð. Rannsóknir hafa sýnt að það sem gæti einna helst haldið aftur af þeirri þróun sé takmarkað framboð af hæfum flugumferðastjórum til starfa við flugumferðastjórn. Um er að ræða verulega krefjandi starf sem kallar á aukna eftirspurn eftir einstaklingum með sérstaka hæfni. Til að mæta þessari eftirspurn væri hægt að leggja áherslu á að fjölga flugumferðastjórum, finna leiðir til að auka afkastagetu þeirra eða auka afkastagetu kerfisins í heild sinni. Á sama tíma er vert að hafa í huga mikilvægi þess að viðhalda þarf ströngum öryggisviðmiðum.

fanneyBörn eru framtíðin eins og oft er sagt. Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni og þekkingu og er því tölvumenntun barna einn af lykilþáttum árangurs þjóðfélaga í átt að menntun í takt við tækniþróun sem kallar á bætta kennsluhætti. Framtíðarstörf byggja á stafrænu læsi og þekkingu á forritun og ljóst er að eftirspurnin er mikil. Börn í dag eru talin vera vel tölvulæsi, þau ná að tileinka sér tæknilega hluti fljótt og geta því vafrað um á netinu og spilað leiki áður en þau læra að lesa. Þau eru því mjög móttækileg og fljót að tileinka sér nýjungar.

EiríkurEnginn vafi er á því að ytra áreiti á íslenskuna hefur vaxið mjög mikið á undraskömmum tíma, einkum á undanförnum fimm árum eða svo, og mun fyrirsjáanlega aukast enn á næstunni. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem margar hverjar tengjast tölvu- og upplýsingatækni, svo sem snjall-tækjabyltingin, útbreiðsla gagnvirkra tölvuleikja, YouTube- og Netflix-væðingin, og í sjónmáli er mikil útbreiðsla talstýringar. Flest tæki eru nú tölvustýrð að mestu leyti og þessum tækjum verður á næstunni stjórnað með tungumálinu að miklu leyti – við munum tala við þau eins og maður við mann. Margir þekkja nú þegar talandi leiðsögutæki í bílum, eða Siri í iPhone, eða sjónvörp sem talað er við.

grein 5Það er alltaf gaman að fylgjast með fréttasíðum sem sérhæfa sig í tæknifréttum. Í dag sá ég til dæmis að Spotify og Waze hafa tekið höndum saman til að það sé einfaldara að hlusta á tónlist í bílnum um leið og þú notar GPS til að finna út hvert þú ert að fara. Þetta þýðir að nú mun líklega ekki slokkna á tónlistinni þegar þú reynir að finna réttu leiðina með GPS appinu, þú munt geta hlustað á tónlistina um leið og þú ferð yfir í appið til að fá leiðalýsingu eða þú getur valið tónlist á meðna þú skoðar réttu leiðina.

k1Okkur langaði að kynna sér betur nýtingu upplýsingatækni í skólum og langaði að fá að heyra sjónarmið kennara. Því það gagnast lítið að vaða bara af stað með innleiðingu og stefnur án þess að heyra frá þeim sem virkilega koma til með að nýta sér hugmyndirnar. Við tókum því viðtal við grunnskólakennarann Ingu Margréti Skúladóttur sem hefur starfað sem kennari í 25 ár og sér núna um námsver í Grunnskólanum í Borgarnesi sem var opnað árið 2015. Námsverið er hugsað sem eins konar griðastaður fyrir nemendur til að koma og geta lært án áreitis. Það fannst okkur hljóma eins og góður staður þar sem hægt væri að prófa sig áfram með nýtingu upplýsingatækni í námi og vildum því vita meir um það.

tværVið erum tvær mæður með börn á leikskóla,  önnur búsett í Bandaríkjunum og hin á Íslandi. Okkur langar að skoða smáforrit sem tengjast samskiptum á milli kennara og foreldra barna í leikskólum. Við fengum veður af því að verið sé að innleiða smáforrit sem heitir Karellen í leikskólum landsins og eftir að hafa heyrt um það langaði okkur að skoða það aðeins betur. “Smáforritinu er ætlað að auðvelda kennurum að miðla skilaboðum, upplýsingum um viðveru barna og myndum af leik og starfi.” (Karellen, 2014).

au3Skólastofur og skrifstofur voru lengi vel mjög ótæknivæddar en það hefur breyst mikið á síðustu árum. Eftir að internetið varð hluti af hversdagsleikanum hafa hjólin farið að snúast ansi hratt og framundan gætu verið miklar breytingar í kennslustofum sem og í kennsluaðferðum. Multi touch borð og veggir gætu orðið lykillinn af hópavinnu framtíðarinnar hvort sem um er að ræða í skólum eða vinnustöðum.

kamila og hildurÁrið 2016 hleypti BBC af stokkunum verkefninu Micro:bit. Það fól í sér að öll börn á aldrinum 12-13 ára fengu gefins litla forritanlega vasatölvu með innbyggðum áttavita, bluetooth tækni, hreyfiskynjara og 25 rauðum LED ljósum sem geta birt ýmis skilaboð. Tilgangur verkefnisins var að virkja sköpunargleði barna og kynna þau fyrir grunnþáttum forritunar. Það er skemmst frá því að segja að verkefnið hlaut góðar viðtökur.

haukur.prent 

Ný tækni þróast oft samhliða eldri tækni, stundum gengur hún alveg frá eldri tækni og stundum að hluta til. Mjög háleitar vonir hafa verið bundnar við upplýsingatæknina, hún getur augljóslega leyst fjölmörg verkefni betur en áður var hægt og fellt múra og gerbreytt tæknilausnum í flestum atvinnugreinum. Og vonirnar um lýðræðishlutverk hennar hafa ekki síst verið miklar. En hún rekur sig líka á veggi á sífellt fleiri sviðum.

albina og evaGraffiti Research Lab er hópur sem stofnaður var af Evan Roth hakkara og listamanni og James Powderly listamanni, hönnuði og verkfræðingi. Þeir sameinuðu krafta sína og vilja reyna koma til móts við veggjalistamenn og aðra listamenn sem og mótmælendur. Með það í huga hafa þeir þróað ‘laser tagging’ kerfi sem gerir fólki kleift að yfirfæra eða teikna myndir á byggingar úr verulegri fjarlægð. Þetta er gert með þvi að nota grænan laserbendi og DLP skjávarpa.

Síða 13 af 40