Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

asrun 13035Þema Tölvumála í ár er Ógnir dagsins í dag og lausnir til framtíðar og er þar átt við örugga nýtingu tækninnar í víðu samhengi. Við höfum áhuga á að skoða áskoranir sem mæta þeim sem vilja tryggja örugga notkun á upplýsingatækni, hvernig er hægt að misnota tækni og hvernig er hægt að verjast misnotkun, en einnig hvernig tæknin aðstoðar við að tryggja öryggi borgaranna. Til að hita upp fyrir skrif í blaðið í sumar er hér stuttur pistill um ógnir og öryggi, aðallega þó ógnir, til þess að hvetja sem flesta til að skrifa greinar í blaðið og/eða pistla fyrir vefútgáfuna okkar okkar. 

andreaoggardarTilgangur langtímavarðveislu opinberra rafrænna gagna er fyrst og fremst til þess að styrkja upplýsingarétt almennings sem og gagnsæi í stjórnsýslunni. Rafræn gögn samtímans eru jafnmikilvæg sögu þjóðarinnar og eldri gögn.

finnur og kristjánÞessi grein sýnir fram á hvernig hægt er að nota upplýsingar úr þráðlausa kerfinu til að sjá viðveru starfsfólks í rauntíma. Einnig sjáum við hvernig þjónustufyrirtæki geta nýtt upplýsingar úr kerfinu í rekstri. Til þess að ná þessu fram þarf ákveðinn grunnur að vera til staðar.

arnastLöngum hefur því verið haldið fram að íslenskan sé í útrýmingarhættu. Sennilega er rétt að haga seglum eftir þeirri svartsýnu spá. Þegar íslensk tunga á í varnarbaráttu í síbreytilegum heimi tækninýjunga er eðlilegt að huga að því hvernig styrkja megi stöðu þessa forna tungumáls sem fæstir vildu sjá á bak. Um þessar mundir vinnur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að því að opna vefgáttina málið.is en undir þeim hatti verður fjölmörgum gagnasöfnum stofnunarinnar safnað saman. Er það fyrst og fremst gert til þess að bæta aðgengi að þessum viðamiklu söfnum.

dadi gÁ síðustu UT messu var ég með fyrirlestur um hvort að þörf væri á samstarfi lögreglu og einkageirans. Ég taldi svo vera og tel enn. Þessar hugleiðingar mínar hér eru, svipaðar og á UT messunni, um hvernig hægt sé að hefja samstarf og einnig af hverju ég tel það mikilvægt.

WoEgill 2 nota ef hún er betrirdPress er útbreiddasta vefumsjónarkerfi í heiminum og líklega kannast flestir lesendur Tölvumála við kerfið. Fyrirtækið á bak við WordPress, Automattic, er með um 500 starfsmenn frá 57 löndum þar sem töluð eru 69 tungumál. Síðustu fimm ár hefur Egill Rúnar Erlendsson starfað hjá fyrirtækinu og nýlega bættist annar Íslendingur í hópinn. Tölvumálum lék forvitni á að vita nánar um starfsemi WordPress hér á landi og ekki síst að fá að heyra um það starf sem unnið hefur verið við þýðingar á kerfinu og því var tekið viðtal við Egil Rúnar Erlendsson, kóðasmið og auglýsingastjór hjá Automattic..

AnnaMiklar tækniframfarir á síðustu árum hafa orðið til mikilla umbóta í bankaþjónustu. Viðskiptavinir bankanna geta nú verið í stöðugri bankaþjónustu í gegnum netbanka og smáforrit bankastofnanna. Þó er enn eftirspurn eftir frekari stafrænni þjónustu frá stórum hluta viðskiptavina. Tæknin er til staðar en fáir bankar eru komnir á sporið. Við hönnun netbanka hefur upplifun og aðstoð við notendur yfirleitt ekki verið sett í fyrsta sætið, heldur áherslan sett á að skapa hagnýt kerfi sem eru aðallega hönnuð til að sjá um greiðslur. Í grein sinni fullyrðir Rich Berkman, hjá IBM Interactive Experience, að meginástæður þess séu að einstaklingsviðskipti tryggi bankastofnunum minnstan hagnað og að þær eigi erfitt með að takast á við nútímavæðinguna [1].

atliSamfélagsmiðilinn Facebook, eða Fésbók hefur verið vinsæll meðal Íslendinga. Á Íslandi er varla til sá maður sem ekki hefur notað þessa leið við að segja frá lífi sínu, eiga samskipti við aðra eða fylgjast með því sem þeir fást við í daglegu lífi. En hvað segja menn á Fésbókinni? Er íslenskan þar eins og venjulegt ritmál? Eða er einhver munur á því? Atli Týr Ægisson kannaði málfar Fésbókarnotenda árið 2012.

Nýsköpun verður meiri með hverjum degi og tækninýjungum fjölgar. Það hefur áhrif á mannfólkið hvernig tækni það notar. List er vítt hugtak sem allir kannast við og flestir hafa gert eitthvað sem mætti telja list á sínu lífskeiði. List nær mjög langt aftur í tímann, talað er um að list hafi verið uppgötvuð fyrir 40.000 árum. Sú list var t.d. skúlptúrar, hellamálverk og steinmálverk [1]. Með tækninýjungum er byrjað að skapa nýtískulist sem aldrei var hægt að skapa með þeim tæki og tólum sem til hafa verið. Hér ætlum við að sýna nokkur dæmi.

HaraldurMagenta er verkefni innan Google, sem gengur meðal annars út á að nota gervigreind til að skapa nýja tónlist, þ.e. að tölva geti lært og búið sjálf til nýja tónlist (Eck 2016; Brandom 2016; McFarland 2016; D. Murphy 2016). Þetta er kerfi sem byggir á svonefndu TensorFlow kerfi, eða safni/líkani sem er nokkurs konar tól sem gerir tölvum kleift læra, sjá og skilja, t.d. hvað er á mynd þegar horft er á hana, hvaða hlutir eru á henni og fleira, sem sagt lærir að þekkja hluti úr ytra umhverfi.

Síða 13 af 42