Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

ingunnFrá því að verkfræði varð til sem sérstök faggrein á 19. öldinni og fram yfir miðja 20. öld, byggði kennsla verkfræðigreina á hagnýtri nálgun. Helstu kennarar í faginu voru verkfræðingar með mikla reynslu af rekstri eða hönnun sem fóru inn í háskólana og miðluðu af reynslu sinni til næstu kynslóðar. Á sjötta áratug síðustu aldar hófst sú þróun að lögð var aukin áhersla á vísindalegar undirstöður verkfræðinnar. Þetta varð til þess að tækniþróun fleygði fram en þýddi um leið að tengingin við iðkendur í faginu minnkaði, þar sem minna varð um að kennarar hefðu unnið í iðnaði, en sífellt fleiri lögðu stund á rannsóknir.

Ingþór júlíusson 265Hjá Reiknistofu bankanna (RB) starfa um 70 manns á hugbúnaðarsviði og eru mörg þróunarteymi að störfum hverju sinni.  Tækniumhverfið er einnig ansi viðamikið þar sem bæði er verið að viðhalda eldri lausnum, útfæra nýjar lausnir og innleiða aðkeyptar lausnir.  Til að flækjustigið verði ekki of mikið í útfærslu, viðhaldi og rekstri á öllum þeim lausnum sem er verið að vinna með þá var tekin ákvörðun fyrir nokkrum árum um að útbúa fyrirfram skilgreindar hönnunarlýsingar og ýmis sniðmát (e. Design Patters and Templates) sem eru notuð þvert á teymi og lausnir.

EyjolfurÁ síðustu árum hafa fjölmargir nemendur tekið áfanga í forritun við Háskólann í Reykjavík. Inngangsáfangi í C++ forritun er kenndur bæði fyrir fyrsta árs nemendur í tölvunarfræði, og fyrir annars árs nemendur í verkfræði. Undanfarin ár hafa um 400-500 nemendur setið þessa áfanga á hverju ári. Í þessari grein mun ég fjalla stuttlega um þann hugbúnað sem ég hef notað við kennslu í C++ forritun við Háskólann í Reykjavík.

Billede Pall 2013Gott upplýsingakerfi getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot með því að minnka kostnað við vörukaup og sölu, bundið viðskiptavini betur við fyrirtækið, auðveldað samninga við vörubirgja, aukið ánægju viðskiptavina o.s.frv. Í dag eru mörg fyrirtæki með samþætt upplýsingakerfi (e. Enterprise Resouce Planning) þar sem t.d. sala, innkaup, birgðahald, viðskiptamannabókhald, þjónustustjórnun, búðarkassar, innheimta o.s.frv. fer fram innan sama kerfisramma. Dæmi um slík kerfi er Dynamics AX, SAP, Oracle, Dynamics NAV ofl. Svona upplýsingakerfi eru blanda af vöru (hugbúnaði) og þjónustu þar sem kerfið þarf að innleiða í fyrirtækinu í ákveðnu ferli. Kerfi geta verið nokkuð mismunandi, það geta verið fleiri uppsetningamöguleikar á kerfinu, og birgjar geta búið yfir mismunandi þekkingu og reynslu.

Marta Kristín LárusdóttirHlutfall Íslendinga, sem nota internetið daglega eða næstum daglega var 96% árið 2014 skv. gögnum frá Hagstofunni, sem var hæsta hlutfall í allri Evrópu (Hagtíðindi, 2015). Hugbúnaðarkerfin, sem notuð eru á internetinu, þurfa því að vera auðveld í notkun fyrir alla aldurshópa. Ef erfitt er að nota kerfin, gætu notendur hætta að nota þau; það gæti tekið of langan tíma fyrir þá að ná markmiðum sínum, þeir gætu orðið ergilegir og upplifun þeirra slæm af notkuninni. Sama gildir um hugbúnað, sem er hannaður fyrir ákveðna notendahópa. Rannsókn í Svíþjóð á því hversu vel hugbúnaður styður embættismenn (e. White collar workers) sýnir að 26,5 mínútur gætu sparast að meðaltali á hverjum degi, ef hugbúnaðurinn hefði verið án vandamála (Unionen, 2015). Í sömu rannsókn er áætlað að hægt væri að spara 12 milljarða SEK á ári (182 milljarða ISK), ef öll þessi vandamál væru leyst.

laufey og JonasMeð tilkomu internetsins og þeirrar upplýsinga- og tölvuvæðingar sem hefur átt sér stað síðustu ár hefur rafræn upplýsingamiðlun nær tekið við, þar sem áður var handvirkt unnið. Flestir miðla upplýsingum daglega og jafnvel oft á dag, t.d. á samfélagsmiðlum og með notkun tölvupósts. Stjórnsýslan hefur ennfremur rafrænst að miklu leyti undanfarin ár og nýtir sér nú oftar rafrænan samskiptamiðil í samskiptum sínum við einstaklinga, jafnvel þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir. Samfara aukinni upplýsingatækni á sér stað sífellt aðlögunarferli í samfélaginu, sem leitast við að ná fram jafnvægi milli þeirra möguleika sem fylgja tölvum og tækni annars vegar og þeirra leikreglna sem samfélagið hefur ákveðið að setja sér og virða hins vegar. Árangurinn er misjafn, enda fyrirfinnast nú langtum fleiri leiðir til miðlunar en áður og nær víst að löggjafinn á í sumt hvað erfitt með að halda í við þá þróun.

Hordur PortraitLengi vel var ekkert hugsað um upplýsingaöryggi þegar verið var að þróa hugbúnað, mörg kerfi höfðu ekki einu sinni aðgangsstýringar. Allt frá því að vefsíða CIA var afskræmd 1996 þá hefur vitund forritara og almennings fyrir öryggi hægt og rólega aukist. Á þessum tíma voru hakkarar fyrst og fremst bara áhugasamir fiktarar. Fljótlega eftir fyrstu stóru þjónusturofs árásirnar (Denial of Service - DoS) voru framkvæmdar á mörgum stærstu vefsíðum síns tíma árið 2000, meðal annars gegn Yahoo!, eBay, CNN og Amazon, var Open Web Application Security Project (OWASP ) stofnað sem hagsmunasamtök með það að markmiði að auka öryggisvitund í hugbúnaðarþróun. Á þessum tíma verða hakkarar að eins konar popp-ímynd með reglulegum hlutverkum í bíómyndum og sjónvarpsþáttaröðum, þar sem um var að ræða spennandi og vaxandi völd. Í kjölfarið vex ákveðnum hóp hakkara ásmegin og fundu leiðir til þess að græða peninga á því að brjótast inn í tölvukerfi, og þá fóru glæpasamtök og ríkisstjórnir að koma inn í myndina.

Alma og VigdisStofnunin Persónuvernd hefur eftirlit með því að einkalífsréttur sé virtur og annast eftirlit með öryggi í tengslum við vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. Einnig fylgist stofnunin með almennri þróun persónuupplýsingaverndar á innlendum og erlendum vettvangi og leiðbeinir þeim sem ráðgera að vinna með eða þróa kerfi fyrir persónuupplýsingar, um persónuvernd. Er ritun þessarar greinar liður í þeirri starfsemi. Persónuupplýsingar eru unnar á einn eða annan hátt af öllum fyrirtækjum, stofnunum og í ákveðnum tilvikum einstaklingum í upplýsingatæknisamfélagi nútímans. Aðgengi, söfnun, samtenging, varðveisla og vinnsla persónuupplýsinga í gagnaverum eða skýjum um allan heim er nánast óendanleg.

ElinrFyrir rúmlega sjö mánuðum stóð ég á krossgötum á ferli mínum, þar sem lítil viðskiptahugmynd sem ég hafði hlúð að undanfarin ár gekk ekki upp. Ég fann að þessi tímamót voru sérstök fyrir þær sakir að ég hafði áður skilgreint mig í iðnaði, sem mér fannst áhugaverður fyrir margar sakir. En eftir að hafa greint íslenskt hagkerfi út frá hinu alþjóðlega eins og stelpur stundum gera þegar þeim leiðist, sá ég að það var úr ýmsu að moða. Ég gat valið mér að vinna í ferðaiðnaðnum sem var nú orðinn stærsti iðnaður landsins, þar var nóg af nýsköpun og tækifærum. Sjávarútvegi, sem voru að sýna mikla tilburði í átt að nýsköpun og tækni. Báðar þessar greinar eru útflutningsgreinar, sem paraðist ágætlega við löngun mína að fá tækifæri til að starfa að hluta á erlendum mörkuðum.

kristinogsigridurÞrívíddarprentun er nú þegar notuð til þess að framleiða allt frá einföldum plast fígúrum til flókinna flugvélahluta úr málmi. En líklega er mikilvægasta stökk tækninnar hvað notkun í læknisfræðilegum tilgangi hefur þróast ört og mun að öllum líkindum gjörbylta heilbrigðisgeiranum. Nú þegar er hægt nota þrívíða prentun við gerð gervilima, ígræðslna og anatómískra líkana. Þrívíð prentun mun veita vísindamönnum mikið frelsi til þess að hanna sérsniðinn læknisfræðilegan búnað (Lee Ventola, 2014). Í þessari grein verður fjallað um tvo stærstu þætti þrívíddaprentunar í heilbrigðisgeiranum, gervilimi og líffæraprentun.

Síða 14 af 38