Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

asrun 13035Ný tækni býður upp á marga möguleika til að koma efni á framfæri á auðveldan hátt og á margskonar formi s.s. myndum og texta. Tungumálið er ein af leiðunum sem við höfum til að tjá okkur og þar getum við valið um rúmlega 6000 tungumál. Flestir velja sitt móðurmál til að tjá sig á eða það mál sem flestir tala í því landi sem dvalið er í. Svo virðist sem aðeins um 2% af tungumálum heimsins sé í blómlegri notkun á netinu. Sumir ganga svo langt að segja að 96% af öllum tungumálum heimsins séu útdauð þegar það kemur að því að nota ‏ þau í snjallsímum, spjaldtölvum eða fartölvum. Gæti ‏það ‏‏þýtt að internetið hafi sömu áhrif á tungumál og talið er að halastjarna hafi haft á risaeðlur?

DSCF9592Nú fer Tölvumál í sumarfrí og komum við aftur 11. ágúst. Hvet alla til að nota tímann í sumar til að skrifa grein fyrir prentaða útgáfu af Tölvumálum sem kemur út í haust, þemað er íslenskan og upplýsingartæknin, skilafrestur 01. september 2016. Við birtum líka vikulega pistla hér á vefnum og erum alltaf til í að birta skemmtileg skrif félagsmanna og annarra.

Ritnefnd Tölvumála leitar að nýjum félögum í hópinn en hlutverk nefndarinnar er að birta vikulega greinar/pistla fyrir Tölvumál á sky.is vefnum og gefa út prentaða útgáfu af Tölvumálum að hausti. Nefndarmenn sjá um að útvega greinar og/eða skrifa sjálfir og lesa yfir það efni sem birt er. Það væri gaman ef þú vilt koma í hópinn og aðstoða okkur við að koma fjölbreyttu efni á framfæri. Endilega hafðu samband við ritstjóra ef þú hefur áhuga

Fyrir hönd ritstjórnar, Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri, asrun@ru.is

SigurjonOlafssonFrá netbólunni í kringum síðustu aldamót hafa verið smíðuð ótal vefumsjónarkerfi á Íslandi og mörg þeirra ekki átt langra lífdaga auðið. Nokkur hafa hins vegar blómstrað og eru í stöðugri þróun. Í umfjöllun á þessum síðum er litið yfir stöðu á fimm grónum íslenskum vefumsjónarkerfum: Dacoda frá Dacoda, Dísill frá Cyan (Skapalóni), Eplica frá Hugsmiðjunni, LiSA frá Advania og Moya frá Stefnu. Tölvumálum lék forvitni á að vita hver staðan væri á þróun þeirra, hvort einhverra nýjunga væri að vænta og fá rök þeirra fyrir því af hverju fyrirtæki eigi að velja þeirra kerfi en ekki opinn hugbúnað (open-source) í vefumsjónarkerfum.

Þorlákur LúðvikssonIn any job, when making important decisions, good information is a great thing to have. For an emergency unit in a hospital, where people are making actual life or death decisions, having the best data at your fingertips is crucial.

Jón Þór ÞórhallssonHvað er ECSM? Október mánuður er tileinkaður ECSM (European Cyber Security Month), herferð á vegum ESB/EES til að fá fólk til átta sig á hættunni af net- og upplýsinga árásum með áherslu á menntun, miðlun upplýsinga og hvernig sé best að verjast hættunni. Umsjón með herferðinni hefur ENISA. https://cybersecuritymonth.eu

ingunnFrá því að verkfræði varð til sem sérstök faggrein á 19. öldinni og fram yfir miðja 20. öld, byggði kennsla verkfræðigreina á hagnýtri nálgun. Helstu kennarar í faginu voru verkfræðingar með mikla reynslu af rekstri eða hönnun sem fóru inn í háskólana og miðluðu af reynslu sinni til næstu kynslóðar. Á sjötta áratug síðustu aldar hófst sú þróun að lögð var aukin áhersla á vísindalegar undirstöður verkfræðinnar. Þetta varð til þess að tækniþróun fleygði fram en þýddi um leið að tengingin við iðkendur í faginu minnkaði, þar sem minna varð um að kennarar hefðu unnið í iðnaði, en sífellt fleiri lögðu stund á rannsóknir.

Ingþór júlíusson 265Hjá Reiknistofu bankanna (RB) starfa um 70 manns á hugbúnaðarsviði og eru mörg þróunarteymi að störfum hverju sinni.  Tækniumhverfið er einnig ansi viðamikið þar sem bæði er verið að viðhalda eldri lausnum, útfæra nýjar lausnir og innleiða aðkeyptar lausnir.  Til að flækjustigið verði ekki of mikið í útfærslu, viðhaldi og rekstri á öllum þeim lausnum sem er verið að vinna með þá var tekin ákvörðun fyrir nokkrum árum um að útbúa fyrirfram skilgreindar hönnunarlýsingar og ýmis sniðmát (e. Design Patters and Templates) sem eru notuð þvert á teymi og lausnir.

EyjolfurÁ síðustu árum hafa fjölmargir nemendur tekið áfanga í forritun við Háskólann í Reykjavík. Inngangsáfangi í C++ forritun er kenndur bæði fyrir fyrsta árs nemendur í tölvunarfræði, og fyrir annars árs nemendur í verkfræði. Undanfarin ár hafa um 400-500 nemendur setið þessa áfanga á hverju ári. Í þessari grein mun ég fjalla stuttlega um þann hugbúnað sem ég hef notað við kennslu í C++ forritun við Háskólann í Reykjavík.

Billede Pall 2013Gott upplýsingakerfi getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot með því að minnka kostnað við vörukaup og sölu, bundið viðskiptavini betur við fyrirtækið, auðveldað samninga við vörubirgja, aukið ánægju viðskiptavina o.s.frv. Í dag eru mörg fyrirtæki með samþætt upplýsingakerfi (e. Enterprise Resouce Planning) þar sem t.d. sala, innkaup, birgðahald, viðskiptamannabókhald, þjónustustjórnun, búðarkassar, innheimta o.s.frv. fer fram innan sama kerfisramma. Dæmi um slík kerfi er Dynamics AX, SAP, Oracle, Dynamics NAV ofl. Svona upplýsingakerfi eru blanda af vöru (hugbúnaði) og þjónustu þar sem kerfið þarf að innleiða í fyrirtækinu í ákveðnu ferli. Kerfi geta verið nokkuð mismunandi, það geta verið fleiri uppsetningamöguleikar á kerfinu, og birgjar geta búið yfir mismunandi þekkingu og reynslu.

Marta Kristín LárusdóttirHlutfall Íslendinga, sem nota internetið daglega eða næstum daglega var 96% árið 2014 skv. gögnum frá Hagstofunni, sem var hæsta hlutfall í allri Evrópu (Hagtíðindi, 2015). Hugbúnaðarkerfin, sem notuð eru á internetinu, þurfa því að vera auðveld í notkun fyrir alla aldurshópa. Ef erfitt er að nota kerfin, gætu notendur hætta að nota þau; það gæti tekið of langan tíma fyrir þá að ná markmiðum sínum, þeir gætu orðið ergilegir og upplifun þeirra slæm af notkuninni. Sama gildir um hugbúnað, sem er hannaður fyrir ákveðna notendahópa. Rannsókn í Svíþjóð á því hversu vel hugbúnaður styður embættismenn (e. White collar workers) sýnir að 26,5 mínútur gætu sparast að meðaltali á hverjum degi, ef hugbúnaðurinn hefði verið án vandamála (Unionen, 2015). Í sömu rannsókn er áætlað að hægt væri að spara 12 milljarða SEK á ári (182 milljarða ISK), ef öll þessi vandamál væru leyst.

Síða 14 af 38