Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Marta Kristín LárusdóttirHlutfall Íslendinga, sem nota internetið daglega eða næstum daglega var 96% árið 2014 skv. gögnum frá Hagstofunni, sem var hæsta hlutfall í allri Evrópu (Hagtíðindi, 2015). Hugbúnaðarkerfin, sem notuð eru á internetinu, þurfa því að vera auðveld í notkun fyrir alla aldurshópa. Ef erfitt er að nota kerfin, gætu notendur hætta að nota þau; það gæti tekið of langan tíma fyrir þá að ná markmiðum sínum, þeir gætu orðið ergilegir og upplifun þeirra slæm af notkuninni. Sama gildir um hugbúnað, sem er hannaður fyrir ákveðna notendahópa. Rannsókn í Svíþjóð á því hversu vel hugbúnaður styður embættismenn (e. White collar workers) sýnir að 26,5 mínútur gætu sparast að meðaltali á hverjum degi, ef hugbúnaðurinn hefði verið án vandamála (Unionen, 2015). Í sömu rannsókn er áætlað að hægt væri að spara 12 milljarða SEK á ári (182 milljarða ISK), ef öll þessi vandamál væru leyst.

laufey og JonasMeð tilkomu internetsins og þeirrar upplýsinga- og tölvuvæðingar sem hefur átt sér stað síðustu ár hefur rafræn upplýsingamiðlun nær tekið við, þar sem áður var handvirkt unnið. Flestir miðla upplýsingum daglega og jafnvel oft á dag, t.d. á samfélagsmiðlum og með notkun tölvupósts. Stjórnsýslan hefur ennfremur rafrænst að miklu leyti undanfarin ár og nýtir sér nú oftar rafrænan samskiptamiðil í samskiptum sínum við einstaklinga, jafnvel þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir. Samfara aukinni upplýsingatækni á sér stað sífellt aðlögunarferli í samfélaginu, sem leitast við að ná fram jafnvægi milli þeirra möguleika sem fylgja tölvum og tækni annars vegar og þeirra leikreglna sem samfélagið hefur ákveðið að setja sér og virða hins vegar. Árangurinn er misjafn, enda fyrirfinnast nú langtum fleiri leiðir til miðlunar en áður og nær víst að löggjafinn á í sumt hvað erfitt með að halda í við þá þróun.

Hordur PortraitLengi vel var ekkert hugsað um upplýsingaöryggi þegar verið var að þróa hugbúnað, mörg kerfi höfðu ekki einu sinni aðgangsstýringar. Allt frá því að vefsíða CIA var afskræmd 1996 þá hefur vitund forritara og almennings fyrir öryggi hægt og rólega aukist. Á þessum tíma voru hakkarar fyrst og fremst bara áhugasamir fiktarar. Fljótlega eftir fyrstu stóru þjónusturofs árásirnar (Denial of Service - DoS) voru framkvæmdar á mörgum stærstu vefsíðum síns tíma árið 2000, meðal annars gegn Yahoo!, eBay, CNN og Amazon, var Open Web Application Security Project (OWASP ) stofnað sem hagsmunasamtök með það að markmiði að auka öryggisvitund í hugbúnaðarþróun. Á þessum tíma verða hakkarar að eins konar popp-ímynd með reglulegum hlutverkum í bíómyndum og sjónvarpsþáttaröðum, þar sem um var að ræða spennandi og vaxandi völd. Í kjölfarið vex ákveðnum hóp hakkara ásmegin og fundu leiðir til þess að græða peninga á því að brjótast inn í tölvukerfi, og þá fóru glæpasamtök og ríkisstjórnir að koma inn í myndina.

Alma og VigdisStofnunin Persónuvernd hefur eftirlit með því að einkalífsréttur sé virtur og annast eftirlit með öryggi í tengslum við vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. Einnig fylgist stofnunin með almennri þróun persónuupplýsingaverndar á innlendum og erlendum vettvangi og leiðbeinir þeim sem ráðgera að vinna með eða þróa kerfi fyrir persónuupplýsingar, um persónuvernd. Er ritun þessarar greinar liður í þeirri starfsemi. Persónuupplýsingar eru unnar á einn eða annan hátt af öllum fyrirtækjum, stofnunum og í ákveðnum tilvikum einstaklingum í upplýsingatæknisamfélagi nútímans. Aðgengi, söfnun, samtenging, varðveisla og vinnsla persónuupplýsinga í gagnaverum eða skýjum um allan heim er nánast óendanleg.

ElinrFyrir rúmlega sjö mánuðum stóð ég á krossgötum á ferli mínum, þar sem lítil viðskiptahugmynd sem ég hafði hlúð að undanfarin ár gekk ekki upp. Ég fann að þessi tímamót voru sérstök fyrir þær sakir að ég hafði áður skilgreint mig í iðnaði, sem mér fannst áhugaverður fyrir margar sakir. En eftir að hafa greint íslenskt hagkerfi út frá hinu alþjóðlega eins og stelpur stundum gera þegar þeim leiðist, sá ég að það var úr ýmsu að moða. Ég gat valið mér að vinna í ferðaiðnaðnum sem var nú orðinn stærsti iðnaður landsins, þar var nóg af nýsköpun og tækifærum. Sjávarútvegi, sem voru að sýna mikla tilburði í átt að nýsköpun og tækni. Báðar þessar greinar eru útflutningsgreinar, sem paraðist ágætlega við löngun mína að fá tækifæri til að starfa að hluta á erlendum mörkuðum.

kristinogsigridurÞrívíddarprentun er nú þegar notuð til þess að framleiða allt frá einföldum plast fígúrum til flókinna flugvélahluta úr málmi. En líklega er mikilvægasta stökk tækninnar hvað notkun í læknisfræðilegum tilgangi hefur þróast ört og mun að öllum líkindum gjörbylta heilbrigðisgeiranum. Nú þegar er hægt nota þrívíða prentun við gerð gervilima, ígræðslna og anatómískra líkana. Þrívíð prentun mun veita vísindamönnum mikið frelsi til þess að hanna sérsniðinn læknisfræðilegan búnað (Lee Ventola, 2014). Í þessari grein verður fjallað um tvo stærstu þætti þrívíddaprentunar í heilbrigðisgeiranum, gervilimi og líffæraprentun.

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að forsetakosningar fara fram á Íslandi laugardaginn 25. júní næstkomandi. Notkun samfélagsmiðla skiptir þá miklu máli til að koma sínu framboði á framfæri enda eru forsetakosningar einstaklingsframboð og þar af leiðandi mun persónulegra framboð ef svo má segja. Í þessum pistli ætla ég að taka saman gengi frambjóðenda á samfélagsmiðlum eins og staðan er í dag. Árið 2008 fór af stað mikil vinna við að koma framboði Barack Obama vel til skila á samfélagsmiðlum. Svo vel tókst til að margir vilja meina að Obama eigi samfélagsmiðlateymi sínu því að þakka að hann náði kjöri en að sjálfsögðu spila fleiri áhrifaþættir þar inn í. Þegar vel var liðið á kosningabaráttuna mátti auðveldlega sjá hver væri líklegastur til að hreppa embættið, með því einu að skoða fylgi frambjóðenda á samfélagsmiðlum – Þar var Obama með áberandi mest fylgi.

mynd31marsTækninám á borð við tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði hefur aukist til muna í háskólum landsins síðastliðin ár og má líklegast rekja þá aukningu til mikils framboðs á atvinnu tengdum slíkum greinum bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Í háskólanáminu má sjá fólk úr mörgum áttum, þar hafa sumir góða reynslu á forritun á meðan aðrir eru að hefja námið frá grunni og hafa litla sem enga þekkingu á forritun. Tæknigreinar eru krefjandi nám og er til mikils ætlast af nemendum, líkt og í öðru háskólanámi. Það sem skilur þó tæknigreinarnar að frá öðrum námsgreinum er takmarkaður aðgangur að grunnkennslu í forritun sem er oft æskilegt undirbúningsnámi fyrir háskóla.

grimurogflArduino er vettvangur sem samanstendur af nokkrum hlutum. Einföldu forritunartungumáli, litlum ódýrum tölvukubb og fjölda aukahluta sem hægt er að tengja við tölvukubbinn. Tölvukubburinn kemur í mörgum stærðum og getur verið eins lítill og tyggjópakki og allt að litlum snjallsíma, allt eftir því hvað nota á kubbinn í. Stærri kubbarnir bjóða upp á fleiri möguleika en þeir litlu, en litlu kubbarnir eru ódýrari og einfaldir. Allir kubbarnir innihalda svokallaða “I/O pins”, eða pinna sem taka við eða senda út merki. Þessi merki er svo hægt að nýta á ýmsa vegu.

thrir2Sýndarveruleiki er eitt það heitasta í tækniheiminum í dag. Hugmyndin um sýndarveruleika er gömul en hún er að verða að veruleika og því er að þakka þeirra ódýru og háþróuðu tækni sem við höfum í dag. Sýndarveruleiki er mikið notaður í tölvuleikjum, enda býður það upp á þann möguleika að færa spilarann inn í heim tölvuleikjanna.

Síða 18 af 42