Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

EinarÞað er tímanna tákn að þegar ég var nýlega að lagfæra þráðlaust net í heimahúsi vildi fulltrúi fyrirtækisins sem rak þjónustuna ólmur skipta um rás á þráðlausu tengingunni á beininum. Þó honum væri bent á að engar vísbendingar væru um slíkan vanda, húsið stæði afsíðis og aðeins einn íbúi, var engu tauti við komandi því, að hans sögn, rásasamsláttur væri gífurlegt vandamál. Svona tilkomumikla umræðu hafði ég ekki fengið áður en þetta er vandamál sem hefur laumast að. Það eru núna um tveir áratugir síðan fyrstu þráðlausu tölvutengingarnar fóru að líta dagsins ljós og tæknin hefur farið úr því að vera sniðug viðbót við fastar strengtengingar í fyrirtækjum og heimahúsum í að vera sú fjarskiptaleið sem oft er alfarið notuð og því fylgir mikil gagnsemi og hagræði en jafnframt að auknar kröfur eru gerðar um margvíslega þætti. Þetta er tæknilega mjög erfitt fjarskiptaumhverfi og að mörgu að hyggja en fólki þykir orðið sjálfsagt að geta tengst hvar sem er og að þjónustan sé alltaf hröð og greið. Hvernig má mæta þeim kröfum?

benoSamfélagsmiðlar hafa haft víðtæk áhrif á líf okkar allra. Þeir eru okkur alltaf nærtækir, hvar sem er, hvenær sem er. Samfélagsmiðlar, sérstaklega Facebook, hafa náð að blanda sér inn í daglegt líf okkar og koma við sögu nánast alls staðar og við flestar athafnir hjá mörgum. Orðið samfélagsmiðill er einstaklega vel þýtt orð því það er meira lýsandi en „Social media“.  Forskeytið samfélag segir meira en orðið Social á ensku, sem þýðir einfaldlega eitthvað félagslegt. Facebook til að mynda, er ekki aðeins félagslegur vettvangur. Það er ekki skorðað við einstaklinga, heldur eru þar einnig alls konar fyrirtæki, stofnanir, verslanir, íþróttafélög, skólar, leikir og hinir ýmsu hópar eða grúppur eins og það er oftast kallað. Þar af leiðandi er orðið samfélagsmiðill einstaklega lýsandi og vel við hæfi.

anton2Sýndarveruleiki (SV) er tölvugerð þrívíddar eftirlíking af umhverfi sem gerir fólki kleift að upplifa sýndarumhverfi alveg eins og raunverulegt umhverfi. Markmið með SV er að gera upplifun notenda sem raunverulegasta þar sem notendur geta haft áhrif á það sem gerist í sýndarheiminum á sem eðlilegastan hátt (Margaret Rouse, 2015). Tæknin hefur gert okkur kleift að innleiða nýjar aðferðir við þjálfun og kennslu við aðstæður sem geta bæði verið dýrar og hættulegar að framkvæma í raunveruleikanum. Dæmi um slíkt eru hermar en þeir geta kallað fram margháttaðar bilanir eða óvæntar aðstæður til að þjálfa viðbrögð manna og láta reyna á þjálfun þeirra (Flughermir Icelandair, 2015).

Bjarni2Heimilisbíllinn er eitt af því dýrasta sem að meðal fjölskyldan fjárfestir í á lífsleiðinni, fyrir utan íbúð. Ekki nóg með það að bíllinn kosti væna fúlgu þá er viðhaldið á bílnum ekki síður kostnaðarsamt og hvað þá eldsneytið. Þrátt fyrir þennan gífurlega kostnað gerir bíllinn ekkert nema falla í verði frá fyrsta degi en það frelsi sem bíllinn veitir okkur sem fær okkur til að líða sem svo að við getum varla lifað án hans og það er okkur fullkomlega ljóst daginn sem að hann bilar. Mörg okkar notast við almenningssamgöngur en þær geta bæði verið mjög dýrar eða mjög tímafrekar eftir því hvað er valið. Sjálfkeyrandi bílar eru eitthvað sem að við höfum lesið um í bókum eða séð í bíómyndum í fjölda ára, en þeir hafa alltaf verið eitthvað sem að við búumst við að sjá í framtíðinni. Nú erum við skyndilega farin að sjá greinar um sjálfkeyrandi bíla birtast í fréttum reglulega og svo virðist vera sem að þeir verði komnir á göturnar innan fárra ára. En hvað skiptir það okkur svona miklu máli að sjálfkeyrandi bílar séu á næsta leiti? Ótrúlega miklu, er stutta svarið. Sjálfkeyrandi bílar eiga eftir að gjörbylta því hvernig við ferðumst, opna fyrir nýjar tegundir af fyrirtækjum og setja önnur á hausinn. En hvað er það sem að mun gerast? Einungis tíminn mun leiða það í ljós, en við skulum kíkja á hvað gæti mögulega gerst.

VERÐLAUNAHAFI UPPLÝSINGATÆKNIVERÐLAUNA SKÝ 2016  

SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON OG EMBÆTTI RÍKISSKATTSTJÓRA

IMG 5380     

UT-verðlaun Ský 2016 voru afhent í lokahófi UTmessunnar laugardaginn 6. febrúar í Hörpu. 

Valnefndin hafði að leiðarljósi að verðlaunin væru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Að verðlauna þau afrek sem unnin hafa verið hjá embætti ríkisskattstjóra undanfarin ár er ekki hægt án þess að nefna Skúla Eggert Þórðarson í sömu andrá. Þess vegna var tekin sú ákvörðun að veita UT-verðlaunin til Skúla sem persónu og einnig embættinu sem slíku.

Petraog audurSnapchat er snjallsímaforrit sem virkar þannig að notendur skiptast á að senda myndir og myndskeið sín á milli í allt að 10 sekúndur. Einnig er hægt að deila myndum og myndskeiðum í svokallaða “My Story”, en það er sýnilegt öllum sem eru vinir þínir á Snapchat í allt að 24 klukkustundir. Stofnendur Snapchat eru þeir Evan Spiegel, Bobby Murphy og Reggie Brown sem gerðu þetta forrit upphaflega sem skólaverkefni þegar þeir voru nemendur við Stanford háskóla. Snapchat var fyrst gefið út í apríl 2011 undir nafninu Picaboo en var síðar breytt í Snapchat. Fyrirtækið er metið á 10-20 billjónir dollara. Stofnendurnir eiga fyrirtækið sjálfir í dag en þess má geta að þeir höfnuðu til dæmis Facebook og Google þegar þessi stórfyrirtæki reyndu að kaupa Snapchat. Til að fá hugmynd um hversu vinsælt Snapchat er þá eru 8796 myndum deilt á Snapchat á hverri sekúndu.

andriogVeðmál í dag er stór hluti af íþróttum heimsins og það er heldur enginn undantekning í eSports. Miklir fjármunir eru í húfi á alls konar tölvuleikjum og ekki er langt síðan að veðmál sáust fyrst í eSports en engu að síður er talið að hagnaður í veðmálum á tölvuleikjum verði allt að 41,4 milljarðar dollara árið 2015 („Size of the online gaming market from 2003 to 2015 (in billion U.S. dollars)“, 2015). Margir eru hlynntir þessari veðmálavæðingu en aðrir á móti henni, þeir sem eru fylgjendur þessari væðingu segja t.d. að þetta hafi jákvæð áhrif á tölvuleikina og styðja sig t.d. við nýlega könnun (Steven Stradbrooke, e.d.) sem var gefin út þar sem kom fram að tengsl eru á milli veðmála og áhorf á leiki. Þar sem að áhorfstölur hafa verið vaxandi í leikjum á borð við Counter-Strike:Global Offensive (CS:GO) og vilja margir meina að það sé veðmálum að þakka. Aðrir tala um að neikvæðu hliðar veðmála séu hreinlega of margar og benda á að krakkar undir lögaldri eru að veðja á leiki og hagræðing úrslita á sér stað svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna veltum við fyrir okkur hvort er gott eða slæmt fyrir tölvuleiki að veðmál séu flækt í málefni þeirra?  

jonthorSagan segir að Kínverjar hafi verið þeir fyrstu til að byrja að stunda veðmál en fyrstu heimildir þess fara aftur til 2300 fyrir Krist (Gambling info), þó vilja sumir meina að peningaspil nái alveg aftur til 6000 fyrir Krist. Ásamt Kínverjum eru sögulegar heimildir fyrir því að Babilóníumenn, Etrúar, Rómverjar og Grikkir hafi einnig stundað peningaspil. Keno er sá leikur sem er hvað þekktastur í Kína en vinsælustu leikir samtímans eigi aftur á móti rætur að rekja til Evrópu, en má þá helst nefna póker, 21, teningakast og rúllettu (Problem gambling).

mynd10Friðhelgi einkalífs hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár. Þar til  samfélagsmiðlar komu inn á sjónarsviðið hafði friðhelgi einkalífs verið mun meiri.  Magn viðkvæmra upplýsinga sem fólk lætur af hendi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það hefur breyst mikið hvað fólki finnst eðlilegt að vita um aðra og hvað að aðrir viti um það. Við deilum myndum, upplýsingum um menntun, vinnu, hverjir vinir okkar og kunningjar eru og fleira í þeim dúr.

GudjonReynissonMinningarorð um Guðjón Reynisson 
Heiðursfélagi Ský. 

Fæddur 21.11.1927. 
Dáinn. 26. desember 2015. 


Höfundar: Haukur Oddsson, Pálína Kristinsdóttir, Bergþóra Karen Ketilsdóttir.

Síða 19 af 42