Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Svanur Bjarki ÚlfarssonMeð forritinu GarageBand í iPad er hægt að vinna mörg skemmtilegt verkefni sem tengjast tónmennt í grunnskóla. Nemendur geta t.d. skapað sitt eigið tónverk, skipulagt, samið, útsett og tekið upp.

o COMPUTER SCIENCE facebookTil að þekkingarhagkerfið nái að dafna og eflast er þörf fyrir stóra hópa af vel menntuðu starfsfólki á ýmsum sviðum tengdum upplýsingatækni. Sér í lagi er mikil þörf fyrir forritara til að þróa kerfi af ýmsu tagi, og almennt séð, fólk með tölvunarfræðimenntun. Mörg af þeim störfum snúast meira um efri lög upplýsingatækninnar, svo sem notendaviðmót, þarfir notandans, samskipti við viðskiptavini o.s.frv. Önnur krefjast tækniþekkingar af nokkurri dýpt.

gudniTónlistarfólk hefur í stórauknum mæli tileinkað sér tölvutæknina í listsköpun sinni.  Í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á hvernig hægt er að nota tölvutæknina í að skrifa nótur og einnig hvernig upplýsingatæknin kemur einnig þar við sögu. Þó að tónlist fylgt mannkyninu frá upphafi þá var ekki byrjað að gera tilraunir með að  skrásetja hana  fyrr en á 6. öld. 

Meó - prófíllÞað er ekki víst að nafn Frieder Nake hljómi kunnulega, en hann er stærð- og tölvufræðingur ásamt því að vera frumkvöðull á sviði tölvulistar. Nake ritaði nafn sitt á spjöld listasögunnar með því að halda fyrstu sýninguna sem vitað er að sett hafi verið upp á tölvugrafískum myndum í Stuttgart árið 1965. Þetta var ári eftir að fyrsta tölvan kom til Íslands, en ekki hefur tekist að finna neinar heimildir um að sú tölva hafi verið notuð til listsköpunar.

Frieder Nake hafði heldur engin áform um að leggja fyrir sig listsköpun. Áhugi hans beindist að möguleikum myndrænnar tölvuvinnslu en verkin sem hann sýndi voru útprentun af tvívíðum línuteikningum, sem voru jafnframt afrakstur tilrauna Nake með skapandi algóritma. Spurningin um getu tölvunnar til að líkja eftir sköpunarferli listamanna lá til grundvallar tilraununum. Hann skrifaði því einnig kóða sem höfðu það markmið að kanna hvort tölvan gæti líkt eftir verkum þekktra listamanna á borð við Paul Klee. Nake var ekki einn um að spyrja slíkra spurninga því um svipað leyti hóf Michael Noll, að gera samskonar tilraunir í Bandaríkjunum með verk eftir Mondrian.

halli  ingab 

Þróun á upplýsingatækni í mannvirkjagerð hefur tekið stökk um heim allan með tilkomu aðferðarfræði BIM (e. Building Information Modeling) eða upplýsingalíkön mannvirkja. Aðferðafræðin byggir á því að upplýsingar verkefnis eru samhæfðar, öllum aðgengilegar og því vistaðar miðlægt. Togkrafturinn í þessari þróun er skortur á samverkun (e. interoperability) milli aðila í mannvirkjagerð og dalandi framleiðni. Samkvæmt National Institute of Standards and Technology, er um 15,8 milljörðum dollara sóað á ári í Bandaríkjunum vegna lélegs upplýsingaflæðis og skorts á samverkun í byggingariðnaðinum.

Guðmundur1Guðmundur Bjarni Sigurðsson eða Gummi Sig er einn fremsti vefhönnuður landsins og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem slíkur. Gummi fæst einnig við tónlist í sínum frítíma og gaf fyrr á þessu ári út sitt fyrsta lag. Gummi Sig er notalegur náungi. Þó ég hafi aðeins nýlega kynnst honum þá hefur hann allt frá fyrsta fundi verið eins og gamall félagi. Manni líður vel í návist hans, það var því tilhlökkun að skreppa til Keflavíkur á skrifstofu Kosmos & Kaos og fá að kynnast kappanum betur. Kosmos & Kaos við Hafnargötu í Keflavík er notalegur vinnustaður með karakter. Þarna er gítar á vegg, mublur úr rekaviði, fjölskyldumyndir, Búddastyttur, teppi á gólfi, viðarveggir, reðurtákn, lampaútvarp og margir Makkar. Ég hafði boðað að viðtalið myndið snúast um tónlist og veflist. En viðtalið fór um víðan völl. Við ræddum vissulega tónlist og vefhönnun en með ýmsum útúrdúrum.

Arnar valdimarssonÁ örfáum árum hefur verið gríðarleg þróun í tækjum tengdum sjónvarpsútsendingum  og mikil samkeppni, en kröfur neytenda hafa þrýst verðinu mikið niður. Áður fyrr kostaði tugi milljóna að setja upp sjónvarpsver en í dag er það jafnvel á færi einstaklinga að setja upp litla stöð heima hjá sér fyrir tiltölulega litla fjárfestingu. Hjá CCP er búið að setja upp hið sæmilegasta sjónvarpsver þar sem við sendum út ýmsa dagskrá tengda tölvuleiknum okkar EVE Online. Árlega er Fanfest, stórviðburður hjá okkur í Hörpunni, þar sem spilarar koma hvaðanæva að úr heiminum til að hittast, sjá fyrirlestra og fræðast um þróun leiksins. Þessu er öllu sjónvarpað beint á Internetinu.

Tæknin hefur aldrei þróast hraðar en í dag og getur því verið erfitt að fylgja henni. Það getur verið erfitt að innleiða þetta inn í líf sitt, vinnu eða menntun þegar þú þekkir tæknina ekki nógu vel. Margir tala um að tæknin sé ekki nógu vel nýtt en ef við skoðum nokkur dæmi sjáum við að hægt og rólega er tæknin að taka sér sess í flestu sem við gerum. Fólk þarf að vera óhrætt við að prufa þessa nýju tækni og þá sér það hversu vel hún getur nýst okkur. Ég er nemi í tölvunarfræði en hér eru nokkur dæmi um tækni sem nýtast í skólanum óháð náminu sem ég er að læra.

chris creativityOn Wednesday 11th March 2015 Chris Jagger, Company Leader of 2creatEffects, delivered a presentation to the SKY.is security working group at Grand Hotel Reykjavik, on project www.entercybertown.com. Enter Cyber Town is a SAFT.is coordinated initiative to deliver e-safety education across schools in Iceland.  Here’s a short interview with Chris about the project:  

bfs robert

‘Hour of Code’ er hreyfing miðuð að grunnskólum sem vefsíðan Code.org byrjaði með 9. desember árið 2013 og snýst hún um, eins og nafnið gefur til kynna, að taka frá eina klukkustund til þess að kenna ungum krökkum forritun og hvetja þá til þess að forrita. Margir krakkar telja að forritun sé ekki fyrir þau því hún sé svo flókin og er þessu verkefni ætlað að sýna fram á að þannig sé þetta ekki endilega, það geta flestir forritað ef áhugi er fyrir hendi.

Síða 21 af 40