Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

marino brynjar

Í þessari grein verður fyrirbærinu Google Apps for Education gerð skil en fyrir ekki allt svo löngu hóf Google innreið sína inn í skólakerfið. Nú er Google þekkt fyrir að búa til áhugaverðar lausnir og það lítur út fyrir að þeirra nýjasta lausn sé ein af þeim. Google Apps for Education, sem hér eftir verður vísað til undir skammstöfuninni GAE, sameinar mikið af þekktum lausnum Google inn í pakka sem er sérsniðin að þörfum kennara og nemenda og auðvitað kostar pakkinn ekki krónu. Með GAE er Google ekki aðeins að nútímavæða hugbúnaðarlausnir fyrir skólakerfið heldur einnig að stuðla að breyttum kennsluaðferðum þar sem hnattvæðing er í fyrirrúmi.

BjornStjórnvöld gera kröfur til matvælaframleiðenda um rekjanleika í framleiðsluferlinu.  Í Evrópulöndum og á Íslandi snýr þetta meðal annars að tvennu:

Að framleiðandi geti rakið matvæli sem hann framleiðir eitt skref áfram og eitt skref aftur.  Með öðrum orðum að framleiðandi viti hvert hann sendir matvæli og að hann viti hvaða hráefni var notað til framleiðslunnar og hvaðan það kom.  Með þessu móti er með öryggi hægt að innkalla matvöru ef í ljós kemur að hún er ekki neysluhæf, t.d. vegna salmónellusmits.

Bergþór SkúlasonFjármálaráðuneytið hefur ákveðið, fyrir hönd ríkisins, að allir reikningar vegna seldrar vöru og  þjónustu skuli vera á rafrænu formi frá og með 1. janúar 2015. Þetta fyrirkomulag skal gilda um alla reikninga birgja til ríkisstofnana og reikninga ríkisins til lögaðila.Með þessu áskilur ríkið sér rétt til að kalla eftir rafrænum reikningum frá birgjum, til áréttingar má benda á að ákvæði þess eðlis er nú þegar að finna í öllum rammasamningum.  

SigurjonOlafsson bw2 highres new-200x300Það má einfalda og bæta alla vefi, sama hversu góðir þeir eru. Það kann að hljóma frekar einfalt en einfaldleikinn er ekki alltaf auðfenginn. Við þurfum að streða til að gera hluti einfalda. Opinberir vefir glíma við ýmsar áskoranir. Ég ætla að gera tvær að umtalsefni í þessari grein, forgangsröðun og vefstjórn.

Á flestum opinberum vefjum eru ótal lítil verkefni að trana sér fram og skyggja á það sem skiptir mestu máli. Eigendur vefjanna þekkja jafnvel ekki lykilverkefnin á vefnum. Ofuráhersla er á fréttir og annað efni sem skiptir notendur litlu máli. Krafan um að vefurinn þurfi að vera “lifandi” með sírennsli af fréttum kemur ekki frá notendum heldur stofnuninni.

eyjo 1Árið 2012 var svokallað Turing ár en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Alan Turing.  Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (ICE-TCS) skipulagði fyrirlestraröð þar sem fjallað var um líf og störf Alan Turing.  Ákveðið var að halda áfram á sömu braut og halda fyrirlestraröðina, Pearls of Computation, þar sem fjallað er um einstaklinga sem hlotið hafa hin virtu Turing verðlaun eða önnur virt verðlaun á sviði tölvunarfræðinnar.  Edsger Wybe Dijkstra hlaut Turing verðlaunin árið 1972 og er einn þeirra sem fjallað var um í þessum fyrirlestrum. Hægt er að nálgast glærur af flestum fyrirlestrum á slóðinni http://www.icetcs.ru.is/poco.html.

Tölvuvæðing er allsráðandi í samfélaginu nú til dags og hefur skólakerfið verið tölvuvætt hægt og rólega í takt við það. Í fyrstu var tölvukennslu einungis beint að unglingum en hefur færst til yngri stiga á undanförnum árum og eru nú einnig flestir leikskólar farnir að nýta sér tölvur í þroskaverkefnum barna. Sumum þykir þetta jákvæð og góð þróun á meðan aðrir eru þvert á móti þessu. En hvaða áhrif getur tölvunotkun haft á þroska barna?

margretOft getur tölvutæknin nýst vel í námi og leik, en ekki síður getur tölvutæknin nýst til að aðstoða þá sem stríða við heilabilun eða aðra minnistengda sjúkdóma, sem gera fólki erfitt fyrir að lifa sjálfstæðu lífi. Undanfarin áratug hefur verið vaxandi áhugi hjá heilbrigðisgeiranum og hugbúnaðarsérfræðingum að þróa tækni sem getur aðstoðað fólk með skerta minnishæfileika eða aðra fötlun til að lifa sjálfstæðu lífi.  Fólk sem þjáist af heilabilun eins og t.d. alzheimer þarf oft mikla aðstoð við daglegt líf. Það þarf að skipuleggja dagana og mánuðina eins og t.d. læknisheimsóknir, sjúkraþjálfun, æfingar og daglegar athafnir sem þarf að framkvæma  og minna svo viðkomandi á allt saman reglulega svo ekkert gleymist.  

magnusVidarÍ kjölfarið af snjallsíma- og spjaldtölvubyltingunni sem hófst fyrir nokkrum árum síðan má segja að nýtt skeið í rekstri tölvukerfa og upplýsingatæknisviða hafi byrjað víða um heim. Það sem margir í dag kalla neytendavæðingu upplýsingatækniiðnaðarins kristallast í hugtaki sem heyrist æ oftar hjá fyrirtækjum.

BYOD eða ‚ Bring Your Own Device‘ er hugmyndafræði sem snýr að því að starfsmenn fyrirtækja noti frekar sín eigin tæki við dagleg störf heldur en að fyrirtækin sjálf setji stefnu um það hvaða tæki eru notuð og útvegi starfsmönnum tæki í leiðinni. Við fyrstu sýn lítur þetta út fyrir að vera beggja hagur; starfsmaður fær að nota tæki sem honum líkar betur við og fyrirtæki þurfa ekki að kaupa tæki sem er síðan sett í hendur starfsmanns. En eins og mörg fyrirtæki hafa verið rekin að undanförnu þá er reynslan ef til vill önnur.

Myndin3Íbúar landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa aðgang að almannatryggingum  hvar sem er á EES svæðinu. Vegna þessa hafa almannatryggingastofnanir landanna, s.s Tryggingastofnun (TR), með sér samstarf og skiptast á skjölum og upplýsingum við afgreiðslu mála. Samskiptin hafa farið að mestu fram með svokölluðum E-vottorðum sem send eru í bréfapósti. Um 200 tegundir af E-vottorðum hafa verið í notkun. Dæmi um E-vottorð eru tilkynning um ákvörðun varðandi umsókn um lífeyri (E-210)  og vottorð um tímabil sem skal taka tillit til við úthlutun atvinnuleysisbóta (E-301).

BjornHMVidarssEins og flestir hafa kynnst er Internetið hafsjór upplýsinga. Margir kannast við hið fræga Technet sem Microsoft heldur úti og kennir þar ýmissa grasa. Hér hafa verið teknir saman nokkrir punktar bæði af þeim ágæta vef og úr reynslubanka höfundar sem varða það hvernig samstilling eða samkeyrsla gagna fer fram í Active Directory (e. active directory replication). Þetta er efni sem ekki margir kynna sér. Það getur verið vegna tímaskorts eða af öðrum ástæðum. En fróðlegt er að skoða aðeins nánar hvernig lénastjórar (e. domain controllers) tala sín á milli og hvernig þeir fá upplýsingar um breytingar sem gerðar eru í Active Directory umhverfinu.

Síða 26 af 39