Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 78

tolvumal haus2

biggiVið búum í heimi þar sem sífellt fleiri eiga við einhverskonar lífstílsjúkdóma að stríða. Rekja má 86% dauðsfalla í Evrópu til langvinna lífstílssjúkdóma (Hannes Hrafnkelsson, 2013). Aukin kyrrseta og aukinn aðgangur að skyndibita hefur m.a. stuðlað að því að offita eykst á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum. Í þjóðfélagi þar sem allt þarf að gerast hratt hefur neysla á skyndibita aukist gífurlega. Það lítur hins vegar út fyrir að næringarvitund jarðarbúa hafi ekki fylgt aukinni neyslu eftir. Óhætt er að segja að allflestir geri sér grein fyrir að pitsur og hamborgarar séu ekki heilsufæði en hins vegar er hugsanlegt að fólk geri sér ekki fyllilega grein fyrir hversu óhollur slíkur matur er. Kyrrseta jarðarbúa er einnig vandamál, vandamál sem hefur aukist samhliða aukinni tækni. Jarðarbúar eyða miklum tíma fyrir framan sjónvarpið, spjaldtölvuna, símann og tölvuna. Í staðinn fyrir að spila fótbolta úti á velli er gripið í FIFA leik. Þótt aukin tækni hafi leitt af sér aukin vandamál er hugsanlegt að hún bjóði einnig upp á ákveðna lausn.

solusidur-a-netinuNetið býður upp á óteljandi margar sölusíður víðsvegar um heiminn og hægt er að fjárfesta í nánast hverju sem í gegnum netið. Sölusíður hafa aldrei verið fleiri heldur en núna og varla væri möguleiki að komast yfir allar þær síður sem til eru. Þetta viðfangsefni er gríðarlega víðtækt og áhugavert væri að skoða mun fleiri netsíður í framhaldi og mismunandi möguleika þeirra. Hér ætlum við að taka fyrir tvær virkar sölusíður á Íslandi og tvær erlendar sölusíður sem bjóða uppá sölu og þjónustu. Höfundar höfðu það að markmiði að finna erlendar sölusíður sem eru með ólíku móti heldur en þær sem eru hér á landi. Flestir þekkja Amazon og Ebay sem eru stærstu sölusíður heims, hinsvegar vildu höfundar ekki taka þessar síður fyrir hér heldur frekar að finna einhverjar minna þekktar sölu-og þjónustusíður.

meÁ síðastliðnum tveimur til þremur árum hafa spjaldtölvur verið  teknar í notkun í nokkrum grunnskólum hér á landi.  Mér lék forvitni á að vita hvernig til hefur tekist og  hvernig spjaldtölvurnar eru að nýtast. Meðal annars  hvernig kennarar eru að nota þær í kennslu t.d. með tilliti til nemenda með sérþarfir. Ég leitaði fanga í nýlegri skýrslu um spjaldtölvur í sérkennslu í leik og grunnskólum Hafnarfjarðar og einnig  skýrslu Reykjavíkurborgar frá því í haust um spjaldtölvur í skólastarfi.

AnitaogKristinEins og góðkunnugt er þá hefur á undanförnum árum átt sér stað bylting í þróun símtækja með tilkomu snjallsímans. Snjallsímar virðast vera orðnir þungamiðja í daglegum samskiptum fólks og virðast margir vart geta slitið sig frá tækinu meira en 10 mínútur í senn - ef marka má tilkynningar tæknirisans IBM á fréttamiðlum landsins. Í snjallsíma hefur einstaklingur tölvu, síma, dagbók, GPS tæki, tónlistaspilara, myndavél, leiktæki og tækifæri til skilaboðasamskipta - allt í vasanum. Sumir hafa gengið svo langt að segja að á næstu árum muni nánast allt fara í gegnum farsíma og að þeir muni jafnvel taka við af tölvum þegar kemur að einkanotkun (Anthony, 2012).

Stelpur2/sys/tur er félag kvenna innan tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Félagið var stofnað í haust af Áslaugu Eiríksdóttur, Elísabetu Guðrúnar- og Jónsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur, nemendum við Háskólann í Reykjavík. Markmiðið með stofnun /sys/tra er að skapa vettvang fyrir stelpur þar sem þær geta fjallað um nördalega hluti án þess að hafa áhyggjur af því að fá á sig ljóskustimpilinn. Félagið er opið öllum stelpum innan tölvunarfræðideildarinnar.

 sverrir darri 

Það er áhugavert að hugsa um þau andstæðu áhrif sem upplýsingatækni hefur á sakamál. Önnur hliðin er sú að rannsakendur lögreglu hafa fengið sífellt öflugri tæki upp í hendurnar til þess að hafa hendur í hári glæpamanna. Hin hliðin er sú að glæpamenn hafa fundið sífellt fleiri leiðir til þess að fremja glæpi. 

 

Using computer-generated room settings, evidence-based design points are highlighted, and information presented in ‘tip’ form by scrolling across information points on the screen. Many of these tips are deceptively simple – maximise light levels, employ colour contrast to aid navigation, create clear sightlines to facilities such as toilets, use familiar fitments such as old-fashioned taps, and position understandable signage at an accessible height.


 
myndmaggy

Fyrr í þessum mánuði birti samfélagsrisinn Twitter ítarlegt uppgjör fyrir síðasta ár. Líkt og við var að búast kom bróðurpartur hagnaðarins frá auglýsingasölu, en falinn ofan í skýrslunni var annar tekjuliður sem vakti athygli margra. Um 15% tekna Twitter koma frá ört vaxandi aukabúgrein samfélagsmiðla, sölu notendaupplýsinga (Dwoskin, 2013).  Það er kannski ekki að undra að fyrirtækið hafi fundið þarna tekjulind. Í raun má líta á samfélagsmiðla sem risavaxna gagnagrunna þar sem milljónir manna gefa upp nákvæmar persónuupplýsingar svo sem aldur, kyn, atvinnu, fjölskylduhagi, búsetu og fleira, auk þess að tengja sig inn á net vina og vandamanna sem gefa einnig upp svipaðar upplýsingar. Notendur gefa svo jafnóðum ítarlegar upplýsingar um sitt daglega líf, hvernig þeim líður, hvaða viðburði þeir sækja, hvert þeir ferðast og hvað þeir kaupa.

Erna og ElísaUndanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tölvutækni og þessi þróun hefur meðal annars haft þau áhrif að samskipti fólks í gegnum Internetið hafa aukist. Flest ungmenni í dag nota Internetið í miklu mæli og árið 2009 voru 65% unglinga í Bandaríkjunum með aðgang að samskiptasíðunni Facebook (S. Jones og Fox, 2009). Í rannsókn Valkenburg og Peter (2007) kom í ljós að 61% barna á aldrinum 10-11 ára og 88% unglinga á aldrinum 12-16 ára í Þýskalandi notuðu Internetið til þess að eiga samskipti.

Fólk hefur misjafnar skoðanir á þessari samskiptaleið og telja margir hana bæði neikvæða og hættulega. Þessir einstaklingar óttast að samskipti í gegnum Internetið geti stuðlað að auknu einelti og að ungmenni fari að þróa með sér óheilbrigt samband við ókunnuga einstaklinga. Þetta þarf ekki alltaf að vera raunin því niðurstöður rannsóknar Valkenburg og Peter (2007),  á samskiptum barna og unglinga á Internetinu og vinasamböndum þeirra, leiddi í ljós að meirihluti þátttakenda sagðist nota Internetið til þess að hafa samskipti við nána vini sína (Valkenburg og Peter, 2007).

ingifreyr4Í hinu vestræna samfélagi sem við þekkjum í dag er hraðinn sífellt að aukast. Tæknin þróast með ofsa hraða og fáir líta um öxl til að velta fyrir sér hversu langt við höfum farið á síðustu árum. Lífstíll hefur breyst mikið hjá fólki á þessum tíma, mis mikið að vitaskuld en sumir segja til hins verra á meðan aðrir segja til hins betra. Alveg sama hvort það er þá er eitt sem allir eiga sameiginlegt í þessu samfélagi og það er að borða. Fyrir fólk í samfélaginu okkar er það að borða svo sjálfsagður hlutur að sumir hugsa ekki út í það hvað þarf til þess að við getum nærst. Í þessari grein ætla ég að fara aðeins yfir hvernig matvælaiðnaðurinn er að halda í við hina miklu eftirspurn eftir mat og hvernig tæknin er að hafa áhrif á það.

Tölvutæknin snertir nánast hvern einasta þátt af matvælaiðnaðinum. Í raun meira en flestir gera sér grein fyrir, það er nánast ekkert gert nema það sé skráð einhverstaðar í tölvu ef það tengist framleiðslu á mat. Hvort sem það er nýtt pöntunarkerfi til að einfalda sölu á vörum eða sjálfvirk skurðartæki til að hraða fyrir vinnslu á kjöti þá spilar þetta allt stórann þátt.

Síða 30 af 42