Tölvumál

SigurdurHvenær byrjaðir þú á samfélagsmiðlum? Manstu það? Fyrir einhverja þá var MySpace fyrsti samfélagsmiðillinn, en Facebook tók fljótlega við og náði gríðarlegri útbreiðslu á afar skömmum tíma.

Birna 2Þegar litið er til námserfiðleika barna í nútímasamfélagi virðist oft vera skortur á úrlausnum. Eins og flest okkar sem eiga börn vita, þá reynist sífellt erfiðara að halda athygli og áhuga barna við hefðbundið námsefni. Í samanburði við Norðurlöndin er Ísland hvað verst statt þegar borinn er saman lesskilningur barna í fyrsta bekk. Samkvæmt OECD er félagsfærni á hraðri niðurleið og einnig hefur lyfjanotkun drengja á aldrinum 10-15 ára með ADHD aukist frá 8.3% upp í 15% síðastliðin 10 ár.

Anna MarsibilViðtal við Önnu Marsibil Clausen

Hlaðvarpsþættir hafa notið síaukinna vinsælda undanfarin ár. Þetta sætir verulegum tíðindum því áður en hlaðvarpið fór að ryðja sér til rúms höfðu sjónrænir afþreyingarmiðlar verið í mikilli sókn í langan tíma: Sjónvarp, tölvuleikir og internet. En nú erum við aftur farin að hlusta í auknum mæli, og ekki bara á tónlist. Til þess að fræðast nánar um þennan tiltölulega nýja miðil, tóku Tölvumál útvarpskonuna Önnu Marsibil Clausen tali, en hún hefur bæði víðtæka reynslu af gerð hlaðvarpa og er þar að auki með MA-gráðu í fjölmiðlun frá Berkeley-háskóla í Kalifornía.

Guðbjörg ÓskUpplifun viðskiptavina er einn mikilvægasti þáttur í virðissköpun fyrirtækja þar sem upplifun er lykillinn að tryggð. Með þeirri tækniþróun sem nú á sér stað verða neytendur sífellt kröfuharðari og þurfa því fyrirtæki að huga að upplifun þeirra. Með nýrri tækni hafa samskipti við viðskiptavini breyst mjög mikið og halda áfram að breytast. Margir hverjir keppast við tímann og kemur þá fjórða iðnbyltingin að góðum notum. Það mætti segja að tæknin sé að þróa okkur, hvernig við lifum lífinu. Tæknin í dag er orðin svo hröð og allt umlykjandi. Sama hvað er, leitumst við eftir því að það gerist skjótt.

sara 2019 mpm myndHugtakið upplýsingalæsi hefur verið mér sérlega hugleikið síðan í mars á þessu ári þegar Fjölmiðlanefnd, skipuð af menntamálaráðherra, auglýsti lausa stöðu verkefnisstjóra til að vinna og miðla stefnu um upplýsingalæsi fyrir landið allt. Óskað var eftir háskólaprófi og einhver þekking á stefnumótun og upplýsingalæsi talinn kostur. Mér svelgdist á við lesturinn enda hef ég starfað í upplýsingalæsisbransanum frá útskrift í upplýsingafræði árið 2008 og stýri nú öðru háskólabókasafninu á mínum ferli þar sem starfsemin hverfist öll um þetta hugtak, upplýsingalæsi. Upplýsingalæsi er samofið hugmyndinni um gagnrýna hugsun og hvílir á kröfu um rekjanleika og áreiðanleika upplýsinga sem má svo tengja hugmyndinni um lýðræði. Lýðræðið þolir enga leynd.

rosalinTikTok is one of the newest social media and therefore comes with new obstacles, new dangers, but also new ways of entertainment. Everyone has different tastes in entertainment and since TikTok is a social media that is all about the people, it must have different types of entertainment to please the most. You can find almost everything on TikTok: from baby videos to people committing crimes, and as good as it is for social media to have range, this is taking it too far and it must be stopped. In this article different trends, or types of videos, will be discussed and if they are good trends, bad trends, or even dangerous trends.

10. október 2021

Ökuskírteini í símann

GudrunHver kannast ekki við það að gleyma ökuskírteininu heima og þurfa að snúa við til þess að geta haft það meðferðis við akstur? Ég á það til að vera mjög gleymin og áður en stafræn ökuskírteini komu í símann þá var ég alltaf með ökuskírteinið mitt í bílnum svo ég myndi ekki gleyma því heima eða í veskinu mínu. Þessi nýja tækni gerir okkur kleift að vera með ökuskírteinið okkar hvert sem við förum, hvort sem það er þegar við erum að keyra eða jafnvel ef að við ætlum í vínbúðina eða á skemmtistaði. Flestir fara ekki út úr húsi án þess að hafa símann í hendi svo að við getum alltaf verið með skírteinið. 

Unnur Sara

Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) fyrst í heiminum til að fá gull aðild að DiversIT sáttmálanum hjá CEPIS.

Unnur SaraAðgengi að tónlist hefur stóraukist síðustu tvo áratugi með tilkomu internetsins. En líkt og í öðrum greinum afþreyingariðnaðarins hefur það tekið tíma fyrir tónlistariðnaðinn að aðlagast þeim breytingum og sömuleiðis að sjá sóknarfærin. Margir muna eflaust eftir auglýsingunum á DVD myndum með dramatískri tónlist og upptalningu: „Þú myndir ekki stela bíl, þú myndir ekki stela veski, þú myndir ekki stela sjónvarpi…“ Svipaðar herferðir voru í gangi á fyrsta áratug 21. aldarinnar til að vernda tónlistariðnaðinn og báru sennilega jafn lítinn árangur og þessi eftirminnilega auglýsing.

Ásgeir MyndMikilvægt þjónustuhlutverk Reiknistofu bankanna

Reiknistofa bankanna (RB) er eitt þeirra fyrirtækja sem ber ábyrgð á því að daglegt verslunarstúss Íslendinga gangi hnökralaust fyrir sig. RB er ekki bara mikilvægur hlekkur í greiðslumiðlun Íslands heldur eru innlánakerfi banka og sparisjóða rekin miðlægt hjá RB ásamt fleiri bakendakerfum sem Íslendingar ganga að vísu í sínu daglega lífi. Minniháttar hnökrar í þessum kerfum geta á augabragði haft áhrif á tugþúsundir Íslendinga og þar með valdið skyndilegu álagi á það fólk sem stendur í framlínu t.d. banka eða afgreiðslufólk í verslunum.

Page 4 of 51

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is