Tölvumál
10. október 2021

Ökuskírteini í símann

GudrunHver kannast ekki við það að gleyma ökuskírteininu heima og þurfa að snúa við til þess að geta haft það meðferðis við akstur? Ég á það til að vera mjög gleymin og áður en stafræn ökuskírteini komu í símann þá var ég alltaf með ökuskírteinið mitt í bílnum svo ég myndi ekki gleyma því heima eða í veskinu mínu. Þessi nýja tækni gerir okkur kleift að vera með ökuskírteinið okkar hvert sem við förum, hvort sem það er þegar við erum að keyra eða jafnvel ef að við ætlum í vínbúðina eða á skemmtistaði. Flestir fara ekki út úr húsi án þess að hafa símann í hendi svo að við getum alltaf verið með skírteinið. 

Unnur Sara

Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) fyrst í heiminum til að fá gull aðild að DiversIT sáttmálanum hjá CEPIS.

Unnur SaraAðgengi að tónlist hefur stóraukist síðustu tvo áratugi með tilkomu internetsins. En líkt og í öðrum greinum afþreyingariðnaðarins hefur það tekið tíma fyrir tónlistariðnaðinn að aðlagast þeim breytingum og sömuleiðis að sjá sóknarfærin. Margir muna eflaust eftir auglýsingunum á DVD myndum með dramatískri tónlist og upptalningu: „Þú myndir ekki stela bíl, þú myndir ekki stela veski, þú myndir ekki stela sjónvarpi…“ Svipaðar herferðir voru í gangi á fyrsta áratug 21. aldarinnar til að vernda tónlistariðnaðinn og báru sennilega jafn lítinn árangur og þessi eftirminnilega auglýsing.

Ásgeir MyndMikilvægt þjónustuhlutverk Reiknistofu bankanna

Reiknistofa bankanna (RB) er eitt þeirra fyrirtækja sem ber ábyrgð á því að daglegt verslunarstúss Íslendinga gangi hnökralaust fyrir sig. RB er ekki bara mikilvægur hlekkur í greiðslumiðlun Íslands heldur eru innlánakerfi banka og sparisjóða rekin miðlægt hjá RB ásamt fleiri bakendakerfum sem Íslendingar ganga að vísu í sínu daglega lífi. Minniháttar hnökrar í þessum kerfum geta á augabragði haft áhrif á tugþúsundir Íslendinga og þar með valdið skyndilegu álagi á það fólk sem stendur í framlínu t.d. banka eða afgreiðslufólk í verslunum.

ByrndisStaða og framtíð streymisveitna á Íslandi

Frá einu svarthvítu túbusjónvarpi á heimili með sýningar tvo daga vikunnar yfir í óteljandi valmöguleika á tækjum og úrvali af sjónvarpsefni, á hverjum einasta degi, allan tíma sólahringsins.  

Á hvað eigum við að horfa í kvöld ?  Hver kannast ekki við það að vera sestur uppí sófa og týnast svo í endalausu úrvali sjónvarpsþátta og kvikmynda? Ofan á allt úrvalið bætist svo við flækjustigið að finna efnið hjá mismunandi streymisveitum og öllum öppunum þeirra. Kvöldið líður og poppið klárast þegar maður hefur loksins tekið ákvörðun um hvað skal horfa á.

13. október 2021

Tímar eftir COVID-19

KarolinaÞað hefur margt breyst eftir að COVID-19 faraldurinn hófst, allt frá hinu venjulega heimilislífi til hins almenna vinnumarkaðs og náms. Spurningin mín er, hefur faraldurinn bara breytt lífinu til hins verra eða eru einhverjir kostir við hann? Eins og venjulega þá er fólk með mismunandi skoðanir en persónulega held ég að það séu nokkrir kostir við áhrifin af Covid.

07. október 2021

Mismunun í gervigreind

AlexsandraÞann 5. mars árið 1988 birtist grein í British Medical Journal (Lowry og Macpherson, 1988)þar sem fjallað var um það að St. George’s háskólinn í London hafi verið fundinn sekur umkyn- og kynþáttamismunun í umsóknarferli tilvonandi nemenda. Til þess að auðvelda starfsfólki vinnslu á umsóknum hafði háskólinn látið útbúa hugbúnað sem látinn var sjá um fyrstu útsigtun umsókna. Hugbúnaðurinn var byggður á ítarlegri greiningu á hvernig starfsfólk háskólans valdi umsóknir og þegar hugbúnaðurinn var tekinn í notkun voru ákvarðanir hans í 90-95% tilfella þær sömu og ákvarðanir starfsfólks.

SvanhildurAfrek kvenna eiga það til að gleymast í sögubókum og tækni heimurinn er ekkert öðruvísi. Stór afrek þeirra kvenna sem hafa tilheyrt uppbyggingu tækninnar virðast ekki fá sömu viðbrögð og viðurkenningu líkt og karlmenn í sama geira.

Þess vegna langar mig að fjalla um nokkrar konur sem hafa verið brautryðjendur í tæknigeiranum og fengu ekki afrek sín metin fyrr en löngu seinna. Ég tel þessar konur vera miklar fyrirmyndir og þær þurfa að vera meira sýnilegar. Við það að rannsaka efnið komst ég að því að það eru ótal margar konur sem passa við ofangreindar lýsingar en ég ætla þó aðeins að fjalla um fjórar. Þær stórfenglegu konur sem ég ætla að fjalla um eru Ada Lovelace, Grace Hopper, Hedy Lamarr og Margaret Hamilton.

danielÞað er alltaf sagt að mynd segi 1.000 orð, og myndbönd eru saman safn af myndum, en hvað mun þá sýndarveruleikinn segja okkur mikið?

 

09. september 2021

Teiknimyndir til fræðslu

FridrikÞað er margt og mikið gert í leik- og grunnskólum landsins.  Krakkarnir fara út að leika, hafa söngstund, hópavinnu, lubbastund og málbeinið og svo af og til, þá er sjónvarpsstund.  Á leikskólanum hjá syni mínum hafa þau á 4 ára deildinni fengið að horfa á þætti sem að heita Tölukubbar sem að eru sýndir bæði á RÚV ( með íslensku tali ) og á Netflix ( með ensku tali ).  Þetta eru þættir sem að kenna krökkum að telja, leggja saman, draga frá, sléttar tölur og odda tölur.  Persónurnar eru einfaldlega kubbar af mismunandi fjölda og persónuleikum og hoppar þær oft ofan á hvor aðra eða frá hvor annarri og mynda þá nýja tölu. Þættirnir unnu til BAFTA verðlauna í barnaflokki árið 2019 og voru tilnefndir árið 2017 til verðlauna í lærdómsflokki.

Page 4 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is