Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 78

tolvumal haus2

myndEkki hefur farið á milli mála umræða um stöðu skólanna í samfélaginu. Orð eins og skólaleiði, brottfall og önnur ámóta eru allt of tengd skólunum. Fyrir því eru margar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að skólakerfið er í raun skipulagt í anda iðnbyltingar og verksmiðjureksturs (bjallan hringir) þrátt fyrir að upplýsingaöldin sé löngu hafin. Í daglegu lífi sínu lifir fólk í heimi netsins og tölvutækni meðan skólakerfið er enn skipulagt í grunninn eins og ekkert hafi í skorist (eða lítið a.m.k.). Nú er hins vegar að verða bylting – þökk sé tölvuvæðingunni.

UntitledEinn af athyglisverðustu vaxtarsprotum íslensks atvinnulífs undanfarin ár hefur verið leikjaiðnaðurinn. Undir þeim hatti eru allnokkur fyrirtæki, allt frá þekktum og burðugum fyrirtækjum á borð við CCP og Betware niður í örsmá sprotafyrirtæki. Möguleikar leikjaiðnaðarins eru miklir í nettengdum heimi nútímans, enda er flutningskostnaður á afurðinni, tölvuleiknum, hverfandi miðað við flestan annan iðnað á Íslandi. Það hefur ítrekað komið fram í fréttum að eitt af því sem háir þessum fyrirtækjum hvað mest í starfsemi þeirra er skortur á tæknimenntuðu fólki, og þá einkum fólki með menntun á sviði upplýsingatækni. Það er því sérstaklega mikilvægt að verðandi tölvunarfræðingar hafi tækifæri til að afla sér menntunar sem er góð undirstaða fyrir störf í leikjaiðnaðinum.

UntitledÞað er liðin meira en hálf öld frá því að gervigreind varð að fræðasviði og alla vegi síðan þá hafa leikir spilað stórt hlutverk í framþróun hennar. Það mætti segja að fyrir mörgum rannsakendum gervigreindar séu leikir þeirra tilraunastofur því þeir eru upplagðir til að hafa stjórn á umhverfi rannsókna. Skák varð eins konar byrjunarreitur á leiðinni að því að leiða í ljós öll þau vísindi og kenningar sem þyrfti til að fá vélar til að sýna greind í hegðun sinni. Það kom reyndar á daginn að skák var mun meiri hindrun en gert var ráð fyrir og það liðu næstum 50 ár áður en tölvan Deep Blue frá IBM sigraði Garry Kasparov, þáverandi besta mennska skákmanninn. Nú á dögum hefur leikurinn Go tekið við af skák sem næsta áskorun á leiðinni að greindum kerfum, en sá leikur hefur mun stærra stöðurými en skák. Að auki hafði sú þekking sem fékkst með því að spila skákina ekki skilað sér í góðum Go spilurum.

 

Reynir Hólm Gunnarsson Guðmundur B. Sigurbjörnsson
Unglingar er sá hópur sem eyðir mestum tíma á dag í tölvunni. Hluti af þeim tíma fer að einhverju leyti í lærdóm, að skrifa ritgerðir, vinna í Office-forritum eða skoða skráningar- og samskiptakerfið Mentor. Hins vegar fer aðeins lítið hlutfall af þeim tíma sem unglingar eyða í tölvunni í fyrrgreinda þætti. Mætti túlka það svo að unglingar eða stór hluti af þeim séu háðir tölvunni af einhverjum ástæðum og finni þörf eða löngun til að fara í tölvuna á nánast hverjum degi?

Hildur OskarsdottirÍ ensku hefur orðunum education (menntun) og entertainment (skemmtun) verið skeytt saman í orðið edutainment (skemmtimennt). Almenna skilgreiningin er að skemmtimennt sé nám sem hefur verið sett innan ramma skemmtiefnis. Notkun tölvuleikja í kennslu mundi falla undir slíka skilgreiningu. Í leiknum lærast samskipti, hreyfing, skynjun og svo mætti lengi telja. Nokkrar nálganir má nefna sem tengjast því að nota leiki í skólastarfi eins og lærdómur með leik, að læra af mistökum, markmiðasetning í námi, hlutverkaleikir og lærdómur með aðferðum hugsmíðahyggju (Prensky, 2001). Í áratugi hafa fræðimenn skilgreint sambandið á milli hegðunar í leik og námi. Piaget (1977) hélt því fram að í leiknum gætu börn vanist umhverfinu sem þau búa í og það hjálpað þeim að búa til ímyndaðan heim. Kafai (2006) heldur því fram að leikir geti hjálpað nemendum að búa til sínar eigin hugmyndir og þekkingu um leið og þeir leysa úr þrautum leikja.

olijonAllan sólarhringinn, allt árið um kring, eru mörg hundruð félagar í björgunarsveitum tilbúnir til þess að mæta í útköll um allt land. Þegar kallað er út fær björgunarfólk SMS frá Neyðarlínu með grunnupplýsingum um aðgerðina, s.s. málsatvik og staðsetningu. Í dag er undir hælinn lagt hvort og hvernig björgunarfólk svarar þessum boðum sem skapar óvissu í byrjun aðgerða um hvort og hvernig muni takast að bregðast við.

ragnh2Þeir sem fylgjast með atvinnuauglýsingum hafa örugglega tekið eftir því hve mikið er auglýst eftir vefforriturum. Vefbransinn er í blóma þessa dagana, margt að gerast og spennandi verkefni á öllum vígstöðvum. En bransann vantar fleira fólk og satt best að segja er kominn tími til að háskólar þessa lands taki sig til og skoði þetta betur sem hluta af tölvunarfræðináminu, enda er það umtalað að það sé ójafnvægi milli þarfa atvinnulífs og menntakerfis.

valgeirÍ gegnum tíðina hefur kennsla yfirleitt farið fram með þeim hætti að kennari hittir hóp nemenda í stofu og með aðstoð töflu reynir hann að kenna þeim efni dagsins. Þetta er hið hefðbundna fyrirlestrarform sem enn í dag er megin uppistaðan í kennslutækni skólanna, þrátt fyrir tilkomu veraldarvefsins og aukinnar tölvuvæðingar.

Margir höfðu spáð því að kennslutækni myndi gjörbreytast með tilkomu tölvutækninnar en í raun hefur helsta breytingin verið að í stað myndvarpa er notaður skjávarpi og glærur eru nú gerðar í tölvu í stað þess að vera handskrifaðar.

einarA1Vorið 2011 var ég búinn að vera í góðri, traustri vinnu til 5 ára en að þeim tíma liðnum fannst mér þó eins og einhverskonar stöðnun væri að byrja í kollinum. Ekkert skrýtið þegar maður er búinn að ganga nokkrum sinnum í gegnum flest það sem kemur upp í vinnunni.

Ég var ekki sáttur við þessa stöðu þar sem ég vill helst vera kvikur og lifandi í hugsun. Helst vill ég stöðugt vera að læra eitthvað nýtt. Þannig líður mér best. Fyrir mér voru því tveir kostir í boði: Finna mér aðra vinnu eða fara í nám.

Þar sem ég var í tiltölulega góðu starfi vildi ég helst ekki sleppa því. Að fara í fullt nám var heldur ekki kostur sem ég gat leyft mér af fjárhagsástæðum. Námslánaupphæðir á Íslandi í dag standa jú engan veginn undir kostnaði við að lifa. Að minnsta kosti ekki upphæðirnar fyrir einhleypan einstakling. Það varð ákvörðun mín að sækja um í Kerfisfræði í fjarnámi við Háskólann í Reykjavík. Ég var samþykktur inn og um haustið 2011 hófst námið.

Page 34 of 43