Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um samruna sjónvarps og netsins. Hafa verið uppi ýmsar tilgátur um hvort muni hafa betur, sjónvarpið eða netið.  Þróun í miðlun lifandi efnis yfir ip net hefur verið hröð og vinsældir á lifandi efni á vefnum vex hratt.  Flestir stærri vefir hérlendis hafa bætt við sínu eigin lifandi efni til að skoða og hafa notendur tekið þessu mjög vel, eins og heimsóknartölur sýna.

Reykjavíkurborg hefur um árabil unnið að því að innleiða rafrænar viðskiptalausnir til að auka skilvirkni, bæta þjónustu, bæta innra eftirlit og ekki síst til að lækka kostnað.

Flestir sem hafa verið á vinnumarkaði í einhvern tíma sjá fyrir sér vinnustað sem skrifstofu þar sem fólk sinnir tilteknum störfum í tiltekin tíma á dag með þeim tækjum sem þeim er séð fyrir af vinnuveitenda.

Fyrirtæki keppast nú við að bæta orðinu „Cloud“ (eða tölvuský) í vöruheitin. Stundum er þetta gert til að tilkynna að varan sé nettengd, en stundum þýðir það meir. Í þessari grein verður leitast við að skilgreina og útskýra helstu atriði tölvuskýja. Einfaldast er að hefjast handa með dæmisögu. Apótekið Meðalmenn hf. hefur ákveðið að færa sig inn á netmarkað. Fyrir um áratugi síðan var þetta lítið mál: Vefforritarar voru ráðnir til að skrifa síðuna og settur var upp nýr vélasalur með nokkrum vefþjónum til að hýsa vefinn. Einnig voru kerfisstjórar ráðnir til til að sjá um vélbúnaðinn. Vonin var að vefþjónarnir gætu annað fyrirspurnum, annars þurfti að kaupa meiri vélarbúnað fyrir salinn. En heimurinn breyttist ört síðasta áratuginn og spurningin er hvaða ákvarðanir yrðu teknar ef Meðalmenn væru að fara á markað í dag.

JUG eða Java User Group, er velþekkt fyrirbæri erlendis, þar sem hundruðir JUG-hópar starfa. Þessir hópar eru mjög misjafnir, bæði að stærð og gerð, en í grunninn samanstanda þeir af fólki sem hefur áhuga á Java forritunarmálinu og öðrum tengdum málum.

Hagræðing er lykilorð í nútíma viðskiptum. Hvernig er hægt að flýta viðskiptum og lækka kostnað? Nútíma tækni býður upp á pantanir á Netinu, greitt er með greiðslukorti og varan berst með póstinum innan fárra daga.

Flestum finnst gaman að taka myndir og má segja að margir unglingar séu á heimavelli á því sviði. Margir kennarar hafa líka séð möguleika í að nýta sér þessa tækni og í þeirra hópi hafa sumir orðið handgengnir myndavélinni sem kennslugagni. Möguleikarnir eru endalausir og ljósmyndatökur virðast höfða til nemenda, ekki síst í hópi unglinga. Stafræna myndavélin fellur undir tölvu- og upplýsingatækni, á hana má líta sem eitt af jaðartækjum einkatölvunnar og með stafrænni tækni hafa komið til sögunnar auknir möguleikar til myndvinnslu.

Á síðustu árum hafa þjóðlönd, álfur og alþjóðasamtök sett fram stefnu, viðmið og áherslur sem lúta að nauðsynlegri lykilfærni þegna í upplýsinga- og þekkingarsamfélögum nýrrar aldar. Alþjóðasamtökin UNESCO leggja mikla áherslu á að stuðlað verði að hæfni á þessu sviði og hafa nýlega gefið út handbók um upplýsingalæsi (Horton, 2008). Í Norður-Ameríku hafa samtökin Partnership for 21st Century Skills, á vegum bandaríska menntamálaráðuneytisins og leiðandi fyrirtækja, sett fram viðmið þar sem því er lýst á aðgengilegan hátt hvers þurfi að gæta við menntun nemenda á skólaskyldualdri. Öflugt upplýsinga- og miðlalæsi með hvers konar færni í stafrænu umhverfi er þar í lykilhlutverki (Partnership for 21st century skills, 2004-). Evrópusambandið hefur mótað ramma um lykilhæfni (European Framework for Key Competences). Er þar digital competence fjórði af átta lykilþáttum (European Commision - Education & Training, 2007). Evrópulöndin hafa mótað eigin ramma út frá þessum viðmiðum. 

Tölvur þjóna stóru hlutverki í samfélaginu. Í dag finnst varla það heimili þar sem ekki er að minnsta kosti ein tölva. Yngsta kynslóðin kemst því ekki hjá því að alast upp í umhverfi þar sem tölvan þykir sjálfsagður hlutur. En í hvað eru yngstu börnin að nota tölvuna? Er tölvan eingöngu notuð sem leiktæki þar sem börn sitja annað hvort ein eða í hóp og spreyta sig í hinum fjölbreytta heimi tölvuleikja? Eða nýta þau tímann í hugbúnað og heimasíður sem eru sérstaklega hannaðar til að auka vitsmunaþroska barna og kenna þeim mörg af grundvallaratriðum samfélagsins?

Mjög mikilvægt er að upplýsingaflæði í neyðarþjónustu gangi hnökralaust fyrir sig.  Þegar einhver hefur samband við neyðarlínuna og óskar eftir aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS ) getur þurft að koma miklu magni af upplýsingum til þeirra sem eiga að sinna útkallinu. Oftast eru upplýsingar um útkallið að uppfærast á meðan SHS er á leið á útkallsstað því er mikilvægt að koma þeim jafn óðum til skila.

Síða 36 af 37