Skip to main content

Sjálfkeyrandi bíllinn og samfélagsbreytingar af völdum hans

Bjarni2Heimilisbíllinn er eitt af því dýrasta sem að meðal fjölskyldan fjárfestir í á lífsleiðinni, fyrir utan íbúð. Ekki nóg með það að bíllinn kosti væna fúlgu þá er viðhaldið á bílnum ekki síður kostnaðarsamt og hvað þá eldsneytið. Þrátt fyrir þennan gífurlega kostnað gerir bíllinn ekkert nema falla í verði frá fyrsta degi en það frelsi sem bíllinn veitir okkur sem fær okkur til að líða sem svo að við getum varla lifað án hans og það er okkur fullkomlega ljóst daginn sem að hann bilar. Mörg okkar notast við almenningssamgöngur en þær geta bæði verið mjög dýrar eða mjög tímafrekar eftir því hvað er valið. Sjálfkeyrandi bílar eru eitthvað sem að við höfum lesið um í bókum eða séð í bíómyndum í fjölda ára, en þeir hafa alltaf verið eitthvað sem að við búumst við að sjá í framtíðinni. Nú erum við skyndilega farin að sjá greinar um sjálfkeyrandi bíla birtast í fréttum reglulega og svo virðist vera sem að þeir verði komnir á göturnar innan fárra ára. En hvað skiptir það okkur svona miklu máli að sjálfkeyrandi bílar séu á næsta leiti? Ótrúlega miklu, er stutta svarið. Sjálfkeyrandi bílar eiga eftir að gjörbylta því hvernig við ferðumst, opna fyrir nýjar tegundir af fyrirtækjum og setja önnur á hausinn. En hvað er það sem að mun gerast? Einungis tíminn mun leiða það í ljós, en við skulum kíkja á hvað gæti mögulega gerst.

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála