Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 76

tolvumal haus2

Thursday, 31 May 2012 09:56

Empowering Women

Árið 2010 fór Háskólinn í Reykjavík (HR) af stað með verkefnið Empowering Women (EW) – tveggja ára verkefni undir Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins (LLL). Þeirri áætlun var hrundið af stað árið 1995 og hefur Ísland verið þátttakandi í áætluninni frá upphafi í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvæðið (EES). Áætluninni er ætlað að ýta undir ný viðhorf í stefnumótun á sviði menntunar innan landa sambandsins og geta af sér nýjungar í starfsmenntun, jafnt fyrir atvinnulíf sem og menntakerfi.

Íslendingar hafa tekið samfélagsmiðlum eins og Facebook, YouTube, LinkedIn og Twitter fagnandi. Samkvæmt könnun Hagstofu Íslands árið 2011 notuðu 75,6% Íslendinga samfélagsvef á undanförnum þremur mánuðum. Facebook er væntanlega útbreiddasti samfélagsmiðillinn hér á landi eins og víðar á Vesturlöndum enda hefur Facebook marga styrkleika þegar kemur að rafrænni markaðssetningu:

Ég er af þeirri kynslóð fólks sem fór í gegnum skólakerfið alveg fram að háskólagöngu þar sem tölvur komu lítt eða ekki við sögu. Fingrasetning á lyklaborði var kennd á námskeiðum sem hétu Vélritun 101 eða eitthvað álíka þar sem hávaðinn í tímum hefur ekki verið minni en á meðal þungarokkstónleikum.

Aðferðir við rannsóknarvinnu voru einnig töluvert ólíkari en í dag. Það þýddi setu á bókasöfnum þar sem viðað var sér efni úr bókum og tímaritum. Efnisyfirlit voru skönnuð línulega og svo voru greinar og valdir kaflar lesnir frá A-Ö til að vera nú viss um að missa ekki af góðum heimildum til að nota í viðkomandi ritgerðir eða verkefni. Vinnan og efnisöflunin var nokkuð skipulögð, línuleg og krafðist í góðs minnis. Afraksturinn varð síðan að slá inn á ritvélina og vanda til verka því tippex skilaði manni aðeins ákveðið langt við að þurrka út mistök sem voru gerð í innslætti.

Wednesday, 09 May 2012 12:39

Node.js + Windows Azure

Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með þeirri miklu gróska í þróun forritunarmála sem hefur átt sér stað síðustu árin. Áður fyrr var algengt að fyrirtæki notuðu eitt aðalmál en aðstæður hafa breyst hratt. Sprota fyrirtæki velja ekkert endilega C++, C# eða Java sem þeirra fyrstu mál en velja jafnvel nokkur mál. Það má næstum fullyrða að flest fyrirtæki sem smíða veflausnir noti JavaScript að einhverju eða miklu leiti. Það ætti því að koma skemmtilega á óvart fyrir marga að Node.js keyrsluumhverfið notar JavaScript á biðlara.

kids-free-computer-games-2Á síðustu árum hefur upplýsinga- og samskiptatæknin (UST) sífellt meira verið nýtt í háskólastarfi, bæði í dagskóla og í fjarnámi þar sem glærusýningar eru daglegt brauð, námsefni er dreift rafrænt, nemendur skila verkefnum á netinu og hluti samskipta við kennara og samnemendur fer þar fram. Margar áskoranir mæta háskólakennurum sem taka tæknina í sína þjónustu enda er hægt að kalla flesta þeirra nýbúa í þessum tækniheimi. Nemendahópurinn er oftar en ekki mun tæknisinnaðri enda hefur fólk fætt eftir 1980 verið kallað netkynslóðin eða 3G-kynslóðin.

Monday, 23 April 2012 10:39

Gervigreind stoðtæki

OssurStoðtæki hafa fylgt manninum í margar aldir. Í upphafi voru þau gerð úr tré, beinum eða málmum en á síðustu áratugum hafa verið tekin í notkun önnur efni, svo sem sílikon og koltrefjar. Þessi nýju efni verja líkamann betur, styðja fjölbreyttari hreyfingu og auka þar með lífsgæði notenda.

Ein af nýjununum í heimi stoðtækja er Bionic tæknin. Bionic stoðtæki eru örtölvustýrð og nýta merki frá nemum, sem mæla t.d. krafta, snúning eða hröðun og nota upplýsingarnar til að stýra hreyfingu gerviliðar t.d. hnjáliðar eða ökla. Dæmi um Bionic vörur eru PROPRIO öklinn, RHEO hnéð og POWER hnéð sem framleidd eru af Össuri hf.

Mynd04Opinberu háskólarnir fjórir hafa lengi unnið saman en samstarfið hefur verið fremur óformlegt og ekki byggst á miðlægri stefnumörkun. Á þessu varð breyting í ágúst 2010 þegar gefin var út sú stefna af hálfu mennta- og menningarmálaráðherra að opinberu háskólarnir skyldu skipuleggja formlegt samstarf sín á milli. Samstarfi þessu var hleypt af stokkunum sem tímabundnu tveggja ára átaksverkefni og var skipuð verkefnisstjórn þar sem meðal annarra sitja allir rektorarnir fjórir. 

Wednesday, 11 April 2012 15:40

Samfélagsfræði í sýndarveruleikaheimi

Skólaárið 2012-2013 fékk Garðaskóli styrk frá Sprotasjóði til að kenna samfélagsfræði í sýndarveruleikaheimi. Sýndarveruleikinn sem notaður er í þróunarverkefninu nefnist “Second Life” og er einn stærsti sinnar tegundar. Þessi sýndarveruleiki var stofnaður árið 1989 af Linden Lab sem samskiptavefur (Linden Research, Inc.). Íbúarnir í sýndarveruleikanum hafa sjálfir byggt upp heiminn og er hann orðinn mjög stór.

Thursday, 22 March 2012 00:00

Notendamiðuð hönnun

Titill-300x225Hugmyndafræðin

Notendamiðuð hönnun er hugmyndafræði sem hefur vakið áhuga ört stækkandi hóps einstaklinga sem starfa á sviði upplýsingatækni. Hún er nálgun við hönnun vöru, þar sem þarfir og markmið notandans eru í hæsta forgangi. Að framfylgja notendamiðaðri hönnun á vöru, er að hanna upplifun notenda á vörunni.

Wednesday, 04 April 2012 15:28

Snjallsímar, spjaldtölvur og tölvuleikir

Tiny-ipad-bigÁ árinu 2011 urðu talsverð tímamót sem fóru þó hugsanlega fram hjá flestum. Hér er átt við þann merka atburð að fleiri snjallsímar seldust á síðasta ári heldur en tölvur. Að auki eru yfirgnæfandi líkur á að þessi þróun muni halda áfram og að sölutölur snjallsíma muni skyggja verulega á gengi tölvunnar í framtíðinni. En hvers vegna skiptir þetta máli?

Page 43 of 47