Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Sífellt fleiri sækja í nám á háskólastigi og á Íslandi hefur fjöldi nemenda í háskólum farið úr 2.249 nemendum árið 1977 í 19.183 nemendur árið 2010.  Fjöldi umsókna í nám í tölvunarfræði hefur fylgt þessari þróun að nokkur leyti þó að sveiflur hafi verið á milli ára og líklegast var mestur áhugi nemenda á faginu í kringum aldamótin. Aðsóknin í dag bendir þó til að áhuginn hafi aukist og sé að nálgast það sem mest var fyrir um áratug.

01. október 2010

Máttur Orðsins

Forsaga

„Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð“. Þannig byrjar Jóhannesarguðspjall Biblíunnar. Áður fyrr var upplýsingum miðlað í orðum og orð voru sannarlega mikilvæg, eins og sjá má af upphafi Jóhannesarguðspjalls. Það var ekki fyrr en að Gutenberg fann upp lausa letrið á fyrri hluta 15. aldar að nútíma prenttækni leit dagsins ljós. Oft er sagt að upphaf nútíma prentlistar markist af prentun Gutenbergs á um 120 eintökum af hinni svokölluðu „fjörutíu og tveggja línu Biblíu“. Þetta var árið 1456 og við þessa tækninýjung jukust möguleikar á að miðla upplýsingum og efla þekkingu til muna. Rúmum tveimur öldum síðar voru bækur orðnar nokkuð útbreiddur upplýsingamiðill, en þær voru bæði illa unnar og dýrar.

30. maí 2009

Gagnaský

Í gegnum árin hafa menn byggt upp reikniafl með því að draga til sín örgjörva eftir þörfum úr „skýi“ tölva sem tengdar eru saman yfir Internetið, fyrirbærið kallast „cloud computing“ og byggir á því að þegar þörf er á miklu reikniafli er það dregið úr skýinu og að sama skapi ef ekki er þörf á öllu aflinu er því skilað til baka til annara nota.

Ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar safna gríðarlegu magni af gögnum. Söfnun gagna er beinlínis meginhlutverk sumra stofnana, svo sem Hagstofunnar. Aðrar stofnanir hafa þetta meðal fleiri markmiða sinna og hjá nær öllum stofnunum safnast upp gögn af einhverju tagi, svo að segja sem aukaafurð af annarri starfsemi. Í gögnum felast verðmæti.Í þessari grein er einkum átt við formföst gögn (e. structured data), þ.e. tölfræði, gagnagrunna, spjaldskrár og þess háttar. Í stuttu máli allt sem eðlilegt gæti talist að birta í töflu. Þetta innifelur margvísleg gögn, allt frá fjárlögum og mannfjöldatölum til orðabókarupplýsinga, veðurathugana og hnattstöðu eftir heimilisföngum - svo einhver dæmi séu tekin.

Í kjölfar hrunsins sem orðið hefur í efnahagslífi þjóðarinnar á síðustu mánuðum, hafa nýsköpun og sprotafyrirtæki gjarnan verið nefnd sem tvö af mikilvægustu tækjunum við endurreisn efnahagslífsins. Í raun hafa sprotafyrirtæki þó alltaf verið lykillinn að öflugu efnahagslífi. Okkar bestu fyrirtæki, svo sem Össur, Marel og CCP, voru stofnuð sem sprotafyrirtæki. Þá hafa fjölmörg efnileg upplýsingatæknifyrirtæki sprottið upp og vakið athygli á undanförnum árum, til dæmis Calidris, Dohop, Gogogic og Eff2 Technologies, svo nokkur séu nefnd. Í þessum greinarstúf er ætlunin að ræða mikilvægi háskóla landsins og opinberra rannsóknarsjóða fyrir tilurð slíkra sprotafyrirtækja.
Tegundir sprotafyrirtækja.

Page 48 of 48