Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

mynd1Í heimi hraðra tækniframfara hafa upplýsingar (e. data) tekið fram úr olíu sem mikilvægasta auðlind heims (Fauerbach, án dags; Martin, 2019; The Economist, 2017). Það er því ekki óeðlilegt að ógnir tengdar upplýsingaöryggi hafi aukist samhliða og að netárásir séu hreinlega orðnar að atvinnugrein (Sigurjónsson, 2017).

egilltSkammtatölvur gætu á endanum gert flestar núverandi öryggis dulkóðanir ónotfærar. Það er þó engin ástæða til þess að missa sig yfir því, vegna þess að það er lítið mál að færa sig yfir í nýja tegund af dulkóðun sem er örugg gegn skammtatölvum. [1]

svefn newsvefnNox Medical hefur getið sér gott orð fyrir nýsköpun og framsækni á sviði lækningatækja til svefngreininga. Fyrirtækið er í fararbroddi þróunar og sölu svefnmælitækja og sjálfvirkrar greiningar á lífmerkjum. Rannsóknarteymi Nox Medical vinnur náið með læknum og vísindafólki að því að beita gervigreind. Teymið þróar nýjar greiningaraðferðir sem varpa nýju ljósi á svefnlæknisfræði og geta stuðlað að betri meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga.

gabrielaNæsta skref þróunar mannkynsins!

Einstaklega spennandi hlutir eru að eiga sér stað í tölvutækni í heiminum í dag. Árið er 2019 og umræðuefnið er BCI (e. high-bandwidth, implantable brain-computer interface), það er að segja bein samskiptaleið milli viðbætts heila, eða þræddum, við utanaðkomandi tæki. Elon Musk ætlar að setja tölvu í heila á fólki. Hugmyndin og tækið er afurð Neuralink, fyrirtækis Musk sem stofnað var árið 2016 til að þróa tæknina. 

Zohra Lilia BenbouabdellahHröð tækniþróun á síðustu árum hefur haft gríðarleg áhrif á hvernig við tæklum umönnun, sjúkdóma og daglegar þarfir einstaklinga. Tækni í dag býður upp á svo marga ólíka og í raun endalausa möguleika. Nefna má dæmi eins og AI tæki sbr. Alexa, Google Home og Siri. Google home getur haldið utan um allar okkar tæknilegu þarfir eins og dagatal, innkaupalista og jafnvel hvernig við viljum láta vekja okkur.

Bryndís Charlotte Sturludóttir 02Tölvuleikir hafa lengi vel verið stimplaðir sem skaðlegir og hættulegir, hver svo sem ástæðan fyrir því er. Margir telja að tölvuleikir geri fólk ofbeldishneigt, latt og metnaðarlaust. Ég held að fólk sé oft tortryggið og hrætt við hluti sem það þekkir ekki nógu vel. Ég heyri oft fólk hneykslast á því afhverju fullorðið fólk spili tölvuleiki mörg kvöld í viku og velti því oft fyrir mér afhverju svo margir telji það skárra að sitja fyrir framan sjónvarpið öll kvöld, heldur en að spila tölvuleiki.

GudrunKæri lesandi, þú hefur líklegast einhvern tímann heyrt af því að hægt sé að hakka sig inn í vefmyndavélina í tölvunni þinni en hversu mikið eigum við að vera stressa okkur á því? Af hverju ætti einhver að vilja njósna um þig í gegnum vefmyndavélina? Er ekki frekar reynt að njósna um þá sem eru frægir á einhvern hátt?

beggiTæknin hefur ekki látið neina kima samfélagsins ósnerta og spilar mikilvægt hlutverk í lífi hvers og eins í dag. Glæpir hafa tekið breytingum með tilkomu tækninnar og eru oft af allt öðrum toga en glæpir voru fyrir tilkomu netsins. Það segir sig því sjálft að lögreglan og þeir sem berjast gegn glæpum daglega þurfa að aðlagast breyttum tíma og beita nýjum aðferðum til að hafa hendur í hári glæpamanna. Lögregluembætti víðs vegar um heiminn hafa látið þróa hugbúnað til að takast á við ógnir sem steðja að samfélögum ásamt því að aðlaga tækni sem aðrir nota til að hjálpa sér við lögreglustörf. Þar sem bæði glæpamenn og lögreglan geta nýtt sér tæknina sem hefur orðið til er mikilvægt fyrir lögregluna að elta nýjustu strauma og vera einu skrefi á undan þeim sem eru að reyna að fremja glæpina. Þó er það svo að lögregluembætti séu mis langt komin þegar kemur að því að nýta sér tæknina.

woman 1446557 640Samfélagsmiðlar eru óneitanlega stór partur af lífi flestra einstaklinga nú til dags. Að sjálfsögðu eru ekki allir með í fjörinu en þó fækkar þeim sem eru á engum samfélagsmiðli með hverjum deginum sem líður. Fyrir 10 árum síðan voru ekki margir að nota samfélagsmiðla, að undanskildum Youtube, sem er vissulega flokkaður sem samfélagsmiðill. Árið 2004 varð Facebook til, sem þó náði ekki almennilegum vinsældum fyrr en nokkrum árum seinna. Twitter hefur verið til síðan 2006 og árin 2010 og 2011 komu Instagram og Snapchat. Það er margt gott hægt að segja um þessa miðla. Þeir auka samskipti manns við vini og fjölskyldu, gera þau hraðari og einfaldari. Þeir auðvelda manni að deila upplýsingum og sjá upplýsingar svo eitthvað sé nefnt.

deepfakes fake news tv head manipulation superimposed brainwashed 100765698 largeLiðin er sú tíð að hægt sé með auðveldu móti sjá hvort myndir og myndbönd séu fölsuð eða ekki. Við erum á hraðri leið inní framtíð, þar sem mikilvægara er en nokkru sinni fyrr að hafa gagnrýna hugsun og trúa ekki öllu sem við sjáum og lesum. Þú hefur kannski heyrt um þetta málefni, eða kannski ekki. En “deepfake” tæknin er komin til að vera. “Deepfake” er aðferð sem notast við gervigreind til að breyta andliti einnar manneskju í andlit einhvers annars.

Page 6 of 44