Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Karl HöfundurSegja má að umræðan um fjórðu iðnbyltinguna sé á flestra vörum. Ekki síst innan viðskiptalífsins og meðal þeirra sem fjalla um þróun samfélagsmála. Um er að ræða regnhlífarheiti yfir umbreytingar á sviðum eins og þjarka- eða róbótatækni, gervigreindar, internet hlutanna (Internet of Things, LOT), þróunar samskipta manna og véla og aukinnar sjálfvirkni. Þróun sem er á fleygiferð og mun valda miklum breytingum í náinni framtíð. Hugtakið var fyrst sett fram af Klaus Schwab, stjórnarformanni Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) árið 2016.

huginnfreyrIðnbyltingar breyta samfélögum og þar með verður það sem áður var talið ómögulegt orðið mögulegt. Gufuvélin og rafmagnið gerðu samfélögum kleift að haga framleiðslu sinni þannig að óhugsandi hefði verið að ná sama árangri með mannlegu afli. Breytingarnar verða það miklar að samfélög upplifa uppbrot (e. disruption), þannig að fyrra skipulag samfélagsins riðlast við það að ný tækni umbyltir fyrri framleiðsluháttum. Til skamms tíma getur þetta falið í sér neikvæðar afleiðingar fyrir samfélög: Þegar skipulag riðlast sitja þeir eftir sem áður önnuðust þá þætti sem verða fyrir mestum áhrifum og þeir aðilar geta glatað lifibrauði sínu. Þess vegna þarf að skoða hverjir verða fyrir mestum áhrifum í breytingarferlinu.

covidCovid-19 hefur haft margvísleg áhrif og meðal annars hefur kófið hraðað innleiðingu á stafrænum lausnum sem voru margar tilbúnar eða þurfti að aðlaga og skapa hratt og vel til að bregðast við stökkbreytingu í nýtingu netsins og þeirra lausna sem þar eru. Hér verða teknir saman punktar úr fjarfundi Ský 27.maí um þetta brýna efni og fyrir áhugsama er hægt að sjá glærur hér og upptökur hér. Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga stýrði fjarfundinum með sóma.

Gudlaug Drofn

Verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem starfrækt er í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur að verkefnum sem stuðla  að því að gera opinbera þjónustu skilvirka og notendavæna. Verkefnum stofunnar er skipt upp í þrjú áherslusvið: Auka og efla þjónustu við almenning og fyrirtæki, byggja upp og styrkja stafræna innviði og stuðla að auknum samrekstri hins opinbera.

asrun 13035Hvað ætlum við að gera núna þegar við erum öll búin að prófa að nota nýja tækni í kennslu og námi? Það kom ekki til af góðu að allt í einu eru allir, eða flestir, kennara í framhalds- og háskólum búnir að prófa allskonar rafræna möguleika við kennslu og námsmat. Áður vorum við snjöll í að nota kennslukerfi til að dreifa og taka við efni og sumir voru jafnvel farnir að nota rafræn próf og umræðu á netinu en fáir notuðu upptökur eða rauntíma útsendingar sem helstu  kennsluaðferðir. Í mörgum leik- og grunnskólum hafa spjaldtölvur verið innleiddar þar sem kennarar hafa þróað áhugaverða notkun á nútímatækni og sú reynsla nýttist eflaust þegar skólastarfi var breytt. En núna vitum við að þetta er allt saman hægt, þekkjum Teams, Zoom, DigiExam, Inspera, One Note, Slack, Trello, Piazza eða hvað þetta allt heitir og erum kannski búin að prófa flest af þessu. En hvað ætlum við svo að gera? Ætlum við að nota þessa reynslu til að breyta okkar kennslu og skipulagi náms?

mynd tolvumalFólk er gjarnt á að bæði sækjast eftir breytingum og óttast þær. Fyrir nokkrum áratugum hefði það þótt skelfileg tilhugsun að þorri jarðarbúa gengju með tæki á sér sem gerði öðrum kleift að rekja ferðir þeirra en núna víla fáir fyrir sér að ganga með síma á sér sem geta alltaf sagt til um ferðir þeirra. Tæknin sem sækir inn fyrir mörk líkamans hefur verið efniviður í hryllingsbókmenntir og kvikmyndir öldum saman – frá því Mary Shelley skóp skrímsli Frankenstein – en á síðustu árum hefur þessi tækni smám saman farið að færast nær veruleikanum og verða sífellt sjálfsagðari hluti af honum. Heilsuúr sem mæla púls, skref og svefnvenjur eru orðin hversdagsleg, lækningatæki á borð við gagnráði eru sett inn í líkamann til að halda honum gangandi og margs konar læknisfræðilegar rannsóknir og tilraunir eru nú stundaðar með örflögu-ígræðslum. Viðhorfin breytast um leið og mörkin eru smám saman færð. Ótti verður ónæmi.

Johanna vigdis Stærsta tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar felst í möguleikanum á því að auka lífsgæði þorra mannkyns. En til þess að það gerist þarf að hafa í huga að ný tækni ætti alltaf, fyrst og fremst, að gera líf okkar betra og samfélaginu gagn. Hún á að auka gæði lífsins. Lífsgæðin sem við njótum grundvallast á því að við getum bætt hag okkar, kynslóð eftir kynslóð, og nýtt til þess tæknibreytingarnar.

Jon KristinnÞegar rætt er um fjórðu iðnbyltinguna þá er ekkert alltaf ljóst hvað er verið að tala um og líklega hefur þetta hugtak mismunandi merkingar fyrir mörgum. Það sem mig langaði að velta sérstaklega fyrir mér í þessari grein eru þrír þættir sem tengdir eru við fjórðu iðnbyltinguna; aukið magn gagna, aukinn vinnsluhraði og aukinn fjöldi tækja. Það sem mig langaði að skoða sérstaklega er hvernig þessir þrír þættir tengjast upplýsingaöryggi og skoða nokkrar áhættur sem þessu tengjast. Þá reyni ég líka að leggja til aðferðir til að takast á við þessar áhættur sem ég tel að steðji að öllum fyrirtækjum og stofnunum sem ætlar sér að taka þátt í framtíðinni.

DanielI grew up in a time when the internet was starting to become a basic need of households, but not as widespread as it is today. In elementary school during the 2000s and high school during the early 2010s, I had barely touched the internet especially in school, but as time went on and the technology evolved, so did my internet usage. However, it was more at home than at school and I am a little disappointed by that and wish it were the other way around.

lara„Hvernig geymslu ertu með fyrir farsímana í kennslustofunni hjá þér?“, kliður „hvernig reiknivél mælir þú með fyrir þína nemendur?“. „Nemendur handreikna hjá mér og ég vil helst að þeir noti ekki strokleður, þetta á að vera rétt.“ „Fuss, nemendur kaupa ekki reiknivélar fyrir fimmþúsundkall þau kaupa app í símann fyrir dollar og nemandinn notar hann í náminu þá þarf ekki farsímageymslu.“ Sumir hristu hausinn og ræddu „alvöru nám“. Þessi samræða átti sér stað meðal kennara haustið 2019.

Page 6 of 47