Skráðu þig inn hér!

07. febrúar 2022

Valgeir nyÞað er bara einn staður þar sem þú skráir þig inn og þú ert kominn með aðgang að öllum þeim þjónustum sem þú þarft. Er það mögulegt? Stutta svarið við þessari spurningu er „Já, fræðilega“, en þó eru til kerfi sem bjóða ekki upp á það ennþá. Síðan er einnig spurning hvort við viljum það í raun og veru . Við sem notumst við tölvur, snjalltæki og netið höfum líklega flest séð „Skráðu þig inn með Facebook“ eða „Skráðu þig inn með Google“ á vefsíðum á netinu og jafnvel verið boðið upp á þann möguleika að skrá okkur inn með Twitter, LinkedIn eða Pinterest. Samfélagsinnskráning (social login) er algengur valkostur á fréttamiðlum, streymisveitum eins og Spotify og tugum þúsunda netverslana, forrita og leikja. Hún getur sparað okkur mikinn tíma og einfaldað líf okkar. Sumir mæla með þessari leið þar sem við þurfum þá ekki að leggja fjölmörg lykilorð á minnið eða stofna nýjan reikning frá grunni.

Getum við hætt á Facebook?

27. janúar 2022

Atli TýrHæ. Ég heiti Atli og ég er Facebookfíkill.

Eða… ég er kannski ekki fíkill. Viðvera mín þar hefur snarminnkað síðustu eitt til tvö árin eða svo. Notkun mín hefur líka breyst frá því sem hún var í upphafi. Ég þarf ekki lengur að tjá mig á samfélagsmiðlum á hverjum degi. Oft líða dagar eða vikur á milli þess sem ég segi frá merkilegum og ómerkilegum hlutum sem gerast í lífi mínu. Ég þarf ekki að segja frá hverju einasta hóstakasti sem ég fæ, tjá mig um atburði líðandi stundar á hverjum degi eða segja hvað ég borðaði í morgunmat. Og stundum sleppi ég því að opna Facebook í einn eða tvo daga, jafnvel í heila viku. Á undanförnu ári hef ég mest komist upp í tíu daga í röð án Facebook. Hugur minn leitar samt alltaf þangað aftur.

Samskiptamiðlar, upplýsingalæsi og lýðræði

06. janúar 2022

sara 2019 mpm myndHugtakið upplýsingalæsi hefur verið mér sérlega hugleikið síðan í mars á þessu ári þegar Fjölmiðlanefnd, skipuð af menntamálaráðherra, auglýsti lausa stöðu verkefnisstjóra til að vinna og miðla stefnu um upplýsingalæsi fyrir landið allt. Óskað var eftir háskólaprófi og einhver þekking á stefnumótun og upplýsingalæsi talinn kostur. Mér svelgdist á við lesturinn enda hef ég starfað í upplýsingalæsisbransanum frá útskrift í upplýsingafræði árið 2008 og stýri nú öðru háskólabókasafninu á mínum ferli þar sem starfsemin hverfist öll um þetta hugtak, upplýsingalæsi. Upplýsingalæsi er samofið hugmyndinni um gagnrýna hugsun og hvílir á kröfu um rekjanleika og áreiðanleika upplýsinga sem má svo tengja hugmyndinni um lýðræði. Lýðræðið þolir enga leynd.

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is