Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

18. október 2020

Veskið í símann

AndreaHver kannast ekki við það að gleyma veskinu sínu heima og jafnvel týna kortum, miðum og inneignarnótum? Bráðum verður það úr sögunni þar sem allt innihald gamla góða veskisins er hægt að útfæra sem stafræna passa. Stafrænir passar eru miklu umhverfisvænni því þeir koma í stað útgáfu fjölda plastkorta og pappírsmiða sem annars enda í umhverfinu.

UntitledAðgangur að heilsufarsupplýsingum á netinu er ekki eitthvað mjög nýtt en virðist ekki vera eitthvað sem all margir vita um. Annar höfunda vissi ekki um Heilsuveru t.d. og fólk í kring um okkur ekki heldur. Þessi grein er því skrifuð til að upplýsa fólk umtilvist þessa vefs og þess sem hann hefur upp á að bjóða, auk þess að ræða kosti og galla svona kerfa og innleiðingu þeirra.

VidirSnjallsímanotkun í daglegu lífi hefur marga kosti og upplýsingaflæðið og afþreyingin hefur aldrei verið meira en í dag sem veitir mörgum ánægju og gleði. Hinsvegar er líka neikvæð notkun snjallsíma sem hefur áhrif á einstaklinga og því er ákjósanlegt að stýra notkuninni til þess að nýta jákvæðu eiginleika þess. 

margret1Í nútímanum er gríðarlega hröð tækniþróun en það er umdeilt hvort tæknin sé af hinu góða eða slæma. Í greininni verður fjallað um þá jákvæðu þætti sem tæknin hefur haft í för með sér og áhrif hennar á samfélagið. Samskipti eru eitt  af umdeildu þáttum tækninnar en margir vilja meina að mannleg samskipti séu á undanhaldi í okkar samfélagi og það gerist hratt með nýrri tækni.

covidÍ ljósi aðstæðna mun Ský bjóða upp á ýmiskonar rafræna fræðslu og fyrirlestra í haust undir yfirskriftinni “Fræðumst innanlands”.  Fyrsti viðburður á vegum vefstjórnunarhópsins bar yfirskriftina “Hverju breytir þessi þróun til framtíðar” og fyrirlesarar komu úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast skjótt við því ástandi sem hefur verið eftir að COVID-veiran fór að greinas og öll hafa þau reynslu af því að takast á við breytt umhverfi með því að vinna að aukinni stafrænni þjónustu.  Í sumum tilfellum hefur verið stigið stórt skref í að auka þjónustu við viðskiptavini yfir á netið.

asta gisladottirÞegar internetið var farið að ná almennri fótfestu um aldamótin síðustu stukku fjárfestar til sem vildu reyna að græða á öllum þeim nýjungum sem poppuðu upp. En það ástand varði ekki lengi því peningarnir skiluðu sér ekki til baka og bólan sprakk. Það voru auðvitað margir þættir sem orsökuðu það en einn var sá að fólk var ekki tilbúið að borga fyrir hluti á netinu. Bæði var sú vara sem var í boði ekki það spennandi og svo var fólk fljótt að átta sig á að ef þú þurftir alltaf að borga yrði heildarsumman fljótt ansi stór. Það var líka af nógu að taka og lítið mál að finna eitthvað annað spennandi og ókeypis þegar seilst var í budduna. Notendur voru búnir að borga helling fyrir vélbúnað, hugbúnað og netaðgang bara til að komast inn í sirkusinn og nú átti að rukki í tækin líka!

Gabriel2019Það hefur sýnt sig að vélar vinna nú mörg verkefni sem maðurinn vann áður og hefur sú þróun verið hröð undanfarið. Margir óttast þessa þróun og telja jafnvel að vélar geti tekið yfir líf okkar og störf. Við þurfum að skoða og skerpa okkar eiginleika, hvað höfum við framyfir vélar og hvernig getum við hlúð að þeim eiginleikum í gegnum menntakerfið. Verður ekki sköpunin, hönnunar hæfileikinn, ímyndunaraflið, forvitni,  samkennd og félagsleg samskipti áfram okkar styrkleiki?

hrafn og JonMáltækni er rannsóknar- og þróunarsvið sem hefur það að markmiði að smíða kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Máltækni hefur verið í þróun í langan tíma en náði ekki víðtækri athygli almennings fyrr en á allra síðustu misserum með tilkomu ýmissa tækja og lausna frá stórfyrirtækjum á borð við Amazon, Apple, Facebook, Google og Microsoft.

myndÞað er ekki bara COVID sem getur haft margvísleg áhrif á lífði í landinu, slæmt veður með sterkum vindi, snjókomu, ísingu og seltu getur sett strik í reikninginn eins og gerðist nokkru sinnum síðasta vetur. Hér verða teknir saman punktar úr fjarráðstefnu Ský 26. ágúst, Fjarskipti á hamfaratímum, þar sem fjallað var um þann vanda sem upp kom í fjarskiptum síðasta vetur og hvernig hefur verið brugðist við. Elmar Freyr Torfason frá Mílu stýrði fundinum með sóma, sem stjórn faghóps Ský um fjarskipti skipulagði.

Tomas KristjanssonHaustönn 2018 kláraði ég lokaverkefni í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Markmið með minni  lokaritgerð var að kanna lögmæti söfnunar gagna fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á internetinu og er þessi grein byggða á henni. Niðurstaða mín var sú að söfnunin er ólögmæt sökum þess hvernig söfnunin fer fram og að upplýst samþykki vantar fyrir vinnslunni.

Page 6 of 48