Skip to main content

Háskólinn og öld gagnvirkninnar

tolvumalmyndHáskólar eiga að vera virkt afl þekkingarsköpunar og með allri þeirri tækni og möguleikum í margmiðlun sem til staðar er í dag ætti að vera hægt að efla nemendur, kennara og rannsakendur í því ferli. En hvernig geta háskólar nýtt sér tækni við miðlun og sköpun þekkingar? Það eru tvö svið sem þarf að skoða vel þegar fjallað er um kennslu og tækni. Annað er svið tækniþróunar og hitt er svið kenninga um nám. Ef við lítum á svið tækniþróunar þá hafa leiðir til miðlunar námsefnis breyst á tiltölulega stuttum tíma. Lestur bóka er enn við lýði en í stuttu máli þá hefur þróunin verið sú að sjónvarpsmiðlun bættist við miðlun þekkingar í gegnum bækur, þaðan færðist náms- og kennsluumhverfi í tölvur og núna í þráðlausan búnað af ýmsum gerðum. Nýjar kenningar, byggðar á eldri grunni, skjóta upp kollinum varðandi það hvernig við lærum og horft er til meiri sjálfsstýringar í námi og gerð sú krafa að námsumhverfi ýti undir virkni í námi. Svokölluð upplýsingaöld er að líða undir lok og öld gagnvirkninnar er að taka við (Brill, Jennifer, M. og Park, Yeonjeong, 2008).  Háskólar eru nú þegar orðnir að stórum hluta sýndarstofnanir (e.virtual organizations) því um leið og háskóli bíður upp á fjarnám þá er hann að hluta starfandi í tvívíðum sýndarheimi. Samskipti innan og utan háskóla eru að stórum hluta rafræn og gögn eru geymd í skýjum netheima, þetta breytir því hvernig hægt er að hugsa um nám og kennslu í háskólum.

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála