Rafræn stjórnsýsla: Upplýsingaarkitektúr, samvirkni og opin gögn

Ófáar kannanir hafa leitt í ljós það mikla hagræði sem hægt er að ná með því að gera ýmsa þjónustu hins opinbera rafræna. Sparnaður getur, t.d. fólgist í minni pappírsnotkun, tímasparnaði eða því hagræði sem felst í að samnýta og margnýta upplýsingar og tækni. Stjórnvöld um allan heim hafa komið auga á þetta einstaka tækifæri til að spara um leið og þau bæta þjónustu við borgara sína. En það er þó svo að þrátt fyrir að sjálfsafgreiðsla setji aukna vinnu á einstaklinginn sjálfan og spari stofnun eða fyrirtæki vinnu á móti, þá er fólk í flestum tilvikum hæst ánægt með aukið framboð á sjálfsafgreiðslu. Hún sparar einstaklingunum ferðir, gerir þeim kleift að sinna erindum sínum utan vinnutíma og losar þá við að þurfa að hanga í símanum bíðandi eftir þjónustu.

En hvað eru tölvuský?

Fyrirtæki keppast nú við að bæta orðinu „Cloud“ (eða tölvuský) í vöruheitin. Stundum er þetta gert til að tilkynna að varan sé nettengd, en stundum þýðir það meir. Í þessari grein verður leitast við að skilgreina og útskýra helstu atriði tölvuskýja. Einfaldast er að hefjast handa með dæmisögu. Apótekið Meðalmenn hf. hefur ákveðið að færa sig inn á netmarkað. Fyrir um áratugi síðan var þetta lítið mál: Vefforritarar voru ráðnir til að skrifa síðuna og settur var upp nýr vélasalur með nokkrum vefþjónum til að hýsa vefinn. Einnig voru kerfisstjórar ráðnir til til að sjá um vélbúnaðinn. Vonin var að vefþjónarnir gætu annað fyrirspurnum, annars þurfti að kaupa meiri vélarbúnað fyrir salinn. En heimurinn breyttist ört síðasta áratuginn og spurningin er hvaða ákvarðanir yrðu teknar ef Meðalmenn væru að fara á markað í dag.

Nýting upplýsingatækni í kennslu. Símenntun og starfsþróun kennara í og með upplýsingatækni

Á síðustu árum hafa þjóðlönd, álfur og alþjóðasamtök sett fram stefnu, viðmið og áherslur sem lúta að nauðsynlegri lykilfærni þegna í upplýsinga- og þekkingarsamfélögum nýrrar aldar. Alþjóðasamtökin UNESCO leggja mikla áherslu á að stuðlað verði að hæfni á þessu sviði og hafa nýlega gefið út handbók um upplýsingalæsi (Horton, 2008). Í Norður-Ameríku hafa samtökin Partnership for 21st Century Skills, á vegum bandaríska menntamálaráðuneytisins og leiðandi fyrirtækja, sett fram viðmið þar sem því er lýst á aðgengilegan hátt hvers þurfi að gæta við menntun nemenda á skólaskyldualdri. Öflugt upplýsinga- og miðlalæsi með hvers konar færni í stafrænu umhverfi er þar í lykilhlutverki (Partnership for 21st century skills, 2004-). Evrópusambandið hefur mótað ramma um lykilhæfni (European Framework for Key Competences). Er þar digital competence fjórði af átta lykilþáttum (European Commision - Education & Training, 2007). Evrópulöndin hafa mótað eigin ramma út frá þessum viðmiðum. 

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is