Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

ArnbjorgVið þekkjum öll Google og öll þau forrit sem að því fylgir. Ég sem nemandi bæði í háskóla og menntaskóla hef margoft gert verkefni og skýrslur með öðrum nemendum þar sem við þurfum að vinna saman. Þá hef ég notast við þau rit-forrit sem að Google hefur upp á að bjóða. Google Docs, Google Sheets, Google Slides og svo má lengi telja. Google býður nefnilega upp á að margir geti unnið í sama skjalinu í einu. Það er mjög hentugt og gríðarlega þægilegt.

myndNotkun og umfang samfélagsmiðla hefur aukist til muna síðastliðin ár og spila þeir orðið stóran hluta af daglegu lífi ungra einstaklinga sem og þeim eldri. Það gefur auga leið að samfélagmiðlar eiga orðið mikinn þátt í mótun sjálfsmyndar unglinga í dag. Misjafnar skoðanir um málefnið hafa litið dagsins ljós, bæði jákvæðar og neikvæðar, enn verður þó að segjast að neikvæðu raddirnar hafa verið áberandi. Í þessari grein verður fjallað um áhrif samfélagsmiðla á unglings stúlkur.

annaKrakkar í dag nota tæknina allsstaðar vegna þess að tæknin er allsstaðar. Þau fæðast inní þennan tæknivædda heim sem við búum í og þekkja ekkert annað. Við þurfum að fara breyta hvernig við horfum á kennsluaðferðir í dag og horfa til framtíðar þar sem við erum að öllum líkindum á leiðinni í nýja tæknibyltingu.

VianeyThe rate of advances in medical technology in the past decade, specifically in telemedicine, holds much promise to improve our quality of care. When one thinks of the term “telemedicine” (also eHealth, and telehealth), the image of a video conversation between a physician or therapist and their patient is what comes to mind, but the field is quickly diversifying. One of the most standout technologies being adopted into medicine, is virtual reality, or VR.

vidirFyrsta upplifun mín á þjálfun heilans með notkun tölvunnar var árið 2004 þegar ég kynntist hugbúnað sem heitir BrainWave Generator. Ég fann forritið eftir stutta leit á google, það átti að auka afköstin í lærdómnum sem var megin ástæðan fyrir því að ég náði í þetta forrit. Þetta átti líka að hjálpa með streitu og bæta svefn með að spila ákveðna tóna sem átti að þjálfa heilann. Þá notaði ég þetta forrit mjög mikið og taldi trú um að það myndi virka sem það gerði síðan ekki, eftir það varð ég mjög efins um að finna eitthvað líkt sem gæti hjálpað mér að bæta afköst hugans.

Karl HöfundurSegja má að umræðan um fjórðu iðnbyltinguna sé á flestra vörum. Ekki síst innan viðskiptalífsins og meðal þeirra sem fjalla um þróun samfélagsmála. Um er að ræða regnhlífarheiti yfir umbreytingar á sviðum eins og þjarka- eða róbótatækni, gervigreindar, internet hlutanna (Internet of Things, LOT), þróunar samskipta manna og véla og aukinnar sjálfvirkni. Þróun sem er á fleygiferð og mun valda miklum breytingum í náinni framtíð. Hugtakið var fyrst sett fram af Klaus Schwab, stjórnarformanni Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) árið 2016.

mynd af höfundumHvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Spurning sem við spyrjum gjarnan, en er þetta spurning sem einhver mun geta svarað? Það eru miklar líkur á því að börn í dag muni vinna störf sem ekki eru enn orðin til, og vinnumarkaðurinn eins og við þekkjum hann mun eflaust vera allt annar í ljósi örra tæknibreytinga.

RagnheidurViðtal við Ragnheiði H. Magnúsdóttur, forstöðumann Framkvæmda hjá Veitum og handhafi UT-verðlauna Ský.

Ragnheiður hefur verið í farabroddi í upplýsingatæknigeiranum og lagt áherslu á fjölbreytileika í þeim geira. Hún er forstöðumaður Framkvæmda hjá Veitum en var áður m.a. framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í tæp 6 ár og  vann síðan við breytingarstjórnunarverkefni hjá Marel auk þess sem hún hefur setið í stjórnum Samtaka vefiðnaðarins og Ský. Einnig hefur hún verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT. Árið 2019 hlaut hún UT-verðlaun Ský sem eru heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Tölvumálum langaði að heyra í Ragnheiði, bæði um hana sjálfa og hennar sýn á fjórðu iðnbyltinguna.

GettyImages 917581126.0Nú er jólafríinu lokið, allt komið á fulla ferð á nýju ári og þá er komið að fyrsta hádegisverðarfundi Ský þetta árið sem var haldinn 15. janúar. Fundurinn var fjölmennur enda efnið spennandi og ætla ég að rekja hér helstu atrið fyrirlestranna.

5g surgery china remote operationÞróun tækni- og tölvubúnaðar hefur tekið hröðum framförum undanfarin ár og hefur sú þróun átt þátt í miklum framförum innan heilbrigðiskerfisins. Með stórstígum skrefum fram á við er hægt að tryggja ávinning fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga í heilbrigðisgeiranum: tryggja sjúklingum hnitmiðaðri greiningu vandamála/sjúkdóma sem og lausn eða lækningu sem er sniðin að hverjum og einum.

Page 7 of 47