Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

EyjolfurÞann 18. apríl 2018 var haldinn fundur á vegum Ský undir nafninu "Verkfærakista ofurhetjunnar".  Efni fundarins var að skoða hvaða færni forritarar þurfa að búa yfir og að kynna ýmis tól og aðferðir við hugbúnaðargerð.  Fundarstjóri var Sigrún Lára Sverrisdóttir frá Miracle og var fundurinn skipulagður af stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð.  Efni fundarins var afar áhugavert fyrir bæði forritara og alla sem hafa áhuga á forritun, enda var þétt setið í salnum.

mynd2Slack er öflugt spjallforrit, þar sem notendur mynda svo kölluð teymi með eins mörgum vinum, samnemendum og/eða vinnufélögum og þeir vilja. Forritið er frítt, en það er þó aðeins hægt að sjá síðustu tíu þúsund skilaboð án þess að borga fyrir það, og því gætu stórir hópar þurft að borga á einhverjum tímapunkti. Slack býður einnig upp á frítt smáforrit sem auðveldar samskipti, þar sem hægt er að fá tilkynningu í símann þegar teymismeðlimur sendir skilaboð.

johannaSú tækniþróun sem við höfum upplifað undanfarna tvo áratugi hefur verið svo hröð að oft er talað um fjórðu iðnbyltinguna, veldisvöxt og að við höfum bara rétt séð toppinn á ísjakanum. Það er ekki að ástæðulausu. Hraði tækninýjunganna veldur því að meirihluti þeirra starfa sem börnin okkar eiga eftir að sinna eru ekki enn orðin til. Áhrifin á atvinnulífið og samfélagið eru þegar umtalsverð, og munu verða meiri.

vef asrun 13050BWMikið hefur verið rætt og ritað um notkun á nýjustu tölvutækni í námi og kennslu og eru skoðanir skiptar. Sumir telja að með UST höfum við fengið óþrjótandi tækifæri til að þróa og bæta nám og kennslu á meðan aðrir hafa áhyggjur af of miklum skjátíma barna og óæskilegu efni á Internetinu. Með nýrri tækni inn í skólum koma nýjar og aðrar kröfur en áður, sem beinast bæði að kennurum og nemendum.

Dadi Gunnarsson SmallSamstarf milli ólíkra aðila er afar mikilvægt til að koma á betra netöryggi. Í þessari grein mun ég fara yfir þær tilkynningar sem eru að berast lögreglu nú og hvernig við teljum best að berjast gegn þeim hættum sem eru þeim samfara, nú og í framtíð.

Marcel Kyas

The Internet of Things (IoT) is easiest described as a network of physical objects that are addressable on the internet through an internet protocol (IP) address. They communication with other Internet-enabled devices and systems.

tomashelgijohannssonTækniumhverfi í nútímasamfélagi hefur tekið miklum breytingum og ef bara er litið til síðustu áratuga þá er breytingin geysileg. Í augum margra, sérstaklega af eldri kynslóðinni, er hún í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi en einnig spennandi. Sem betur fer taka langflestir þessum tækniframförum fagnandi og bókstaflega gleypa tæknina í sig. Dæmi um nýjungar sem í dag þykja orðið sjálfsagðar eru að versla á Internetinu sem og að eiga bankaviðskipti við sinn viðskiptabanka á þeim vettvangi. Þessi viðskipti hafa síðan teygt anga sína í farsímana með tilheyrandi „þægindum“ fyrir alla.

badirÞrátt fyrir að fyrirtæki hafi undanfarin ár varið auknum fjármunum í kaup á búnaði til að verja upplýsingakerfi sín hefur árangursríkum netárásum samt fjölgað. Hvað veldur og hvað er til ráða?  Vissulega er mikilvægt að tryggja að upplýsingakerfi séu með skilvirkum netvörnum en ýmislegt bendir til þess að fyrirtæki verði áfram berskjölduð gagnvart netárásum ef þau leggja ekki aukna áherslu á að þjálfa starfsmenn í umgengni við internetið.

Ragna M SveinsdottirÞað er mikilvægt að einfalda viðfang og skilning fólks þegar kemur að upplýsingum á upplýsingaöld sem þessari. Þetta er kjarni málsins þegar fjallað er um upplýsingaöryggi. Þessi skilningur er ekki meðfæddur og skal það ekki tekið sem sjálfsagður hlutur að hver og einn eigi eða þurfi á þessum skilningi að halda. Hins vegar kemur það í verkahring þeirra sem meðhöndla upplýsingar á einn eða annan hátt að öðlast þessa kunnáttu, sem felur í sér hvernig rétt sé að meðhöndla tiltekna tegund upplýsinga í þeim tilgangi að vernda þær frá illgjörnum tilgangi. Það er mikill misskilningur að „rétt“ meðhöndlun og verndum upplýsinga sé eingöngu ábyrgð þeirra sem starfa í tölvudeildum fyrirtækja eða hafa upplýsingaöryggi í starfsheiti sínu.

kristinn minniEftir að gervigreind komst í tísku fyrir svona u.þ.b. fjórum árum, þegar fólk hleypur ekki lengur í burtu þegar ég segi þeim að ég stundi rannsóknir í gervigreind, hef ég oft þurft að svara spurningunni „Hvað er gervigreind?"

Síða 7 af 39