Tölvumál

Gudlaug Drofn

Verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem starfrækt er í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur að verkefnum sem stuðla  að því að gera opinbera þjónustu skilvirka og notendavæna. Verkefnum stofunnar er skipt upp í þrjú áherslusvið: Auka og efla þjónustu við almenning og fyrirtæki, byggja upp og styrkja stafræna innviði og stuðla að auknum samrekstri hins opinbera.

14. maí 2020

Eftir COVID 19

asrun 13035Hvað ætlum við að gera núna þegar við erum öll búin að prófa að nota nýja tækni í kennslu og námi? Það kom ekki til af góðu að allt í einu eru allir, eða flestir, kennara í framhalds- og háskólum búnir að prófa allskonar rafræna möguleika við kennslu og námsmat. Áður vorum við snjöll í að nota kennslukerfi til að dreifa og taka við efni og sumir voru jafnvel farnir að nota rafræn próf og umræðu á netinu en fáir notuðu upptökur eða rauntíma útsendingar sem helstu  kennsluaðferðir. Í mörgum leik- og grunnskólum hafa spjaldtölvur verið innleiddar þar sem kennarar hafa þróað áhugaverða notkun á nútímatækni og sú reynsla nýttist eflaust þegar skólastarfi var breytt. En núna vitum við að þetta er allt saman hægt, þekkjum Teams, Zoom, DigiExam, Inspera, One Note, Slack, Trello, Piazza eða hvað þetta allt heitir og erum kannski búin að prófa flest af þessu. En hvað ætlum við svo að gera? Ætlum við að nota þessa reynslu til að breyta okkar kennslu og skipulagi náms?

mynd tolvumalFólk er gjarnt á að bæði sækjast eftir breytingum og óttast þær. Fyrir nokkrum áratugum hefði það þótt skelfileg tilhugsun að þorri jarðarbúa gengju með tæki á sér sem gerði öðrum kleift að rekja ferðir þeirra en núna víla fáir fyrir sér að ganga með síma á sér sem geta alltaf sagt til um ferðir þeirra. Tæknin sem sækir inn fyrir mörk líkamans hefur verið efniviður í hryllingsbókmenntir og kvikmyndir öldum saman – frá því Mary Shelley skóp skrímsli Frankenstein – en á síðustu árum hefur þessi tækni smám saman farið að færast nær veruleikanum og verða sífellt sjálfsagðari hluti af honum. Heilsuúr sem mæla púls, skref og svefnvenjur eru orðin hversdagsleg, lækningatæki á borð við gagnráði eru sett inn í líkamann til að halda honum gangandi og margs konar læknisfræðilegar rannsóknir og tilraunir eru nú stundaðar með örflögu-ígræðslum. Viðhorfin breytast um leið og mörkin eru smám saman færð. Ótti verður ónæmi.

Johanna vigdis Stærsta tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar felst í möguleikanum á því að auka lífsgæði þorra mannkyns. En til þess að það gerist þarf að hafa í huga að ný tækni ætti alltaf, fyrst og fremst, að gera líf okkar betra og samfélaginu gagn. Hún á að auka gæði lífsins. Lífsgæðin sem við njótum grundvallast á því að við getum bætt hag okkar, kynslóð eftir kynslóð, og nýtt til þess tæknibreytingarnar.

Jon KristinnÞegar rætt er um fjórðu iðnbyltinguna þá er ekkert alltaf ljóst hvað er verið að tala um og líklega hefur þetta hugtak mismunandi merkingar fyrir mörgum. Það sem mig langaði að velta sérstaklega fyrir mér í þessari grein eru þrír þættir sem tengdir eru við fjórðu iðnbyltinguna; aukið magn gagna, aukinn vinnsluhraði og aukinn fjöldi tækja. Það sem mig langaði að skoða sérstaklega er hvernig þessir þrír þættir tengjast upplýsingaöryggi og skoða nokkrar áhættur sem þessu tengjast. Þá reyni ég líka að leggja til aðferðir til að takast á við þessar áhættur sem ég tel að steðji að öllum fyrirtækjum og stofnunum sem ætlar sér að taka þátt í framtíðinni.

DanielI grew up in a time when the internet was starting to become a basic need of households, but not as widespread as it is today. In elementary school during the 2000s and high school during the early 2010s, I had barely touched the internet especially in school, but as time went on and the technology evolved, so did my internet usage. However, it was more at home than at school and I am a little disappointed by that and wish it were the other way around.

25. febrúar 2020

Var - er – verður

lara„Hvernig geymslu ertu með fyrir farsímana í kennslustofunni hjá þér?“, kliður „hvernig reiknivél mælir þú með fyrir þína nemendur?“. „Nemendur handreikna hjá mér og ég vil helst að þeir noti ekki strokleður, þetta á að vera rétt.“ „Fuss, nemendur kaupa ekki reiknivélar fyrir fimmþúsundkall þau kaupa app í símann fyrir dollar og nemandinn notar hann í náminu þá þarf ekki farsímageymslu.“ Sumir hristu hausinn og ræddu „alvöru nám“. Þessi samræða átti sér stað meðal kennara haustið 2019.

BjargeyMér finnst ekki nema örfá ár síðan við stelpurnar á skrifstofunni sátum við ritvélar og pikkuðum bréf í tvíriti með kalkipappír á milli. Settum svo frumritið í umslag, vélrituðum nafn viðtakanda og heimilisfang utan á. Frímerki efst í hornið hægra megin. Umslagið í póst. Afritið var síðan gatað, stimplað, dagsett, sett í möppu og síðan í skjalasafn sem skipulagt var í sérstöku skjalavörslukerfi, oftar en ekki af sérstökum starfsmanni sem bar hið virðulega starfsheiti skjalavörður. Geymt þar um nokkurra ára skeið, síðan sett í kassa ofan í kjallara ásamt öðrum afritum af öðrum bréfum. Síðan jafnvel á Þjóðskjalasafnið. Allt geymt, vel og vandlega, um ókomna tíð. Þvílíkt góss fyrir sagnfræðinga að grúska í!

17. febrúar 2020

Skammtatölvur

egegSkammtafræði er eitthvað sem er búið að vera til síðan um 1900. Yfir öldina hafa vísindamenn á borð við Max Planck og Albert Einstein rannsakað skammtafræði til að reyna að útskýra smæstu hlutina í veröldinni okkar. Seinnipart 19. aldar fóru vísindamenn að huga að því hvort ekki væri hægt að búa til tölvur sem notuðu skammtafræði til að reikna hin ýmsu vandamál. Ýmiss reiknirit voru gerð sem áttu einhvern tímann að virka á skammtatölvu en á síðustu árum erum við loksins farin að sjá skammtatölvur líta dagsins ljós (Live Science, 2019). En hvað er eiginlega skammtatölva?

ArnbjorgVið þekkjum öll Google og öll þau forrit sem að því fylgir. Ég sem nemandi bæði í háskóla og menntaskóla hef margoft gert verkefni og skýrslur með öðrum nemendum þar sem við þurfum að vinna saman. Þá hef ég notast við þau rit-forrit sem að Google hefur upp á að bjóða. Google Docs, Google Sheets, Google Slides og svo má lengi telja. Google býður nefnilega upp á að margir geti unnið í sama skjalinu í einu. Það er mjög hentugt og gríðarlega þægilegt.

Page 10 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is