Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

egÞessi misseri er mikil gróska í aðgengismálum á vefnum. Hluti skýringarinnar er þróun löggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu sem gerir kröfu um að vefsvæði í framtíðinni fylgi aðgengisstöðlum. Hluti skýringarinnar er líka að internetið er að einhverju leyti að verða fullorðið.  Almennt er verið að leita eftir stöðlum og viðmiðum sem tryggja örugga þjónustu og jafnari samkeppni.

Ólaf Örn NielsenFyrirtæki á Íslandi og í heiminum öllum eru að vakna upp við nýjar kröfur markaðarins um aukinn hraða í viðskiptum og aukinn einfaldleika í notkun á þjónustum á netinu. Að hika er sama og að tapa eru undirliggjandi skilaboð til markaðarins en þau fyrirtæki sem ekki taka þetta kall nútímans alvarlega eiga hættu á að hellast úr lestinni og deyja drottni sínum. Ólafur Örn Nielsen hefur starfað við stafræna vöruþróun um allt langt skeið og hefur frá árinu 2015 stýrt ráðgjafafyrirtækinu Kolibri sem sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum að þróa stafrænar lausnir í takt við viðskiptastefnu þess og ná þannig auknum árangri. Við höfum því fengið Ólaf til að segja okkur aðeins frá sjálfum sér og sinni vegferð inn í tæknina ásamt því að svipta hulunni af velgengni Kolibri í að aðstoða fyrirtæki við stafræna þróun.

brynjaTraust er undirstaða allra góðra samskipta, bæði persónulegra og faglegra. Traust er grunnur góðra viðskipta og ástæða þess að við getum fengið lán og fyrirgreiðslu. Allir vita að traust þarf að ávinna sér og það er ekki gert á einni nóttu. Eins og oft hefur verið sagt þá tekur áraraðir að vinna sér inn traust, nokkrar sekúndur til að glata því og heila eilífð að byggja það upp.

Snæbjörn Ingi IngólfssonÞegar ég skrifa þessa grein í 30.000 feta hæð á leiðinni til Kaupmannahafnar með aðstoð Johnnie frænda og humlaðra frænda hans, verður mér hugsað til ferðlaga hér áður fyrr, hvernig við ferðumst núna og hvernig við munum ferðast í framtíðinni. Hér áður fyrr þegar fólk ferðaðist, komu margar hendur að ferðalaginu frá þeim þjónustuveitendum sem hlut áttu að máli. Pöntun ferðarinnar var í gegnum söluaðila ferðaskrifstofu eða flugfélagsins, með góðum fyrirvara alla jafna, annaðhvort símleiðis eða með viðkomu á söluskrifstofuna. Þegar ferðagögnin voru klár tók oftar en ekki við bið eftir ferðalaginu. Þegar að ferðalaginu kom var farið í bankann og talað við gjaldkera og gjaldeyrir keyptur eða ferðatékkar. Þá var farið á flugvöllinn og þar beið maður í röð við innritunarborðin og spenningurinn óx jafnt og þétt og fólk kynntist þeim sem voru næstir í röðinni og forvitnuðust hvert ferðinni væri heitið. Ef fólk lenti á spjalli við ferðavana einstaklinga gat það fengið „tips and tricks“, varðandi hvað ætti að gera og hvað ekki á áfangastað. Öll þjónusta á flugvellinum var vel mönnuð og gekk vel fyrir sig.

JohannÞegar fólk heyrir orðið gervigreind hugsa margir um einhverskonar ofurklár vélmenni í fjarlægri framtíð sem munu á endanum taka yfir heiminn. Gervigreind leynist hinsvegar allt í kringum okkur í dag og hefur meiri áhrif á okkar daglega líf en margan grunar. Tæki eins og Alexa frá Amazon nota flókin reiknirit til að læra hegðun fólks.

Ólafur Brynjar JónssonSjálfvirkni er tækni sem gerir okkur kleift að framkvæma aðgerðir án þess að manneskja þurfi að hjálpa. En í hvaða formi sjáum við sjálfvirkni? Í dag hugsum við eflaust fyrst um sjálfkeyrandi bíla eða mannlausar verksmiðjur fullar af sjálfstýrðum örmum að púsla saman flóknum vörum sem við verslum síðan á veraldarvefnum. 

liljaÍ nútíma samfélagi eru allar upplýsingar aðgengilegar á örskotsstundu. Nánast allir eiga snjallsíma og fartölvu og jafnvel spjaldtölvu líka. Við erum uppi á tíma þar sem fáir grípa með sér dagblaðið lengur áður en þeir setjast við heilagar athafnir enda er síminn alltaf til staðar og allar heimsins fréttir berast okkur beint í hann. Þegar dagblaðið kemur loksins inn um lúguna hjá okkur erum við búin að sjá allar heitustu fréttirnar fyrir löngu síðan á skjánum hjá okkur.

Asta ThollÞað fer ekki fram hjá neinum að tækniþróuninni fleygir hratt fram nú á dögum og kröfur og væntingar notenda breytast verulega dag frá degi. Þetta eru síður en svo nýjar fréttir en hefur haft þau áhrif að æ fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að íhuga stöðu sína og skoða hvaða skref þarf að stíga til að bregðast við þeim áskorunum sem stafræn umbreyting mun hafa. Bæði sprotafyrirtæki og rótgrónari fyrirtæki og stofnanir munu þurfa að innleiða aðferðir sem stuðla að nýsköpun og framþróun á þeirra sviði og koma þannig betur til móts við viðskiptavini sína. Á sama tíma getur verið flókið fyrir gamalgrónari fyrirtæki og stofnanir að brúa bilið á milli viðhalds á eldri kerfum og þess að taka skref í átt að nýsköpun innviða eða innleiða ný kerfi, ferla eða þjónustumódel, sem þjóna betur markmiðum stofnana til lengri tíma.

MadPow Press 2013Liðin er sú tíð þegar hugbúnaður var einungis notaður af sérfræðingum sem höfðu tækifæri til að fara í gegnum þjálfun til að nota hann. Í dag er langflestur notendahugbúnaður sem við búum til settur beint í hendur á notendum án nokkurra formála eða kynningar. Í dag alast líka flestir á Íslandi upp við hátækni frá blautu barnsbeini og eru ófeimnir við að nýta sér hana. En það þýðir líka að notendur eru hættir að sætta sig við hvað sem er. 

Þorbjorg Helga VigfusdottirÍ 120 ára gömlu húsi í Reykjavík hefur höfundur ásamt metnaðarfullum hópi hugbúnaðarsérfræðinga og sérfræðinga í mennta- og heilbrigðisvísindum unnið að því að nýta tæknibyltinguna til að bæta aðgengi að hjálp. Verkefnið er margþætt enda þjónusta heilbrigðis- og menntakerfis við einstaklinga bæði flókin í eðli sínu en ekki síður (óþarflega) flókin kerfislega.

Page 10 of 46