Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

comp myndÍ skólum landsins eru notuð nokkur kerfi/hugbúnaður fyrir nemendur og foreldra þeirra til að halda utanum verkefni, einkunnir, mætingu og fleira. Þessi kerfi eru misgóð og mismikið notuð eftir skólastigum. Hér verður farið lauslega yfir kerfi sem höfundar hafa fengið að kynnast í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.

DrifaSpilaðu á banana, eða gerðu hvað sem þér dettur í hug. Makey Makey: Uppfinninga “kit” fyrir alla, er rafrænt uppfinningatól sem leyfir notendum að tengja hversdagslega hluti við  tölvuforrit. Með sérstöku afrásarborði, klemmum og tengjum getur hluturinn sem er tengdur virkað eins og músarklikk eða hnappur á lyklaborði. Það gefur Makey Makey möguleikann til að virka með næstum hvaða forriti sem er [1].

KristjanaÉg fann það þegar ég byrjaði í háskólanámi eftir langt hlé að það tók mig dálitinn tíma að byrja að tileinka mér notkun á allri þessari upplýsingatækni sem nú er í boði. Ég kom úr umhverfi þar sem mesta tækninýjungin var hálfsjálfvirk ritvél. En ef ekki væri fyrir upplýsingatækni í skólum, þá væri ég ekki í námi við Háskólann í Reykjavík að læra tölvunarfræði. Ég er í 100% vinnu á daginn og get því ekki nýtt mér að mæta í skólann á þeim tíma. Þess vegna kemur upplýsingatækni í skólum sér mjög vel fyrir mig.

SveinbjörnBBTölvuleikir hafa verið notaðir sem kennslutæki í nokkurn tíma en þó ekki í stórum stíl þar sem að stórir leikjaframleiðendur einbeita sér ekki að gerð leikja sem að hafa þann megin tilgang að kenna. Leikir í dag hafa frábær umhverfi og er lögð mikil áhersla á það að láta allt líta út fyrir að vera trúverðugt eða byggt á sögulegum staðreyndum.

fisk 300x169

 Í dag getum við sleppt því að fara út í banka til að eiga viðskipti, við þurfum ekki að tala við starfsfólk á ferðaskrifstofu til að komast í frí erlendis og flest allt er hægt að kaupa í gegnum netið. Sjálfsafgreiðslukerfi (self-service technology (SST)) hafa tekið við á ótal sviðum, ekki bara í gegnum netið heldur einnig þegar við komum á staðinn, t.d. til að greiða fyrir vöru eða bóka sig inn á hótel.

rigningSjálfsafreiðsla þarf ekki að vera tæknivædd eins og Litla fiskbúðin á Tálknafirði sannar en við sem stöndum að Tölvumálum erum meira að horfa á tæknina í þessu samhengi. Því höfum við ákveðið að þemað í ár verði Sjálfsafgreiðsla í prentaðri útgáfu af Tölvumálum sem kemur út í haust. Við höfum áhuga á að skoða helstu strauma og stefnur, hvað er verið að gera, hvað gengur vel og hvað ekki og hver mun þróunin verða. Um leið og við förum í sumarfrí til að njóta rigningarinnar þá minnum við á að enn er hægt að skila inn greinum í blaðið og hvetjum við alla til að nýta inniveruna til að skrifa spennandi greinar. Komum aftur 16. ágúst.

Fyrir hönd ritnefndar Ásrún Matthíasdóttir asrun@ru.is

AgustValgeirssonFlest hugbúnaðarfyrirtæki hafa fundið þann þrýsting sem notendur ýmissa kerfa gera í dag um að það sé „app“ með þeim hugbúnaði sem verið er að nota og telja það vera forsenda þess að viðkomandi kerfi sé vel nothæft.  Sú tæknilega leið sem æ fleiri eru að nýta sér er React Native frá Facebook.

my4Þarfagreining er notendarannsókn þar sem notaðar eru mismunandi aðferðir til þess að kynnast notendum, skoða notendahegðun og greina þarfir. Vegna þess hve ólíkar aðferðir eru notaðar, sem allar gegna mismunandi hlutverki, eru þetta oft kölluð þarfagreiningartól og líkt við verkfærakistu.

SigurbjNotendum samfélagsmiðla hefur fjölgað undanfarin ár og spár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. Þróunin helst vel í hendur við fjölgun snjallsíma um heim allan. Mikill áhugi er á samfélagsmiðlum meðal íslenskra fyrirtækja og hvergi í Evrópu nota fleiri fyrirtæki samfélagsmiðla en á Íslandi. Mikilvægt er að leggja meiri vigt í samfélagsmiðla með góðri undirbúningsvinnu.

internetInternet of Things er allt í kringum okkur og við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því hvað það er orðið stórt. Internet of Things er í tækjum eins og litlum pillum og alveg upp í stórar flugvélar. Áður en við vitum af þá verður það í öllu.

Page 10 of 43