Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

04 LogiPlayingPlanning Poker hefur átt upp á pallborðið í hugbúnaðargerð með Scrum aðferðafræðinni og þar hefur leikurinn einnig verið kallaður Scrum Poker. Leikreglurnar geta skolast til og sú staða komið upp að aðferðin sé ekki er notuð rétt sem leiðir til óánægju með að meta verkefni. Því er gott að rifja leikinn upp reglulega og fara yfir “leikreglurnar” til að sjá hvort það sé eitthvað sem megi leiðrétta.

Planning Poker hefur átt upp á pallborðið í hugbúnaðargerð með Scrum aðferðafræðinni og þar hefur leikurinn einnig verið kallaður Scrum Poker. Leikreglurnar geta skolast til og sú staða komið upp að aðferðin sé ekki er notuð rétt sem leiðir til óánægju með að meta verkefni. Því er gott að rifja leikinn upp reglulega og fara yfir “leikreglurnar” til að sjá hvort það sé eitthvað sem megi leiðrétta.

björn profileÁ síðastliðnu skólaári heimsóttu verkefnastjórar Heimilis og skóla og SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) hvern og einn 6. bekk í Reykjavík, Árborg, á Akureyri og Austfjörðum (frá Neskaupsstað suður til Djúpavogs) til þess að fræða börn um jákvæða og örugga netnotkun. Lagt var upp með að hafa fræðsluna lifandi og hvatt til þátttöku nemenda sem voru áhugasamir og höfðu frá ýmsu að segja þrátt fyrir ungan aldur.

haukur.prentÍ leiðandi ávarpi á ráðstefnu European Group for Public Administration í Mílan Pólyteknik, 31. ágúst 2017, sagði Patrick Dunleavy prófessor við London School of Economics and Political Science (LSE) að stjórnsýsla framtíðarinnar einkenndist af róbótum og „big data“. Hér er mín endursögn á helstu atriðum í erindi hans og þau sett í íslenskt samhengi.

pencil education pencil sharpener art 159731Jæja, þá er komið að því að skila inn greinum í blað haustsins. Við settum skilafrestinn 1. sept. ,sem er á morgun, en ég hef póstinn opinn fram yfir helgi ef einhver er á síðustu metrunum að ganga frá grein. Minni á að það er alltaf opið fyrir greinar hér á netinu, tekið við þeim allan sólarhringinn. Netfangið er asrun@ru.is

Kveðja frá ritstjórninni

 

 

 

 

 

mmÞá er Tölvumál komið aftur á kreik og undirbúningur að blaði haustsins í fullum gangi. Þemað er eins og vonandi allir vita, Ógnir dagsins í dag og lausnir til framtíðar og eru spennandi greinar að koma inn og vonandi marga á leiðinni. Fyrir sumarfrí dró ég fram nokkra þræði tengda þessu efni og spinn hér áfram. 

asrun 13035Þema Tölvumála í ár er Ógnir dagsins í dag og lausnir til framtíðar og er þar átt við örugga nýtingu tækninnar í víðu samhengi. Við höfum áhuga á að skoða áskoranir sem mæta þeim sem vilja tryggja örugga notkun á upplýsingatækni, hvernig er hægt að misnota tækni og hvernig er hægt að verjast misnotkun, en einnig hvernig tæknin aðstoðar við að tryggja öryggi borgaranna. Til að hita upp fyrir skrif í blaðið í sumar er hér stuttur pistill um ógnir og öryggi, aðallega þó ógnir, til þess að hvetja sem flesta til að skrifa greinar í blaðið og/eða pistla fyrir vefútgáfuna okkar okkar. 

andreaoggardarTilgangur langtímavarðveislu opinberra rafrænna gagna er fyrst og fremst til þess að styrkja upplýsingarétt almennings sem og gagnsæi í stjórnsýslunni. Rafræn gögn samtímans eru jafnmikilvæg sögu þjóðarinnar og eldri gögn.

finnur og kristjánÞessi grein sýnir fram á hvernig hægt er að nota upplýsingar úr þráðlausa kerfinu til að sjá viðveru starfsfólks í rauntíma. Einnig sjáum við hvernig þjónustufyrirtæki geta nýtt upplýsingar úr kerfinu í rekstri. Til þess að ná þessu fram þarf ákveðinn grunnur að vera til staðar.

arnastLöngum hefur því verið haldið fram að íslenskan sé í útrýmingarhættu. Sennilega er rétt að haga seglum eftir þeirri svartsýnu spá. Þegar íslensk tunga á í varnarbaráttu í síbreytilegum heimi tækninýjunga er eðlilegt að huga að því hvernig styrkja megi stöðu þessa forna tungumáls sem fæstir vildu sjá á bak. Um þessar mundir vinnur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að því að opna vefgáttina málið.is en undir þeim hatti verður fjölmörgum gagnasöfnum stofnunarinnar safnað saman. Er það fyrst og fremst gert til þess að bæta aðgengi að þessum viðamiklu söfnum.

Síða 10 af 39