Skilyrði UT-verðlauna Ský

Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.

Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Valnefndin getur einnig sent inn tilnefningar. Hver aðili getur aðeins sent inn eina tilnefningu í hverjum flokki og skal hún rökstudd. Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.

Verðlaunaflokkar fyrir afrek líðandi árs

Til viðbótar við UT-verðlaunin er hægt að tilnefna til nokkurra aukaflokka og skal miða það við afrek á liðnu ári. Munið að rökstyðja tilnefninguna í texta (ekki setja tengla hingað og þangað).

          UT-Sprotinn
          UT-Stafræna opinbera þjónustan
          UT-Stafræna almenna þjónustan
          UT-Fyrirtækið í flokki stærri fyrirtækja > 50 starfsmenn 
          UT-Fyrirtækið í flokki minni fyrirtækja < 50 starfsmenn
          UT-Fjölbreytileika fyrirmynd

SENDA TILNEFNINGU

Upplýsingatækniverðlaun Ský

Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.
Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Veiting þeirra er árleg frá árinu 2010.

Verðlaunahafar frá upphafi

Hægt að sjá rökstuðning valnefndar fyrir valinu með því að smella á heiti viðkomandi verðlaunahafa.

Syndis fékk þrettándu Upplýsingatækniverðlaun Ský
Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni á UTmessunni 25. maí 2022.

   Alfreð var valið UT-Fyrirtækið 2021
   Aurbjörg var UT-Sprotinn 2021
   Almannarómur valið UT-Stafræna þjónustan 2021

   Hér er yfirlit yfir 3 efstu í hverjum flokki sem voru tilnefnd 

Íslensk erfðagreining fékk tólftu Upplýsingatækniverðlaun Ský 2021
Verðlaunin voru afhent af Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á UTmessunni 5. febrúar 2021

      Controlant var valið UT-Fyrirtækið 2020
      Sidekick Health var UT-Sprotinn 2020     
      Embætti landlæknis var valið UT-Stafræna þjónustan 2020

Marel fékk elleftu Upplýsingatækniverðlaun Ský 2020
Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands hr. Guðna Th. Jóhannessyni á UTmessunni 7. febrúar 2020

     Meniga var valið UT-Fyrirtækið 2019
     Genki Instruments var valið UT-Sprotinn 2019
     Kara Connect var valið UT-Stafræna þjónustan 2019

Ragnheiður H. Magnúsdóttir fékk tíundu Upplýsingatækniverðlaun Ský 2019
Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands hr. Guðna Th. Jóhannessyni á UTmessunni 8. febrúar 2019.

     Nox Medical var valið UT-Fyrirtækið 2018
     Syndis var valið UT-Sprotinn 2018
     Leggja.is var valið UT-Stafræna þjónustan 2018

Tölvunarfræði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fékk níundu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir afhenti verðlaunin í 50 ára afmælishófi Ský 6. apríl 2018.

Aðgerðagrunnur SAReye fékk áttundu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti Guðbrandi Erni Arnarsyni verðlaunin á UTmessunni 3. febrúar 2017.

Skúli Eggert Þórðarson og embætti ríkisskattstjóra fékk sjöundu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin í lokahófi UTmessunnar 6. febrúar 2016.

Hjálmar Gíslason fékk sjöttu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks afhenti verðlaunin á UTmessunni 6. febrúar 2015.

Rakel Sölvadóttir fékk fimmtu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti verðlaunin á UTmessunni 7. febrúar 2014.

Hilmar Veigar Pétursson fékk fjórðu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin á UTmessunni 8. febrúar 2013.

Maríus Ólafsson fékk þriðju Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR afhenti verðlaunin á UTmessunni 9. febrúar 2012.

Reiknistofa bankanna fékk önnur Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin á UTmessunni 18. mars 2011.

Friðrik Skúlason fékk fyrstu Upplýsingatækiverðlaun Ský.
Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra afhenti honum verðlaunin á UT-deginum 20. maí 2010.

---

Valnefnd

Árlega skipar stjórn Ský valnefnd sem hefur sérþekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni. Valnefnd samanstendur af tveimur síðustu verðlaunahöfum, fulltrúi háskóla, fulltrúi stjórnar Ský ásamt starfandi framkvæmdastjóra Ský.

Skilyrði UT-verðlauna Ský

Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Valnefndin getur einnig sent inn tilnefningar. Hver aðili getur aðeins sent inn eina tilnefningu í hverjum flokki og skal hún rökstudd. Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.

Verðlaunaflokkar fyrir afrek líðandi árs

Til viðbótar við UT-verðlaunin er hægt að tilnefna til nokkurra aukaflokka og skal miða það við afrek á liðnu ári. Munið að rökstyðja tilnefninguna í texta (ekki setja tengla hingað og þangað).

          UT-Sprotinn
          UT-Stafræna opinbera þjónustan
          UT-Stafræna almenna þjónustan
          UT-Fyrirtækið í flokki stærri fyrirtækja > 50 starfsmenn 
          UT-Fyrirtækið í flokki minni fyrirtækja < 50 starfsmenn
          UT-Fjölbreytileika fyrirmynd

---

SENDA TILNEFNINGU

Allir geta sent inn tilnefningar allt árið í gegnum sky@sky.is

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is