Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

2019 UT-Fyrirtækið

UT-fyrirtæki ársins var verðlaunað í fyrsta sinn á verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský 2019.

Flokkurinn er fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu 2018 og hafa náð góðum árangri á einn eða annan hátt. Fyrirtæki sem hafa verið að gera góða hluti á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi.

Tilnefnd voru NOX MEDICAL, MENIGA og MAREL og vann NOX MEDICAL UT-Fyrirtækið 2018.

NOX MEDICAL
Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa fengið jafn mikla umfjöllun fyrir góðan árangur á UT sviðinu en Nox Medical. Nox medical hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum. Nox medical hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni.

MENIGA
Meniga kerfið hefur farið sigurför um heiminn síðastliðinn ár og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hug­búnaður Meniga hef­ur verið inn­leidd­ur hjá yfir 80 fjár­mála­stofn­un­um um allan heim og er hann aðgengi­leg­ur yfir 65 millj­ón manns í 30 lönd­um. Meðal við­skipta­vina Meniga eru marg­ir stærstu banka heims.

MAREL
Fá íslensk tæknifyrirtæki eiga sér jafn langa og árangursríka sögu og Marel. Marel hefur allt frá upphafi nýtt upplýsingatækni í þróun sinni og framleiðslu. Síðastliðin misseri hefur Marel nýtt gervigreind ýmiskonar við þróun sína. Marel er vel þekkt á sínu sviði um heim allan.