Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

UT- Stafræn þjónusta var afhent í fyrsta sinn á tíundu verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský 2019.
Flokkurinn er ætlað lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.

Tilnefndir voru LEGGJA.IS, MENTOR.IS og  DOHOP.COM og vann LEGGJA.IS UT-Stafræna þjónustan 2018.

LEGGJA.IS
Með appinu leggja.is er ekki lengur þörf á að vera smápeninga til að leggja bílnum sínum í gjaldskyld bílastæði. Þægindin sem þetta app hefur skilað til notenda sinna er óumdeilanlegt. Það má segja að með leggja.is hafi íslensk app þróun farið á flug.

MENTOR.IS
Í dag hafa foreldrar aðgang að mentor.is til að fylgjast með daglegu starfi barna sinna í grunnskólum landsins. Námsmat, skilaboð frá kennurum og skóla, samskipti foreldra og fleira tengt grunnskólastarfinu er mun einfaldara en áður. Mentor kerfið er nú notað í 1.400 skólum í fimm löndum og hefur Mentor appið sem gefið var út í lok árs 2018 slegið í gegn. Þegar nýta sér um 110.000 foreldrar og nemendur sér appið til að einfalda sitt daglegt líf.

DOHOP.COM
Íslenski flug­leit­ar­vef­ur­inn Dohop hefur nýst mörgum vel síðustu ár. Dohop sameinar á einum stað framboð á flugi og hjálpar þannig við leit að hentugu flugi á einfaldan hátt. Í des. 2018 var Dohop vefurinn val­inn besti flug­leit­ar­vef­ur­inn (e. World’s Lea­ding Flig­ht Comp­ari­son Website 2018) við hátíðlega at­höfn hjá World Tra­vel Aw­ards í Lissa­bon. Var það þriðja árið í röð sem Dohop hlýt­ur þessa viður­kenn­ingu