Netríkið Ísland: Sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað

Netríkið Ísland:
            Sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað

Hádegisverðarfundur á Grand hótel 2. apríl kl. 12- 14

Skýrslutæknifélag Íslands og forsætisráðuneytið standa fyrir hádegisverðarfundi þar sem verður kynnt nýtt fræðsluefni á UT-vefnum.

Annars vegar handbók um opinbera vefi og hins vegar fræðsluefni um stafrænt frelsi.
Auk kynningar á fræðsluefni verða sagðar nokkrar reynslusögur af uppbyggingu opinberra vefja og notkun frjáls og opins hugbúnaðar hjá stofnunum.
Fundurinn er liður í því að efla fræðslu til þeirra sem fást við upplýsingatækni hjá opinberum aðilum, ríkisstofnunum og sveitarfélögum.

Dagskrá

11:55 Skráning fundargesta
12:10 Setning fundarins og hádegisverður borinn fram
12:25 "Netríkið Ísland - sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað“ Halla Björg Baldursdóttir frá forsætisráðuneyti, sjá glærur
12:35 "Handbók um opinbera vefi" Arnar Pálsson ráðgjafi hjá ParX, sjá glærur
12:50 "Fræðsluefni um stafrænt frelsi" Tryggvi Björgvinsson formaður félags um stafrænt frelsi á Íslandi, sjá glærur
13:05 "Að innleiða stóran vef"  Gunnar Grímsson verkefnisstjóri vefdeildar Háskóla Íslands, sjá glærur
13:15 "Helsta áskorun fyrir vef lítils sveitarfélags"  Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Vogum, sjá glærur
13:25 "Prófun á OpenOffice.org“ Jens Þór Svansson hjá Ríkisskattstjóra, sjá glærur
13:35 "Reynsla af notkun opins hugbúnaðar“ Adam Óskarsson kerfisstjóri við Verkmenntaskólann á Akureyri, sjá glærur
13:45 Samantekt fundarstjóra og umræður
14:00 Hádegisverðarfundi slitið

Fundarstjóri: Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri hjá Garðabæ

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 3.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 4.900 kr.
Þáttökugjald fyrir nemendur við framvísun námsskírteinis kr. 2.500


Skráðu þig hér eða hringdu í síma 553 2460

  • 02. apríl 2009

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is