Skip to main content

Skjalamál

Hádegisverðarfundur um skjalamál

Grand hótel þriðjudaginn 5. október kl. 12 - 14.

 

 

Rannsóknarskýrslunni svarað!

Bestu leiðir til að hafa skjölun og verkferla í lagi

Í niðurstöðu rannsóknarnefndar um hrunið kom fram hörð gagnrýni á högun skjalamála og ferla í kringum skjölun upplýsinga hjá stofnunum og fyrirtækjum.  Farið verður yfir þá þætti sem helst voru gagnrýndir og rætt um þau verkfæri og ferla sem hægt er að nota til að bæta vinnubrögðin til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Reynt verður að svara eftirfarandi spurningum:
Í hverju fólst gagnrýnin?
Hvernig er hægt að ná tökum á skjalamálum með góðum árangri?
Er það hugbúnaðurinn eða grunnurinn sem skiptir mestu máli?

Fundurinn er fyrir stjórnendur fyrirtækja sem eru ábyrgir fyrir verkferlum og skjölun, gæðastjórnendur, skjalastjórnendur og öðrum sem hafa áhuga á bættum vinnubrögðum.

Dagskrá:

11:50 – 12:05           Skráning þátttakenda

12:05 – 12:20           Fundur settur, hádegisverður borinn fram

12:40 – 13:00           Skjalahald og rekjanleiki upplýsinga í skýrslu rannsóknarnefndar
                          Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í HÍ

13:00 – 13:20           Reynslusaga frá Orkuveitu Reykjavíkur 
                          Alfa Kristjánsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur

13:20 - 13:40           Hvað á við í þínu fyrirtæki?
                         Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi  

13:40 - 14:00           Leysir hugbúnaðurinn vandann?
                                
Jónas Sigurðsson, Gagnavarslan

14:00                  Fundi slitið

Matseðill: Kryddjurtahjúpaður hlýri með grænmetisrisotto og engiferchilisósu. Kaffi/te og súkkulaðimoli.

Undirbúningsnefnd: Margrét Helgadóttir, Skýrr, Brynja Guðmundsdóttir, Gagnavarslan og Hjörtur Grétarsson, Reykjavíkurborg.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský  4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema á eigin vegum í Ský 3.000 kr. (gegn framvísun skólaskírteinis 2010)



  • 5. október 2010