Skip to main content

Hagræðing með sýndarvæðingu

Hagræðing með sýndarvæðingu

Hádegisverðarfundur á Grand Hótel miðvikudaginn 27. október kl. 12 – 14

Sýndarvæðing (e. virtualization) á innviðum tölvukerfa hefur farið mikið vaxandi síðustu ár. Hafa margir séð hagræði í að fækka netþjónum í tölvusölum, en á að láta þar staðar numið ? Á þessari ráðstefnu heyrum við reynslusögur af íslenskum innleiðingum á sýndarþjónum og hver ávinningurinn er. Er sýndarvæðing sýndarhagræðing? Hver er viðskiptalegur ávinningur sýndarvæðingar? Að síðustu er fjallað um hvað er framundan og á hvaða fleiri vegu má nýta sýndartækni.

Ráðstefna er hugsuð þeim sem koma að ákvarðantöku í innviðum upplýsingakerfa, auk annarra sem  áhuga hafa á að fylgjast með framþróun á þessu sviði.

Dagskrá:

11:50 – 12:05           Afhending ráðstefnugagna

12:05 – 12:20           Fundur settur 
                                   
Jón Harry Óskarsson, Microsoft Corporation

12:20 – 12:40           Sýndarvæðing í hugbúnaðarþróun

                            Guðmundur Kristjánsson, Tölvumiðlun


12:40 – 13:00           Reynslusaga: Sýndarvæðing hjá CCP

James Wyld, CCP

13:00 – 13:20           Reynslusaga: Air Atlanta

                                   Gnúpur Halldórsson, Air Atlanta

13:20 - 13:40           EJS : Viðskiptalíkan upplýsingakerfa
                           
Jóhann Áki Björnsson, EJS


13:40 - 14:00           Sýndarvæðing : Hvað tekur við
                                  
Guðmundur Arnar Þórðarson, Skyggni

14:00                         Fundi slitið

Fundarstjóri: Jón Harry Óskarsson, Microsoft Corporation

Matseðill : Kjúklingabringa með bacon / parmesan hjúp. Barbeque sósa og rösti kartöflur.

Kaffi/te og konfekt á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar  3.000 kr.

Undirbúningsnefnd:  Bjarni Sigurðsson, Póst-og fjarskiptastofnun, Sigurður Friðrik Pétursson, Microsoft og Jón Harry Óskarsson, Microsoft


Hagr med syndarv 01
Hagr med syndarv 02
Hagr med syndarv 03

  • 27. október 2010